Ferill 445. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 445 . mál.


777. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 120. löggjafarþingi 1995–96.)



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
    Í stað orðanna „í 3. gr.“ í 1. mgr. kemur: í viðauka I við lög þessi.
         Við 1. mgr. bætist við nýr málsliður er orðast svo: Sala á gjaldskyldri vöru til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sbr. lög nr. 110/1951, telst sala úr landi í skilningi laga þessara.
         Orðin „og gilda ákvæði þeirra jafnframt um úrskurðarvald í ágreiningsmálum um tollflokkun vara“ í 2. mgr. falla brott.

2. gr.


    3. gr. laganna orðast svo:
    Vörugjald skal reiknað með tvenns konar hætti; annars vegar sem tiltekin fjárhæð fyrir hvert kílógramm eða hvern lítra af gjaldskyldri vöru (magngjald), en hins vegar sem tiltekið hlutfall af verðmæti gjaldskyldrar vöru (verðgjald).
    Af vörum, sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í A–lið í viðauka I, skal greiða tiltekna fjárhæð fyrir hvert kílógramm af vörunni án umbúða, eftir því sem nánar er kveðið á um í viðaukanum.
    Af vörum, sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í B–lið í viðauka I, skal greiða tiltekna fjárhæð fyrir hvern lítra af vörunni, eftir því sem nánar er kveðið á um í viðaukanum.
    Af vörum, sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í C–F-liðum í viðauka I, skal greiða gjald af verðmæti vöru sem hér segir:
    15% af vörum sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í C–lið.
    20% af vörum sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í D–lið.
    25% af vörum sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í E–lið.
    30% af vörum sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í F–lið.

3. gr.


    Eftirfarandi breyting verður á 4. gr. laganna:
    2. málsl. 2. tölul. 1. mgr. fellur brott.
         1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Aðilar, sem eru gjaldskyldir skv. 1. mgr., aðrir en þeir sem flytja vörur til landsins til eigin nota, skulu ótilkvaddir og eigi síðar en 15 dögum áður en vörugjaldsskyld starfsemi hefst, tilkynna atvinnurekstur sinn eða starfsemi til skráningar hjá skattstjóra ef um framleiðanda er að ræða, en hjá tollstjóra ef um innflytjanda er að ræða, þar sem aðilar eiga lögheimili.

4. gr.


    5. gr. laganna ásamt fyrirsögn orðast svo:

Gjaldstofn verðgjalds.


    Gjaldstofn vörugjalds af innfluttum vörum, sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í C–F-liðum í viðauka I, er tollverð þeirra eins og það er ákveðið í 8.–10. gr. tollalaga, að viðbættum tollum eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt þeim lögum.

5. gr.


    6. gr. laganna orðast svo:
    Gjaldstofn vörugjalds af innlendum framleiðsluvörum, sem flokkast undir tollskrárnúmer sem talin eru upp í C–F-liðum í viðauka I, er verksmiðjuverð þeirra.
    Verksmiðjuverð er söluverð vöru frá framleiðanda, þ.e. það verð sem kaupandi greiðir eða ber að greiða við kaup á vöru af framleiðanda án frádráttar nokkurs kostnaðar eða þjónustugjalds.
    Samsvari verksmiðjuverð ekki heildarandvirði vöru, t.d. vegna þess að kaupandi eða annar framleiðandi leggur til hráefni, efnivörur eða annað verðmæti sem vörugjald hefur ekki þegar verið greitt af, skal heildarandvirði vörunnar teljast gjaldstofn til vörugjalds.
    Ef framleiðandi er jafnframt heildsali eða smásali vöru eða ef verksmiðjuverð vöru liggur ekki fyrir af öðrum ástæðum skal gjaldstofn vera almennt gangverð á sömu eða sams konar vöru við sölu frá framleiðendum. Ef slíkt almennt gangverð liggur ekki fyrir skal gjaldstofn vera verksmiðjuverð framleiðanda á sömu eða sams konar vöru í sambærilegum viðskiptum við óháða aðila.
    Ef framleiðandi og kaupandi eru háðir hvor öðrum í skilningi 2. mgr. 8. gr. tollalaga er skattyfirvöldum heimilt að ákvarða gjaldstofn samkvæmt ákvæðum 4. mgr.
    Ríkisskattstjóri skal gefa út reglur um mat til verðs samkvæmt þessari grein.

6. gr.


