Fjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 12:15:53 (2499)

1995-12-22 12:15:53# 120. lþ. 77.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[12:15]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem hæstv. heilbrrh. hefur gefið fyrir hennar hönd, þá mun fjárhagsvanda sjúkrahúsanna ekki mætt með innritunargjöldum eða gjaldtöku á sjúklinga frá því sem þegar hefur verið ákveðið. Ljóst er að sjúkrahúsin munu standa frammi fyrir miklum vanda á komandi ári sem gæti leitt til samdráttar í starfsemi, lengri biðlista, uppsagnar starfsfólks og auknu starfsálagi á þá sem eftir starfa.

Þrátt fyrir vilja hæstv. heilbrrh. um hið gagnstæða óttast ég að með fjársveltifrv. ríkisstjórnarinnar gagnvart sjúkrahúsunum sé settur aukinn þrýstingur á einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Slíkt má ekki gerast því að það er ávísun á aukna mismunun í samfélaginu. Því styð ég að sjálfsögðu þær breyingartillögur sem hér eru settar fram til þess að ráða bót á þessum vanda. Ég segi já.