Ferill 43. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 43 . mál.


482. Framhaldsnefndarálit



um frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1996.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Þær breytingartillögur sem meiri hluti nefndarinnar leggur til á sérstöku þingskjali fyrir 3. umræðu málsins fela í sér eftirfarandi:
1.    Leiðrétt er niðurstöðutala 1. gr. frumvarpsins í samræmi við afgreiðslu á A-hluta fjárlaga.
2.    Leiðrétt er orðalag í 5. tölul. 5. gr. frumvarpsins.
3.    Í framhaldi af þingsályktun sl. vor um vegtengingu um utanverðan Hvalfjörð undirrituðu samgönguráðherra og fjármálaráðherra samning við Spöl hf. 22. apríl sl. Samtímis undirrituðu sömu aðilar sérstakt samkomulag með vísan til samningsins. Það fól í sér að hlutafé félagsins var ákveðið 86 m.kr. að nafnvirði og skyldi ekki hækkað án sérstaks samkomulags samningsaðila. Jafnframt var samþykkt að lána félaginu úr ríkissjóði allt að 70 m.kr., m.a. til að koma til móts við þessa takmörkun. Höfuðstóll lánsins ásamt vöxtum skyldi vera víkjandi gagnvart framkvæmda- og fjármögnunarlánum félagsins. Þetta lán var til viðbótar 50 m.kr. láni úr ríkissjóði sem var veitt árið 1993 til þess að ljúka rannsóknum vegna Hvalfjarðarganga. Hér er lagt til að ráðherra verði veitt heimild til þessarar lánveitingar á árinu 1995.

Alþingi, 21. des. 1995.



Vilhjálmur Egilsson,

Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Sólveig Pétursdóttir.


form., frsm.



Einar Oddur Kristjánsson.

Valgerður Sverrisdóttir.

Pétur H. Blöndal.