    7. gr. laganna orðast svo:
    Vörugjald af innfluttum vörum skal reiknast við tollafgreiðslu.
    Vörugjald af innlendum framleiðsluvörum skal reiknast við sölu eða afhendingu vöru frá framleiðanda og skiptir ekki máli hvenær eða með hvaða hætti greiðsla kaupanda fer fram.

7. gr.


    8. gr. laganna orðast svo:
    Hvert uppgjörstímabil aðila sem skráðir eru samkvæmt 2. mgr. 4. gr. er tveir mánuðir, desember og janúar, febrúar og mars, apríl og maí, júní og júlí, ágúst og september, október og nóvember. Gjalddagi hvers uppgjörstímabils er fimmtándi dagur annars mánaðar eftir lok þess.
    Gjaldskyldir aðilar, sem skráðir eru skv. 2. mgr. 4. gr., skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs vörugjald vegna gjaldskyldra vara sem voru tollafgreiddar eða voru seldar eða afhentar á uppgjörstímabilinu. Aðrir gjaldskyldir aðilar skulu greiða vörugjald við tollafgreiðslu.
    Gjaldskyldir aðilar skv. 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. skulu skila vörugjaldsskýrslu vegna sölu eða afhendingar á innlendum framleiðsluvörum eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils. Skattstjóri skal áætla vörugjald af viðskiptum þeirra aðila sem ekki skila skýrslu innan tilskilins tíma, senda enga skýrslu eða ef skýrslu eða fylgigögnum er ábótavant. Skattstjóri skal tilkynna innheimtumanni og gjaldskyldum aðila um áætlanir og leiðréttingar sem gerðar hafa verið.
    Sé vörugjald ekki greitt á tilskildum tíma skal aðili sæta álagi til viðbótar því vörugjaldi sem honum ber að standa skil á. Sama gildir ef vörugjaldsskýrslu hefur ekki verið skilað eða henni er ábótavant og vörugjald því áætlað, nema aðili hafi greitt fyrir gjalddaga vörugjaldsins upphæð er til áætlunar svarar eða gefið fyrir lok kærufrests fullnægjandi skýringu á vafaatriðum. Álag skal vera 1% af þeirri upphæð sem vangreidd er fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%.
    Sé vörugjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Um ákvörðun og útreikning dráttarvaxta fer eftir vaxtalögum, nr. 25/1987, með síðari breytingum.

8. gr.


    9. gr. laganna orðast svo:
    Við skil á vörugjaldi í ríkissjóð er gjaldanda heimilt að draga frá það vörugjald sem hann hefur sannanlega greitt við kaup á hráefni og efnivöru til gjaldskyldrar framleiðslu á viðkomandi uppgjörstímabili, hvort sem varan er seld innan lands með vörugjaldi eða úr landi án vörugjalds.
    Sé vörugjald af aðföngum hærra á uppgjörstímabili en vörugjald af sölu skal mismunur endurgreiddur úr ríkissjóði. Hafi vörugjaldsskýrslu verið skilað á tilskildum tíma skal endurgreiðsla fara fram innan 15 daga frá lokum skilafrests.

9. gr.


    Við lögin bætist ný grein sem verður 10. gr. og orðast svo:
    Álagning vörugjalds er kæranleg, til tollstjóra ef um innflutta vöru er að ræða en til skattstjóra ef um innlenda framleiðsluvöru er að ræða, innan þrjátíu daga frá gjalddaga gjaldsins. Kæru skal fylgja skriflegur rökstuðningur. Innsend fullnægjandi vörugjaldsskýrsla skal tekin sem kæra þegar um er að ræða áætlanir skv. 3. mgr. 8. gr. Tollstjóri eða skattstjóri skal kveða upp skriflegan rökstuddan úrskurð um kæruna og tilkynna hann í ábyrgðarbréfi innan þrjátíu daga frá lokum kærufrests.
    Gjaldskyldur aðili og ríkistollstjóri geta skotið úrskurði tollstjóra skv. 1. mgr. til ríkistollanefndar sem kveður upp fullnaðarúrskurð. Um kærufresti og málsmeðferð fer eftir ákvæðum 101. gr. tollalaga.
    Gjaldskyldur aðili og ríkisskattstjóri geta skotið úrskurði skattstjóra skv. 1. mgr. til yfirskattanefndar sem kveður upp fullnaðarúrskurð. Um kærufresti og málsmeðferð fer eftir ákvæðum 2.–7. mgr. 29. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

10. gr.


