Ferill 286. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 286 . mál.


569. Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkja og Slóveníu.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið, bæði fyrir framlagningu þess og eftir að það var formlega lagt fram á Alþingi. Nefndin fékk á sinn fund Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Helga Ágústsson, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis, Kristin F. Árnason, skrifstofustjóra viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytis, og Björgvin Guðmundsson, deildarstjóra á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytis.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 14. febr. 1996.



Geir H. Haarde,

Ólafur Ragnar Grímsson.

Siv Friðleifsdóttir.


form., frsm.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.

Árni R. Árnason.

Tómas Ingi Olrich.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.