Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 15:43:10 (2365)

1995-12-21 15:43:10# 120. lþ. 76.3 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[15:43]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Við lokaafgreiðslu bandormsins ber að taka fram að frv. var mjög slæmt þegar það kom inn í þingið. Það voru gerðar á því nokkrar breytingar til bóta með samkomulagi og fyrir forgöngu stjórnarandstöðunnar. Þrátt fyrir það er frv. veruleg árás á velferðarkerfið, endurspeglar stefnu ríkisstjórnarinnar sem stjórnarandstaðan er andvíg í meginatriðum. Þess vegna greiðum við atkvæði gegn þessu frv. við lokaafgreiðslu.