Ferill 155. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 155 . mál.


250. Nefndarálit



um frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar.

Frá allsherjarnefnd.



    Allsherjarnefndir beggja deilda settu sér þegar árið 1955 starfsreglur um veitingu ríkisborgararéttar. Hafa þær reglur nokkrum sinnum tekið breytingum og nú síðast í febrúar 1995, sbr. þskj. 723 frá 118. löggjafarþingi. Helsta breytingin, sem gerð var á þessum reglum í febrúar, var að mörk um lengd búsetu voru í ákveðnum tilvikum lækkuð. Fjöldi umsókna sem nefndin hefur nú haft til umfjöllunar var því öllu meiri en verið hefur undanfarin ár.
    Vinna nefndarinnar við frumvarpið var með hefðbundnu sniði. Formaður og einn nefndarmanna fóru yfir allar umsóknir sem bárust til að kanna hvort þær uppfylla skilyrði framangreindra reglna, og síðan fjallaði nefndin um umsóknirnar.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með þeim breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Þar er lagt til að 97 einstaklingar fái íslenskan ríkisborgararétt.

Alþingi, 29. nóv. 1995.



Sólveig Pétursdóttir,

Ögmundur Jónasson.

Valgerður Sverrisdóttir.


form., frsm.



Guðný Guðbjörnsdóttir.

Kristján Pálsson.

Sighvatur Björgvinsson.



Árni R. Árnason.

Jón Kristjánsson.

Hjálmar Jónsson.