Ferill 205. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 205 . mál.


388. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, sbr. lög nr. 1/1992 og lög nr. 50/1994.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Braga Gunnarsson og Indriða H. Þorláksson frá fjármálaráðuneyti. Þá fékk nefndin sendar umsagnir um málið frá Samtökum verðbréfafyrirtækja, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Samtökum iðnaðarins og Verslunarráði Íslands.
    Nefndin telur að stefna skuli að því að skráning fyrirtækja, sem er hluti nýsköpunar, eigi ekki að vera tekjustofn fyrir ríkissjóð. Leggur hún áherslu á að ráðherra kanni hvernig haga megi gjaldtöku fyrir þessa skráningu þannig að gjaldtakan standi undir eðlilegri og hagkvæmri starfsemi skráningaraðila og jafnframt að skráningar allra fyrirtækja verði á einum stað.
    Nefndin mælir með að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem lagðar eru til á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 14. des. 1995.



Vilhjálmur Egilsson,

Ágúst Einarsson.

Valgerður Sverrisdóttir.


form., frsm.



Pétur H. Blöndal.

Jón Baldvin Hannibalsson.

Sólveig Pétursdóttir.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Steingrímur J. Sigfússon.

Einar Oddur Kristjánsson.

















Prentað upp.