Fjárlög 1996

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 12:51:30 (2512)

1995-12-22 12:51:30# 120. lþ. 77.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur


[12:51]

Kristín Halldórsdóttir:

Virðulegur forseti. Afstaða Kvennalistans til frv. markast fyrst og fremst af eftirfarandi atriðum:

Í fyrsta lagi vantar í þetta frv. með öllu einhverja sönnun þess að hér sé að aukast skilningur á kvenfrelsi og nauðsyn þess að jafna stöðu kvenna og karla í samfélaginu.

Í öðru lagi verður augljós bið á því að hv. þingmenn stjórnarflokkanna standi við fögur fyrirheit í síðustu kosningabaráttu um eflingu menntunar og rannsókna í landinu.

Í þriðja lagi er það svo aðförin að heilbrigðis- og tryggingakerfi landsmanna sem staðfest er með tölum í þessu frv. Kvennalistinn gagnrýnir harðlega vinnubrögðin við undirbúning og umfjöllun um frv. til fjárlaga 1996, sérstaklega að því er varðar þann stóra kafla sem tekur til um 40% á útgjaldahlið frv. í heilbrigðismálum. Frumvarpstillögur voru illa undirbúnar og óraunhæfar og breytingar á niðurskurðar- og hagræðingaráformum komu fram á tólftu stundu. Þær fengu allt of litla umfjöllun í nefnd og við umræður í þingsal. Auk þess er einstaklega erfitt að átta sig á áhrifum þeirra á niðurstöður frv. vegna ruglingslegrar uppsetningar. Öll meðferð þess máls er þinginu til vansæmdar. Ég greiði ekki atkvæði.