    10. gr. laganna, sem verður 11. gr., orðast svo:
    Að því leyti sem eigi er ákveðið í lögum þessum um álagningu, gjaldskyldu, gjaldfrelsi, veð, sektir, viðurlög, refsingar og aðra framkvæmd varðandi vörugjald af innfluttum gjaldskyldum vörum skulu gilda, eftir því sem við geta átt, ákvæði tollalaga, svo og reglugerða og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim.
    Að því leyti sem ekki er kveðið á um álagningu, innheimtu, tilhögun bókhalds, framtöl, eftirlit, stöðvun atvinnurekstrar, viðurlög, sektir, refsingar og aðra framkvæmd varðandi vörugjald af innlendri framleiðsluvöru skulu gilda, eftir því sem við geta átt, ákvæði laga nr. 50/1988, svo og reglugerða og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim.

11. gr.


    Viðauki við lögin orðast svo:

Viðauki I við lög um vörugjald.


A.    Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða í vörugjald krónur fyrir hvert kílógramm af vörunni án umbúða, sem hér segir:

Tollskrárnúmer     kr./kg
Tollskrárnúmer
kr./kg Tollskrárnúmer kr./kg
    
0813.4001
80

0813.5001
80

0901.1100
32

0901.1200
32

0901.2101
40

0901.2109
40

0901.2201
40

0901.2209
40

0901.9000
40

0902.1000
40

0902.2000
40

0902.3000
40

0902.4000
40

0903.0000
40

0909.1001
80

0909.5001
80

1211.9001
80

1211.9002
80

1701.1100
30

1701.1200
30

1701.9101
30

1701.9102
30

1701.9103
30

1701.9104
30

1701.9105
30

1701.9106
30

1701.9107
30

1701.9109
30

1701.9901
30

1701.9902
30

1701.9903
30

1701.9904
30

1701.9905
30

1701.9906
30

1701.9907
30

1701.9909
30

1702.1100
30

1702.1900
30

1702.2000
30

1702.3001
30

1702.3002
30

1702.3009
30

1702.4001
30

1702.4002
30

1702.4009
30

1702.5000
30

1702.6000
30

1702.9001
30

1702.9002
30

1702.9003
30

1702.9004
30

1702.9009
30

1703.1002
30

1703.1009
30

1703.9009
30

1704.1000
65

1704.9001
65

1704.9002
65

1704.9003
65

1704.9004
65

1704.9005
65

1704.9006
65

1704.9007
65

1704.9009
65

1805.0001
15

1805.0009
15

1806.1000
65

1806.2001
65

1806.2003
65

1806.2004
65

1806.2005
65

1806.2006
65

1806.2009
65

1806.3101
65

1806.3109
65

1806.3201
65

1806.3202
65

1806.3203
65

1806.3209
65

1806.9011
15

1806.9012
15

1806.9019
15

1806.9023
65

1806.9024
65

1806.9025
65

1806.9026
65

1806.9027
65

1806.9028
65

1806.9029
65

1806.9039
65

1901.9011
15

1901.9019
15

1904.1001
40

1905.2000
40

1905.3011
40

1905.3019
40

1905.3021
40

1905.3029
40

1905.3030
40

1905.9030
20

1905.9060
20

2005.2003
20

2006.0011
12

2006.0012
12

2006.0019
12

2006.0021
12

2006.0022
12

2006.0023
12

2006.0029
12

2006.0030
12

2007.1000
12

2007.9100
12

2007.9900
12

2008.1101
12

2008.1109
12

2008.1900
12

2008.2001
12

2008.2009
12

2008.3001
12

2008.3009
12

2008.4001
12

2008.4009
12

2008.5001
12

2008.5009
12

2008.6001
12

2008.6009
12

2008.7001
12

2008.7009
12

2008.8001
12

2008.8009
12

2008.9100
12

2008.9201
12

2008.9209
12

2008.9901
12

2008.9902
12

2008.9909
12

2101.1100
80

2101.1201
80

2101.1209
80

2101.2001
80

2101.2009
80

2101.3001
80

2101.3009
80

2106.9021
400

2106.9022
30

2106.9023
80

2106.9024
80

2106.9025
80

2106.9026
80

2106.9031
25

2106.9039
80

2106.9041
25

2106.9042
25

2106.9048
25

2106.9049
25

2106.9061
65

2106.9062
12

2106.9063
30

3003.9001
65

3004.5004
65

3004.9004
65

3302.1002
70

3302.1029
65

3916.1001
10

3916.2001
10

3916.9001
10

3917.2101
10

3917.2201
10

3917.2301
10

3917.2901
10

3917.3201
10

3921.1101
10

3921.1201
10

3921.1902
10

3921.9002
10

4011.1000
20

4011.2000
20

4011.4000
20

4011.5000
20

4011.9100
20

4011.9900
20

4012.1000
20

4012.2000
20

4012.9000
20

4013.1000
20

4013.2000
20

4013.9000
20

4016.9922
20

4016.9925
20

4504.1005
10

4504.9003
10

4811.1000
10

4823.9005
10

6806.1009
10

7019.3101
10

7019.3901
10

7019.9003
10

7019.9009
10

B.    Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða í vörugjald krónur fyrir hvern lítra af vörunni sem hér segir:

