Ferill 221. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 221 . mál.


411. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 28/1985, sbr. lög nr. 50/1995.

Frá allsherjarnefnd.



    Við 3. gr. Á eftir orðunum „Þegar Veðurstofa Íslands“ í upphafi 1. efnismgr. komi: að höfðu samráði við lögreglustjóra og almannavarnanefnd.
    Við 5. gr. Í stað orðsins „staðgreiðslumarkaðsverð“ í 6. efnismgr. komi: kaupverð skv. 5. mgr.
3.        Á eftir 11. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða II er hljóðar svo:
                  Í þeim sveitarfélögum þar sem snjóflóð hafa fallið á árinu 1995 skal gilda svohljóðandi regla um heimild til greiðslu úr ofanflóðasjóði í stað ákvæðis 5. mgr. 7. gr.:
                  Eigi húseigandi ekki kost á sambærilegri húseign í sveitarfélaginu til kaups og byggi hann nýja húseign í sveitarfélaginu til íbúðar fyrir sig og fjölskyldu sína er heimilt að miða greiðslu úr sjóðnum við brunabótamat. Sé brunabótamat hærra en endurstofnverð húseignar skal greiðsla miðast við endurstofnverð. Enn fremur er heimilt að inna af hendi greiðslu úr sjóðnum til húseiganda sem orðið hefur fyrir tjóni í snjóflóði á árinu 1995 þannig að heildargreiðsla til hans, að meðtöldum bótum frá Viðlagatryggingu Íslands, verði sambærileg við greiðslu til annarra húseigenda samkvæmt þessu ákvæði.