Fjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 12:23:57 (2502)

1995-12-22 12:23:57# 120. lþ. 77.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[12:23]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Virðulegi forseti. Þessi tillaga felur í sér að könnun fari fram á áhrifum sparnaðaraðgerða á sjúkrahúsum sl. tvö ár á þjónustu og heilsufarslegt öryggi sjúklinga, vinnuskilyrði og heilsu starfsfólks auk raunsparnaðar fyrir ríkissjóð. Miðað við það neyðarástand sem blasir við spítölum á höfuðborgarsvæðinu er þessi tillaga nauðsynleg. Hér er aðeins um 2 millj. kr. að ræða og ég vek athygli hæstv. heilbrrh. á því að verði tillagan felld mun ég beita mér fyrir því að það verði flutt beiðni um skýrslu um að þetta ástand verði kannað þannig að það þýðir ekki fyrir hæstv. heilbrrh. að kvarta eftir á og tala um að peninga vanti í slíka könnun. Nú er tækifæri. Ég segi já.