Tollskrárnúmer     kr./l
Tollskrárnúmer
kr./l Tollskrárnúmer kr./l

2009.1101
9

2009.1109
9

2009.1901
9

2009.1909
9

2009.2001
9

2009.2009
9

2009.3001
9

2009.3009
9

2009.4001
9

2009.4009
9

2009.5001
9

2009.5009
9

2009.6001
9

2009.6009
9

2009.7001
9

2009.7009
9

2009.8001
9

2009.8009
9

2009.9001
9

2009.9009
9

2105.0011
9

2105.0019
9

2105.0021
9

2105.0029
9

2106.9011
9

2106.9019
9

2201.1000
9

2202.1001
9

2202.1002
9

2202.1009
9

2202.9001
9

2202.9002
9

2202.9009
9

2203.0001
9

2204.1001
9

2204.2111
9

2204.2121
9

2204.2151
9

2204.2161
9

2204.2131
9

2204.2141
9

2204.2911
9

2204.2921
9

2204.2931
9

2204.2941
9

2204.2951
9

2204.2961
9

2204.3001
9

2205.1001
9

2205.9001
9

2206.0001
9

2206.0009
9

2208.9009
9

2208.9091
9

2209.0000
9

3302.1021
9

3302.1030
9

C.     Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða 15% vörugjald:
    
3303.0001
3303.0002
3304.1000
3304.2000
3304.3000
3304.9100
3304.9900
3305.2000
3305.3000
3305.9000
3307.1000
3307.2000
3307.3000
3307.4100
3307.4900
3307.9002
3307.9009
3701.2000
3701.9109
3701.9909
3702.2000
3702.3100
3702.3200
3702.3909
3702.4402
3702.5100
3702.5200
3702.5300
3702.5400
3702.5500
3702.5600
3702.9100
3702.9200
3702.9300
3702.9400
3702.9500
3918.1001
3918.1002
3918.9011
3918.9019
3918.9021
3918.9029
3919.9010
3920.1002
3920.2001
3920.3001
3920.4101
3920.4202
3920.5101
3920.5901
3920.6101
3920.6201
3920.6301
3920.6901
3920.7101
3920.7301
3920.7901
3920.9101
3920.9401
3920.9902
3922.1000
3922.2000
3922.9001
3922.9009
3925.9002
3926.3001
4008.1101
4008.2101
4016.9100
4016.9918
4016.9919
4016.9925
4407.1001
4407.2101
4407.2201
4407.2401
4407.2501
4407.2601
4407.2901
4407.9101
4407.9201
4407.9901
4409.1001
4409.2001
4410.1101
4410.1901
4410.9001
4411.1101
4411.1901
4411.2101
4411.2901
4411.3101
4411.3901
4411.9101
4411.9901
4412.1301
4412.1401
4412.1901
4412.2201
4412.2301
4412.2901
4412.9201
4412.9301
4412.9901
4413.0001
4418.3000
4504.1002
4601.2000
4815.0000
5602.9001
5701.1000
5701.9000
5702.1000
5702.2000
5702.3100
5702.3200
5702.3900
5702.4100
5702.4200
5702.4900
5702.5100
5702.5200
5702.5900
5702.9100
5702.9200
5702.9900
5703.1001
5703.1009
5703.2001
5703.2009
5703.3001
5703.3009
5703.9001
5703.9009
5704.1000
5704.9000
5705.0001
5705.0009
5805.0000
5904.1000
5904.9100
5904.9200
6702.1000
6702.9000
6802.1000
6802.2109
6802.2209
6802.2309
6802.2909
6802.9109
6802.9209
6802.9309
6802.9909
6803.0000
6806.2000
6806.9001
6806.9009
6807.1001
6807.9001
6808.0000
6809.1101
6809.1901
6809.9001
6809.9009
6811.2001
6811.9001
6811.9009
6814.1000
6904.9000
6905.1000
6905.9000
6907.1000
6907.9000
6908.1000
6908.9000
6910.1000
6910.9000
7007.1101
