Lánsfjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 11:30:42 (2489)

1995-12-22 11:30:42# 120. lþ. 77.1 fundur 43. mál: #A lánsfjárlög 1996# frv., GÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[11:30]

Guðni Ágústsson:

Hæstv. forseti. Í febrúar sl. þegar lokaafgreiðsla þáltill. um Hvalfjarðargöng fór fram á hinu háa Alþingi sat ég hjá vegna þess að ég hef alltaf haft efasemdir um þessa framkvæmd og hvernig að málinu hefur verið staðið frá upphafi.

Nú kemur í ljós að á meðgöngunni hafa forsendur breyst. Einkafyrirtækið þarf ríkisábyrgð þannig að orð standa ekki eins og upp var lagt. Fæti er stungið á milli starfs og hurðar. Hver verður næsta beiðni? Mér er spurn. Kemur sú beiðni fram níu nóttum fyrir næstu jól? Ég vona eigi að síður að blessun fylgi framkvæmdinni. Ég er sömu skoðunar og fyrir ári og greiði ekki atkvæði.