Fjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 12:38:09 (2506)

1995-12-22 12:38:09# 120. lþ. 77.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[12:38]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Atkvæðagreiðsla þessi gengur út á að gera ráð fyrir því í fjárlögum að komugjöld sjúklinga á heilsugæslustöðvar hækki um, að því er frést hefur, 17% hjá almenningi en 50% hjá gömlu fólki og öryrkjum. Þetta er sú innheimta sem Framsfl. kallaði sl. fjögur ár sjúklingaskatta og lofaði að berjast gegn. Nú er þessi sami flokkur að hækka þessi gjöld um 17--50%. Það eru ekki rök fyrir slíkum hækkunum og ég segi nei.