7007.2101
7009.1000
7014.0001
7315.9001
7320.1000
7320.2001
7320.9001
7324.1000
7324.2100
7324.2900
7324.9000
7417.0000
7418.2000
7419.9904
8301.2000
8301.4001
8302.1001
8302.3000
8302.4901
8407.3100
8407.3200
8407.3300
8407.3400
8408.2000
8426.1201
8426.1900
8426.1209
8426.2000
8426.3000
8426.4101
8426.4109
8426.4900
8426.9100
8426.9900
8428.1001
8428.4000
8431.3100
8481.1000
8481.2000
8481.3000
8481.4000
8481.8000
8481.9000
8507.1000
8507.2000
8507.3009
8507.4000
8507.8000
8507.9000
8535.1000
8535.2100
8535.2900
8535.3000
8535.4000
8535.9000
8536.1000
8536.20008536.3000
8536.4100
8536.4900
8536.5000
8536.6100
8536.6900
8536.9000
8537.1009
8537.2000
8538.1000
8538.9000
8539.1000
8539.2100
8539.2200
8539.2900
8539.3100
8539.3200
8539.3900
8539.4000
8539.4100
8539.4900
8539.9000
8540.1100
8540.1200
8540.2000
8540.4000
8540.5000
8540.6000
8540.7100
8540.7200
8540.7900
8540.8100
8540.8900
8540.9100
8540.9900
8544.1100
8544.1900
8544.2009
8544.3000
8544.4100
8544.4900
8544.5100
8544.5900
8544.6000
8544.7000
8714.1100
8714.1900
8716.8001
8716.8009
8716.9009
9007.1100
9007.1900
9007.2100
9007.2009
9007.9100
9007.9200
9405.1001
9405.1009
9405.2001
9405.2009
9405.3000
9405.4001
9405.4009
9405.5000
9405.6001
9405.6009
9405.9101
9405.9109
9405.9201
9405.9202
9405.9209
9405.9901
9405.9909
9405.9910
9405.9921
9405.9929
D.     Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða 20% vörugjald:

7321.1100
7321.1200
7321.1300
7321.8100
7321.8200
7321.8300
7321.9000
8418.1001
8418.2100
8418.2200
8418.2900
8418.3001
8418.4001
8418.6101
8418.6901
8421.1201
8421.3901
8422.1100
8433.1100
8433.1900
8450.1100
8450.1200
8450.1900
8450.9000
8451.1009
8451.2100
8451.3001
8476.1100
8476.1900
8476.2100
8476.2900
8476.8100
8476.8900
8476.9000
8479.6001
8479.8901
8511.1000
8511.2000
8511.3000
8511.4000
8511.5000
8511.8000
8511.9000
8516.5000
8516.6001
8516.6002
8516.6009
8516.7901
8516.7909
8516.8001
8544.3000
8545.9001
8708.1000
8708.2900
8708.3100
8708.3900
8708.4000
8708.5000
8708.6000
8708.7000
8708.8000
8708.9100
8708.9300
8708.9400
8708.9900
9608.1000
9608.2000
9608.3100
9608.3900
9608.4000
9608.5000
9608.6000
9608.9100
9608.9900
9609.1000
9609.2000
9609.9000
E.     Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða 25% vörugjald:

8517.1901
8518.2109
8518.2209
8518.2900
8518.3000
8518.4009
8518.5009
8518.9000
8519.1000
8519.2100
8519.2900
8519.3100
8519.3900
8519.4000
8519.9100
8519.9200
8519.9300
8519.9901
8519.9902
8519.9909
8520.1000
8520.2000
8520.3100
8520.3200
8520.3300
8520.3900
8520.9001
8520.9009
8521.1021
8521.1029
8521.9021
8521.9029
8522.1000
8522.9000
F.     Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða 30% vörugjald:

