Ferill 148. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 148 . mál.


701. Breytingartillögur



við frv. til l. um köfun.

Frá samgöngunefnd.



    Við 1. gr. 2. mgr. falli brott.
    Við 2. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðsins „verndunar“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: verndar.
         
    
    Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um sjálfboðaliða, sem ekki þiggja laun fyrir störf sín, gilda reglur sem samtök þeirra setja og samgönguráðherra hefur samþykkt.
         
    
    Á eftir orðunum „notaður er við köfun“ í 4. mgr. komi: og gerir mönnum kleift að kafa.
    Við 3. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Orðin „sem settar verða í reglugerð“ í 2. tölul. 1. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 4. tölul. 1. mgr. komi: Siglingastofnun Íslands.
         
    
    Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                            Óheimilt er að ráða til köfunarstarfa aðra en handhafa atvinnuköfunarskírteina.
         
    
    Í stað orðanna „uppfylla skilyrði 2. tölul. þessarar greinar og vera 17 ára eða eldri“ í 2. mgr. (er verði 3. mgr.) komi: vera 17 ára eða eldri og uppfylla skilyrði 2. og 3. tölul. 1. mgr. Þá er ráðherra heimilt með reglugerð að ákveða að þeir sem stunda áhugaköfun skuli hafa gilt áhugaköfunarskírteini útgefið af Siglingastofnun Íslands.
    Við 4. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Siglingastofnun Íslands gefur út köfunarskírteini til þeirra sem uppfylla skilyrði laga þessara og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim. Skírteini skulu rituð á þar til gerð eyðublöð og gilda til fimm ára í senn.
         
    
    2. og 3. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 4. mgr. (er verði 2. mgr.) komi: Siglingastofnun Íslands.
    Við 5. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Hver sá sem flytur inn köfunarbúnað eða smíðar slíkan búnað skal fyrir fram fá viðurkenningu Siglingastofnunar Íslands um að búnaðurinn eða hlutar hans uppfylli tæknikröfur sem gilda þar um. Liggi fyrir vottorð frá viðurkenndri prófunarstofu um að búnaður sé í samræmi við staðla og reglur telst staðfesting frá Siglingastofnun fullnægjandi.
         
    
    Við 2. mgr. bætist: og búnaðinum verði haldið við.
    Við 6. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 1. mgr. komi: Siglingastofnun Íslands.
         
    
    2. mgr. orðist svo:
                            Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd laganna, m.a. um skilyrði fyrir viðhaldi réttinda samkvæmt köfunarskírteini, svo sem um menntunar-, hæfnis- og heilsufarskröfur, eftir því sem við á, og um heimild Siglingastofnunar Íslands til gjaldtöku vegna eftirlits, útgáfu og endurnýjunar köfunarskírteina.
    Við 7. gr. Greinin orðist svo:
                  Slys eða óhöpp sem verða við köfun skal tilkynna þegar í stað til lögreglu í því umdæmi sem slys eða óhapp átti sér stað og annast lögreglan rannsókn á orsökum þeirra. Við rannsóknina skal kalla til sérfróða aðila eftir því sem þurfa þykir og skal köfunarbúnaður skoðaður af fulltrúa Siglingastofnunar Íslands.
                  Niðurstöður rannsóknarinnar skulu sendar rannsóknarnefnd sjóslysa sem fjallar um málið og birtir álit sitt í ársskýrslu nefndarinnar.
    Við 8. gr. Í stað orðsins „að“ í greininni komi: samkvæmt.
    Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Fram til 1. október 1996 mun Siglingamálastofnun ríkisins annast þau verkefni sem Siglingastofnun Íslands eru falin með lögum þessum er síðarnefnda stofnunin tekur formlega til starfa.