Ferill 118. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 118 . mál.


305. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á sveitarstjórnarlögum, nr. 8/1986, með síðari breytingum.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk á sinn fund Húnboga Þorsteinsson, skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu.
    Nefndin fékk sendar umsagnir frá bæjarráði Ísafjarðarkaupstaðar, héraðsnefnd Ísafjarðarsýslu og Landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps.
    Lagt er til að Sléttuhreppur í Norður-Ísafjarðarsýslu verði sameinaður Ísafjarðarkaupstað, en hreppurinn fór í eyði á sjötta áratugnum. Hlutaðeigandi aðilar hafa lýst sig sammála sameiningunni og því leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Bryndís Hlöðversdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 6. des. 1995.



Kristín Ástgeirsdóttir,

Arnbjörg Sveinsdóttir.

Magnús Stefánsson.


form., frsm.



Drífa Sigfúsdóttir.

Kristján Pálsson.

Pétur H. Blöndal.



Rannveig Guðmundsdóttir.

Einar K. Guðfinnsson.