8527.1201
8527.1209
8527.1301
8527.1302
8527.1309
8527.1900
8527.2101
8527.2102
8527.2109
8527.29008527.31018527.3102
8527.3109
8527.3200
8527.3900
8527.9009
8528.1202
8528.1209
8528.1302
8528.1309
8528.2109
8528.2209
8528.3009
8529.1009
8529.9009
8543.8001
8543.8901
8543.9001
9301.0000
9302.0000
9303.1000
9303.2000
9303.3000
9303.9009
9304.0000
9305.1000
9305.2100
9305.2900
9305.9000
9306.1000
9306.2100
9306.2900
9306.3009
9306.9009
9307.0000

12. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1996. Ákvæði þeirra skulu taka til allra vara sem þá eru ótollafgreiddar, þó ekki vara sem afhentar hafa verið með bráðabirgðatollafgreiðslu.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Allir þeir sem framleiða eða flytja til landsins vöru sem skattskyld er samkvæmt lögum þessum og eru ekki skráðir á vörugjaldsskrá skv. 2. mgr. 4. gr. við gildistöku laga þessara skulu tilkynna innan 15 daga frá því að lög þessi öðlast gildi um rekstur sinn og starfsemi til skattstjóra eða tollstjóra þar sem þeir eiga lögheimili.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


1.     Inngangur.
    Hinn 20. mars 1994 gerði Eftirlitsstofnun EFTA (EFTA Surveillance Authority, skammstafað ESA) formlega athugasemd við álagningu vörugjalds hér á landi. Stofnunin taldi að lög nr. 97/1987, um vörugjald, samræmdust ekki að öllu leyti ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Tilefni þess að ESA hóf rannsókn á íslensku vörugjaldslögunum var kæra frá innlendum hagsmunaaðilum. Íslensk stjórnvöld gerðu stofnuninni ítarlega grein fyrir gjaldtökunni, bæði skriflega og á fundum. Þrátt fyrir að ýmsar skýringar stjórnvalda hafi verið teknar til greina af stofnuninni gaf hún út rökstutt álit (Reasoned Opinion) 21. júní 1995 um málið þar sem gerðar voru athugasemdir við tvö atriði í álagningu vörugjalds, þ.e. sérstakt 25% álag á gjaldstofn innfluttrar vöru og mismunandi greiðslufresti á vörugjaldi af innfluttum vörum og innlendum framleiðsluvörum. Hefur ESA nú kært málið til EFTA-dómstólsins. Af Íslands hálfu hefur stofnuninni verið tilkynnt að gerðar verði breytingar á lögum um vörugjald til að mæta þessum athugasemdum.
    Ríkisstjórnin ákvað nú fyrir skömmu að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um vörugjald. Frumvarpið felur í sér ýmsar breytingar á álagningu vörugjalds. Í fyrsta lagi er lagt til að magngjald verði lagt á sælgæti, drykkjarvörur, sykur og fleiri matvæli og að gjaldið reiknist sem krónur á hvert kílógramm eða á hvern lítra vörunnar, í stað þess verðgjalds sem nú er lagt á. Fjárhæð gjaldsins verður miðuð við að gjald á þessar vörur lækki að jafnaði. Þá kemur magngjald einnig í stað verðgjalds á hjólbarða og einangrunarefni. Í öðru lagi verður vörugjald fellt niður af nokkrum vöruflokkum. Í þriðja lagi verður verðgjald á ýmsar aðrar vörur, sem nú bera vörugjald, samræmt og gjaldflokkum fækkað. Verðgjaldið mun framvegis verða reiknað af tollverði innfluttrar vöru og verksmiðjuverði innlendrar framleiðsluvöru. Í fjórða lagi verður frestur til greiðslu á vörugjaldi hinn sami vegna innfluttrar vöru og innlendrar framleiðslu.
    Gera má ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs muni lækka um u.þ.b. 450 milljónir króna við þessa breytingu. Til þess að mæta því tekjutapi verður lagt til að dregið verði úr endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu við íbúðarhúsnæði sem nemur sömu fjárhæð.
    Þessar breytingar ættu að leiða til nokkurrar lækkunar á verði á þeim vörum sem vörugjald nær til. Er áætlað að lækkun gjaldsins svari til um 1,5% lækkunar á verði þeirra að meðaltali, eða um 0,5% lækkunar á innfluttum vörum en um 3,7% lækkunar á innlendri vörugjaldsskyldri framleiðslu sem styrkist í samkeppnisstöðu með þessum breytingum. Verðáhrifin eru nokkuð mismunandi milli einstakra vörutegunda, sbr. töflu á bls. 10–11.
    Ríkisstjórnin stefnir að frekari lækkun vörugjalda um 350 milljónir króna í tengslum við samræmingu á tryggingargjaldi á milli atvinnugreina sem ríkisstjórnin mun undirbúa á næstunni og koma mun til framkvæmda á næstu árum. Í þeim áfanga er reiknað með frekari lækkun magngjalda, lækkun hæstu flokka verðgjalds og að vörugjaldsskyldum vörum fækki.

