Ferill 171. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 171 . mál.


382. Breytingartillaga



við frv. til l. um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Alusuisse-Lonza Holding Ltd. um álbræðslu við Straumsvík.

Frá minni hluta iðnaðarnefndar (SvG).



    Við bætist þrjú ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    (I.)
                  Þegar lög þessi hafa öðlast gildi skal ríkisstjórnin láta fara fram úttekt óháðra sérfræðinga á umhverfiskröfum þeim sem gera verður til álversins í Straumsvík með hliðsjón af íslenskum reglum og alþjóðlegum samningum. Úttektinni skal lokið fyrir 1. mars 1996 og verði starfsleyfi álversins þá endurmetið og það endurútgefið í samræmi við niðurstöður úttektarinnar.
    (II.)
                  Alþingi kýs strax og lög þessi hafa tekið gildi sjö manna nefnd, atvinnumálanefnd, til þess að gera tillögur um eflingu alhliða atvinnulífs, m.a. með hliðsjón af þeim þjóðfélagslegu breytingum sem það kann að hafa í för með sér ef stórframkvæmdir næstu ára verða nær allar á sama svæði á landinu. Nefndin skili fyrstu tillögum sínum fyrir þinglok vorið 1996.
    (III.)
                  Alþingi kýs strax og lög þessi hafa öðlast gildi sjö manna nefnd til þess að gera tillögur til Alþingis um stefnumótun í orku- og stóriðjumálum til næstu áratuga á grundvelli sjálfbærrar þróunar í umhverfismálum. Nefndin skili tillögum sínum til Alþingis við upphaf þings haustið 1996.