Ferill 147. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 147 . mál.


430. Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur haft frumvarpið til meðferðar milli 2. og 3. umræðu og leggur meiri hlutinn til að frumvarpið, eins og það liggur fyrir eftir 2. umræðu, verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til á sérstöku þingskjali. Þar eru lagðar til þrjár breytingar á frumvarpinu.
    Í fyrsta lagi er lagt til að orðalag 1. gr. laganna um skattskyldu manna verði samræmt þeirri orðalagsbreytingu sem frumvarpið gerir ráð fyrir á 3. gr. laganna.
    Í öðru lagi er lögð til breyting á fjárhæð í 41. gr. laganna til samræmis við aðrar breytingar á fjárhæðum sem frumvarpið gerir ráð fyrir.
    Í þriðja lagi er lagt til að leiðrétt verði greinatilvísun í ákvæðum um barnabótaauka og vaxtabætur. Hér er verið að lagfæra villu í lögunum sem felst í því að samkvæmt orðanna hljóðan í gildandi ákvæðum skerða skattfrjálsir happdrættisvinningar bæturnar. Ástæða þess er sú að við meðferð frumvarps, sem síðar varð að lögum nr. 147/1994, láðist að lagfæra þessar greinatilvísanir. Ekki stóð til að láta happdrættisvinninga skerða bætur og er hér lagt til að úr því verði bætt.
    Að lokum er lagt til að gildistökuákvæði verði breytt til samræmis við þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu við 2. umræðu.

Alþingi, 19. des. 1995.



Vilhjálmur Egilsson,

Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Sólveig Pétursdóttir.


form., frsm.



Valgerður Sverrisdóttir.

Einar Oddur Kristjánsson.

Pétur H. Blöndal.














Prentað upp.