Ferill 125. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 125 . mál.


441. Nefndarálit


um frv. til l. um Bjargráðasjóð.

Frá félagsmálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk á sinn fund Berglindi Ásgeirsdóttur ráðuneytisstjóra frá félagsmálaráðuneytinu.
    Skriflegar umsagnir um málið bárust nefndinni frá Bændasamtökum Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Félagi hrossabænda.
    Með frumvarpinu er m.a. lagt til að stjórn Bjargráðasjóðs, sem skipuð skal fimm mönnum, verði ekki bundin við tiltekin embætti eins og nú er heldur velji hlutaðeigandi samtök sjálf sína fulltrúa. Þá er lagt til að sjóðurinn hafi ekki heimild til styrk- og lánveitinga heldur er einungis talað um afgreiðslur. Meginbreytingin er hins vegar sú að framlag af söluvörum landbúnaðarins getur verið allt að 1% í stað 0,6% eins og nú er.
    Þar sem frumvarpið kveður mun skýrar á um bótareglur og bótasvið sjóðsins en gert er í núgildandi lögum leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Svanfríður Jónasdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 19. des. 1995.


Kristín Ástgeirsdóttir,

Magnús Stefánsson.

Einar K. Guðfinnsson.

form., frsm.


Arnbjörg Sveinsdóttir.

Siv Friðleifsdóttir.

Pétur H. Blöndal.


Bryndís Hlöðversdóttir.

Kristján Pálsson.

Rannveig Guðmundsdóttir.