Fjáraukalög 1995

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 23:10:29 (2441)

1995-12-21 23:10:29# 120. lþ. 76.5 fundur 44. mál: #A fjáraukalög 1995# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[23:10]

Svavar Gestsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er kjarni þessa máls að forsendur gerðardómsins, samkomulagið sem var undirritað í kosningavikunni í landbrn., eru of þröngar. Gerðardómurinn sjálfur hafði ekki svigrúm til að fjalla um málið á víðum grundvelli vegna þess hversu samkomulgið var niðurnjörvað á milli þessara aðila, Jóns Steinar Gunnlaugssonar hrl. og Halldórs Blöndals, hæstv. ráðherra. Þetta er veruleikinn og af þessu getur hæstv. fjmrh. ekki þvegið hendur sínar. Þetta er veruleikinn sem blasir við og mér sýnist að hann í þessu máli sé, ef ég má leyfa mér að nota þá samlíkingu, holdi klætt rökþrota bú.