2.     Lög nr. 97/1987, um vörugjald.
    Lög nr. 97/1987, um vörugjald, voru sett sem hluti af kerfisbreytingu sem gerði ráð fyrir að tollkerfið yrði í stórum dráttum byggt á tveimur tekjustofnum, almennum tollum og vörugjaldi, í stað margra smærri tekjustofna. Þá var til einföldunar tekið upp það nýmæli að miða gjaldstofn vörugjalds við heildsöluverð vöru, hvort sem um var að ræða innflutta vöru eða vöru framleidda innan lands. Áætluð heildsöluálagning var tekin upp við ákvörðun gjaldstofns á innfluttri vöru þannig að gjaldstofn við innflutning varð tollverð að viðbættum tollum auk 25% áætlaðrar heildsöluálagningar. Þá varð jafnframt sú breyting að þeir aðilar, sem annast heildsöludreifingu innlendrar framleiðslu, urðu gjaldskyldir með sama hætti og framleiðendurnir sjálfir.
    Samkvæmt lögum nr. 97/1987 er vörugjaldið verðgjald sem greiða ber af tilteknum innfluttum vörum og vörum sem framleiddar eru, unnið er að eða pakkað er hér á landi. Gjaldflokkar vörugjalds eru sjö og er hlutfall gjaldsins 6, 11, 16, 18, 20, 25 eða 30% af verði. Gjaldstofn innfluttra vara er tollverð þeirra samkvæmt tollalögum auk 25% áætlaðrar heildsöluálagningar. Gjaldstofn af innlendum framleiðsluvörum er hins vegar heildsöluverð vöru, þ.e. það verð sem greitt er eða greiða ber við sölu vörunnar til smásala.
    Vörugjaldi, ásamt vörugjaldsskýrslu, skal skila eigi síðar en á gjalddaga. Gjalddagi vörugjalds er fimmti dagur þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils vegna sölu eða afhendingar á því tímabili. Sé vörugjald ekki greitt á gjalddaga reiknast álag, sem nemur 2% af þeirri upphæð sem vangreidd er, fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 20%. Sé vörugjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga reiknast dráttarvextir af því sem gjaldfallið er. Gjaldanda er heimilt að draga frá innheimtu gjaldi af sölu það vörugjald sem hann hefur sannanlega greitt við kaup á hráefni og efnivöru til gjaldskyldrar framleiðslu á viðkomandi uppgjörstímabili.

3.     Athugasemdir ESA.
    Í athugasemdum ESA eru ekki gerðar almennar athugasemdir við álagningu skatta eða gjalda hér á landi í formi almennra vörugjalda. Það þýðir að lög nr. 97/1987 eru að mati stofnunarinnar ekki andstæð ákvæðum 14. gr. EES-samningsins, enda verði þeim breytt í samræmi við vilja hennar.
    Hins vegar eru í áliti ESA gerðar sérstakar athugasemdir við tvö atriði í framkvæmd vörugjalds hér á landi. Stofnunin telur þau ósamrýmanleg EES-samningnum þar sem þau feli í sér mismunun við skattlagningu á innlendri framleiðsluvöru annars vegar og á innfluttri vöru hins vegar. Það álit byggist meðal annars á lögskýringargögnum og dómaframkvæmd sambærilegra ákvæða í stofnsáttmála Evrópusambandsins.
    Athugasemdir ESA varða eftirfarandi atriði í vörugjaldslögunum:
    Mismunandi gjaldstofn er fyrir innfluttar vörur og innlendar framleiðsluvörur: Skv. 5. gr. laga nr. 97/1987 er 25% áætlað heildsöluálag lagt á tollverð innfluttra vara að viðbættum tollum. Aftur á móti er ekki um sambærilegt álag að ræða á gjaldskyldar vörur sem framleiddar eru innan lands eða fengið hafa einhverja vinnslumeðferð hér á landi, heldur miðast gjaldstofn þeirra að jafnaði við raunverulegt heildsöluverð hverju sinni samkvæmt reikningi.
    Greiðslufrestur vörugjalds er mismunandi eftir því hvort um er að ræða innfluttar vörur eða innlendar framleiðsluvörur: Skv. 7. gr. laga nr. 97/1987 ber að greiða gjald af innfluttum vörum við tollafgreiðslu, en í 8. gr. er kveðið á um lengri greiðslufrest af vörum sem framleiddar eru hér á landi.

