Ferill 13. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 13 . mál.


245. Nefndarálit



um frv. til l. um réttarstöðu kjörbarna og foreldra þeirra.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið umsagnir um það frá Íslenskri ættleiðingu, Tryggingastofnun ríkisins, umboðsmanni barna, Barnaheillum, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og Lífeyrissjóði bænda.
    Nefndarmenn eru sammála um að nauðsynlegt sé að staða kjörbarna og kjörforeldra sé hin sama og staða annarra barna og foreldra þeirra. Hvað varðar fæðingarorlof, fæðingarstyrk og fæðingardagpeninga þarf þó að gera greinarmun á frumættleiðingum, þar sem algerlega ný fjölskyldusambönd eru mynduð, og ættleiðingum barna sem búa á sama heimili og ættleiðandi, t.d. ættleiðingum stjúpbarna. Miða eftirfarandi breytingartillögur að því að skerpa þennan mun.
    Mælir nefndin með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGUM:



    Í stað orðsins „ættleiðingar“ í 1. gr. komi: frumættleiðingar.
    Í stað orðsins „ættleiðingu“ í b-lið 6. gr. komi: frumættleiðingu.

    Siv Friðleifsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 27. nóv. 1995.



Össur Skarphéðinsson,

Sigríður A. Þórðardóttir,

Ásta R. Jóhannesdóttir.


form.

frsm.



Sólveig Pétursdóttir.

Ögmundur Jónasson.

Guðmundur Hallvarðsson.



Katrín Fjeldsted.

Guðni Ágústsson.