Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 15:22:30 (2360)

1995-12-21 15:22:30# 120. lþ. 76.3 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[15:22]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég lýsi yfir stuðningi við þá tillögu sem hv. formaður efh.- og viðskn. var að kynna áðan, þ.e. að fella niður tvær greinar í bandorminum, 47. og 48. gr., sem kveða á um stjórnir í heilbrigðiskerfinu. Ég tel eðlilegt að þessi málsmeðferð sé viðhöfð með tilliti til forsögu málsins og þau komi þá til skoðunar við betra tækifæri og þá væntanlega við heildarendurskoðun á þessum þáttum. Hér hefur verið komið til móts við sjónarmið stjórnarandstöðunnar því að ég minni á að það var ein af tillögum stjórnarandstæðinga við 2. umr. bandormsins að einmitt þessar tvær greinar yrðu felldar niður. Nú hefur það orðið með tillögum hv. formanns efh.- og viðskn. og því ber að fagna.