Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 15:17:54 (2356)

1995-12-21 15:17:54# 120. lþ. 76.3 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[15:17]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fjármagnstekjuskattur verður lagður á a burt séð frá tillögu hv. þm. (JóhS: Hvenær?) Eins og hv. þm. veit er nefnd að vinna að þessu máli þverpólitískt og hún mun innan tíðar ná samkomulagi um hvenær það verður gert. Það verður á næsta ári. (Gripið fram í.) Ég hef þegar svarað þessu með slysabæturnar sem hv. þm. spurði mig um. Þarna erum við að tala um hóp sem hefur fengið eingreiðslu, miskabætur. Þetta er ekki hópur sem er með miklar tekjur og þar af leiðandi er ekki ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af þessum hópi. Þetta er ekki sá hátekjuhópur og hefur ekki það mikla vexti af sínum tekjum. Ég sagði að þarna á reglugerð að tryggja hver verði undanskilinn og slík reglugerð verður sett. Þessu hafði ég svarað áður.