Lánsfjárlög 1996

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 18:43:30 (2404)

1995-12-21 18:43:30# 120. lþ. 76.4 fundur 43. mál: #A lánsfjárlög 1996# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[18:43]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég fór í gegnum það af hverju svo er. Í fyrsta lagi eru það þessar 300 millj. sem ég tel vera alls nauðsynlegar og eru í rauninni hin eina sanna ástæða fyrir þessu. Önnur ástæðan er sú að það er mjög líklegt að ríkissjóður, einu ári eftir að fyrsti bíllinn hefur ekið í gegn, vilji kaupa þetta skuldabréf. Það er mjög skynsamlegt fyrir hann að gera það til að stytta þann tíma sem þeir sem keyra göngin borga veggjald. Í þriðja lagi er skynsamlegt að taka hluta af þessari framkvæmd sem hvort sem er fellur á ríkissjóð, helminginn af þessum 800 millj. og láta hana borgast með veggjöldum. Þetta er skynsamlegt og sú ábyrgð fellur á ríkissjóð hvort sem er, hvernig sem fer og lendir ekki hjá neinum kröfuhöfum Spalar eða neins staðar annars staðar. Til þess að vera ekki að koma aftur og aftur til Alþingis með beiðni um ríkisábyrgð er skynsamlegt að gera þetta allt í einum pakka og gera sér grein fyrir hvað menn eru að gera.