Fjáraukalög 1995

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 22:17:23 (2429)

1995-12-21 22:17:23# 120. lþ. 76.5 fundur 44. mál: #A fjáraukalög 1995# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[22:17]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil segja hv. 9. þm. Reykn. að auðvitað er mér og nefndinni kunnugt um niðurstöður nefndarinnar í þessu máli. Það er vilji fyrir því að endursemja um málið á þeim forsendum að framkvæmdinni verði frestað um sinn. Það eru því möguleikar á að endurráðstafa þessu fé að sinni og skila því svo síðar inn í framkvæmdina. En að málinu hefur verið unnið af fullum heilindum og mun því væntanlega lykta með því að samningurinn verður endurskoðaður og húsið á Fáskrúðsfirði rísi. Ég hef, eins og fram hefur komið, mikinn áhuga á því. Það mun rísa jafnvel þótt það verði ekki á næsta ári.