Ferill 75. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 75 . mál.


276. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, sbr. lög nr. 31/1994.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Berglindi Ásgeirsdóttur, ráðuneytisstjóra í félagsmálaráðuneytinu.
    Í frumvarpinu er lagt til að karl og kona, sem hafa verið skráð í sambúð í þjóðskrá í a.m.k. eitt ár, hafi sama rétt til fjárhagsaðstoðar og hjón samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Með því er komið í veg fyrir að sambúðarfólk geti fengið umtalsvert hærri fjárhæð til framfærslu en hjón sem búa við sambærilega fjárhagslega afkomu.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Bryndís Hlöðversdóttir og Arnbjörg Sveinsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. des. 1995.



Kristín Ástgeirsdóttir,

Magnús Stefánsson.

Kristján Pálsson.


form., frsm.



Rannveig Guðmundsdóttir.

Einar K. Guðfinnsson.

Pétur H. Blöndal.



Drífa Sigfúsdóttir.