Jólakveðjur

Föstudaginn 22. desember 1995, kl. 13:38:26 (2520)

1995-12-22 13:38:26# 120. lþ. 78.98 fundur 163#B jólakveðjur#, SvG
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur


[13:38]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Ég vil fyrir hönd okkar alþingismanna þakka hæstv. forseta fyrir skörulega forustu á haustþinginu og einkar gott samstarf. Átökin sem hér hafa verið að undanförnu voru pólitísk átök milli stjórnar og stjórnarandstöðu en ekki við forsetann eða forsætisnefndina. Ég tel að þessi störf hafi tekist vel og skipulag þeirra í meginatriðum verið gott þó svo hann hafi orðið býsna drjúgur að lokum síðasti spölurinn.

Ég vil nota þetta tækifæri, hæstv. forseti, til að þakka starfsliði Alþingis fyrir dugnað, lipurð, samviskusemi og þolinmæði gagnvart okkur þingmönnum og óska þeim gleðilegra jóla. Ég óska einnig hæstv. forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Og ég bið hv. þingmenn um að taka undir óskir mínar til hæstv. forseta og fjölskyldu hans með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum.]