Ferill 173. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 173 . mál.


621. Breytingartillögur



við frv. til l. um Siglingastofnun Íslands.

Frá samgöngunefnd.



    Við 2. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „á þann hátt sem ákveðið er í“ í 1. mgr. komi: samkvæmt.
         
    
    Í stað 2. og 3. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                            Forstjóri Siglingastofnunar Íslands skal að fenginni umsögn hafnaráðs og siglingaráðs skipaður af samgönguráðherra til fimm ára í senn. Forstjóri Siglingastofnunar ræður annað starfsfólk stofnunarinnar.
    Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „er varða lög og“ í 5. tölul. 1. mgr. komi: er varða lög um.
         
    
    Á eftir 6. tölul. komi tveir nýir töluliðir er orðist svo:
              7.    Að fylgjast með rannsókn sjóslysa og veita aðstoð við rannsókn þeirra og rita umsögn um sjópróf til ríkissaksóknara.
              8.    Að annast mál er varða siglinga- og sjómannalög að því leyti sem þau tengjast skipum, skráningu þeirra og búnaði, siglingaöryggi og öðrum málum sem ráðuneytið kann að fela stofnuninni varðandi siglingar og áhafnir skipa.
         
    
    Á eftir 1. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar er orðist svo:
                            Siglingastofnun Íslands er heimilt með samþykki samgönguráðherra að fela öðrum að annast ákveðin verkefni.
                            Siglingastofnun Íslands er heimilt með samþykki samgönguráðherra að kaupa og fara með hlut ríkisins í rannsóknar- og þróunarfyrirtækjum, m.a. til þess að stuðla að útflutningi á íslenskri þekkingu á starfssviði stofnunarinnar.
    Við 4. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Á eftir orðunum „til fjögurra ára í senn“ í 3. málsl. komi: að loknum sveitarstjórnarkosningum.
         
    
    Í stað orðanna „og skal einn þeirra vera starfsmaður samgönguráðuneytis og skal hann jafnframt vera formaður ráðsins og skipaður til fjögurra ára í senn“ í 4. málsl. komi: að loknum alþingiskosningum og skal einn þeirra vera formaður ráðsins.
         
    
    5. málsl. falli brott.
    Við 5. gr. Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                  Hafnaráð skal halda fundi með fulltrúum sjómanna og útgerðarmanna a.m.k. einu sinni á ári.
    Við 6. gr.
         
    
    Í stað orðanna „og skal einn þeirra vera starfsmaður samgönguráðuneytis og er hann jafnframt formaður ráðsins og skipaður til fjögurra ára í senn“ í 3. málsl. komi: að loknum alþingiskosningum og skal einn þeirra vera formaður ráðsins.
         
    
    4. málsl. falli brott.
    Við 8. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi en koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. október 1996. Þá falla jafnframt úr gildi lög um Siglingamálastofnun ríkisins, nr. 20/1986, með síðari breytingum.
    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 8. gr. skal skipa hafna- og siglingaráð svo fljótt sem því verður við komið eftir gildistöku laganna og hefja undirbúning að framkvæmd laganna.
                  Öll störf hjá Siglingamálastofnun ríkisins og Vita- og hafnamálastofnun ríkisins (Hafnamálastofnun ríkisins og Vitastofnun Íslands) verða lögð niður frá 30. september 1996. Um rétt starfsmanna fer skv. 14. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 38/1954, með síðari breytingum.