Ferill 134. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 134 . mál.


385. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Braga Gunnarsson, Bolla Þór Bollason, Indriða H. Þorláksson og Maríönnu Jónasdóttur frá fjármálaráðuneyti, Steinþór Haraldsson frá embætti ríkisskattstjóra, Sigurgeir Þorgeirsson og Hrafnkel Karlsson frá Bændasamtökum Íslands, Svein Hjört Hannesson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Svein Hannesson frá Samtökum iðnaðarins, Birgi Ármannsson frá Verslunarráði Íslands, Hannes Sigurðsson frá Vinnuveitendasambandi Íslands, Gylfa Arnbjörnsson frá Alþýðusambandi Íslands og Ágúst Elíasson frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Þá fékk nefndin sendar umsagnir um málið frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Samtökum fiskvinnslustöðva, Samtökum iðnaðarins, Verslunarráði Íslands, Bændasamtökum Íslands, Vinnuveitendasambandi Íslands, Alþýðusambandi Íslands og ríkisendurskoðanda.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 14. des. 1995.



Vilhjálmur Egilsson,

Valgerður Sverrisdóttir.

Sólveig Pétursdóttir.


form., frsm.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Einar Oddur Kristjánsson.

Pétur H. Blöndal.