Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 15:20:03 (2358)

1995-12-21 15:20:03# 120. lþ. 76.3 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[15:20]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við höfum oft rætt um fjármagnstekjutenginguna í þessum þingsal. Mér finnst fjármagnstekjutengingin mjög eðlileg og sanngjörn. (JóhS: Það var ekki spurningin.) Ég er að tala, hv. þm. og svara spurningu hv. þm., ég bið hana að vera rólega á meðan. Mér finnst fjármagnstekjutengingin eðlileg og sanngjörn og mér finnst fjármagnstekjuskattur líka eðlilegur og sanngjarn skattur. Hvort hann verður kominn á nákvæmlega 1. sept. er ég ekki tilbúin að segja úr þessum stól en það er ósk mín að svo verði.