Fjáraukalög 1995

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 22:21:12 (2431)

1995-12-21 22:21:12# 120. lþ. 76.5 fundur 44. mál: #A fjáraukalög 1995# frv., SvG
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[22:21]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég vil fara þess á leit að hæstv. forseti kanni hvort hæstv. fjmrh. er hér í húsinu.

(Forseti (RA): Hæstv. fjmrh. mun ekki vera í húsinu.)

Þá verð ég að biðja um að málinu verði frestað vegna þess að ég á sérstakt erindi við hæstv. fjmrh. Ég leyfi mér að óska eftir því að málinu verði frestað. Ég ætlaði að leggja fyrir hæstv. fjmrh. fáeinar spurningar og það er eiginlega ekki við hæfi að ég sé mikið að tala í þessu máli að honum fjarstöddum því að þetta kemur honum við.

(Forseti (RA): Það er sjálfsagt að forseti láti hæstv. ráðherra vita af þessu og þá er auðvitað hugsanlegt að annar þingmaður tali á meðan ef það tekur einhvern tíma að fá hæstv. fjmrh. í húsið.)

Ég vík þá úr stólnum.