4.     Efni frumvarpsins.
    Í frumvarpi þessu er komið til móts við fyrrgreindar athugasemdir ESA, bæði hvað varðar mismunandi greiðslufrest og mismunandi gjaldstofn vörugjalds, eftir því hvort um er að ræða innfluttar vörur eða innlendar framleiðsluvörur.
    Lagt er til að greiðslufrestur vegna vörugjalds af innfluttum vörum og innlendum framleiðsluvörum verði samræmdur með því að lengja greiðslufrest á vörugjaldi af innfluttum vörum en stytta greiðslufrest á gjaldi af innlendum framleiðsluvörum. Gert er ráð fyrir að uppgjörstímabil allra gjaldskyldra aðila verði tveir mánuðir og gjalddagi 15. dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Þá er gert ráð fyrir að uppgjörstímabil færist til frá því sem nú er þannig að t.d. desember og janúar myndi eitt uppgjörstímabil í stað janúar og febrúar áður.
    Þær leiðir, sem taldar hafa verið koma til greina til að breyta lögum nr. 97/1987 til samræmis við athugasemdir ESA um mismunandi gjaldstofn af innfluttum vörum og af innlendum framleiðsluvörum, eru eftirfarandi:
    Að miða gjaldstofn vörugjalds við verksmiðjuverð: Það mundi þýða að við innflutning yrði vörugjald lagt á tollverð hinnar innfluttu vöru að viðbættum tollum, en án áætlaðrar heildsöluálagningar. Gjaldstofn innlendrar framleiðslu yrði hins vegar söluverð vöru frá framleiðanda hennar. Gjaldendur yrðu því að öllu jöfnu innflytjendur og innlendir framleiðendur. Með þessu móti yrði áætluð heildsöluálagning í tolli afnumin og þar með komið til móts við athugasemdir ESA.
    Að miða gjaldstofn við heildsöluverð: Þá yrði endanleg gjaldskylda á heildsölustigi, bæði hvað varðar innfluttar vörur og vörur sem framleiddar eru innan lands. Með þessu væri unnt að afnema áætlaða heildsöluálagningu í tolli til samræmis við athugasemdir ESA og leggja raunverulegt heildsöluverð til grundvallar gjaldtökunni. Hins vegar mundi þetta leiða til mikillar fjölgunar á gjaldskyldum aðilum og gera eftirlit og framkvæmd dýrari og flóknari.
    Að miða gjaldstofn við smásöluverð: Með þeirri leið yrði komið til móts við athugasemdir ESA varðandi áætlaða heildsöluálagningu þar sem ekki þyrfti að leggja á áætlað álag í tolli. Á hinn bóginn yrði mikil fjölgun á gjaldskyldum aðilum. Samhliða því ykist kostnaður gjaldskyldra aðila, sem og stjórnvalda, vegna meira umstangs og fyrirhafnar við innheimtu og skil á gjaldinu.
    Að breyta vörugjaldi úr verðgjaldi í magngjald: Þessi leið þýðir að gjaldstofn vörugjalds yrði ekki verðmæti vörunnar eins og nú er heldur magn hennar, þ.e. gjaldið reiknast sem ákveðin krónutala á tiltekið magn vöru. Skil gjaldsins færu þá fram við innflutning eða hjá framleiðanda innlendrar vöru. Með þessari leið yrði komið til móts við athugasemdir ESA þar sem ekki þyrfti að koma til áætlun á gjaldstofni. Þá yrði framkvæmdin tiltölulega einföld. Þessari aðferð er þó einungis hægt að beita á hluta þeirra vörutegunda sem eru gjaldskyldar samkvæmt núgildandi vörugjaldslögum. Magngjald á t.d. illa við varðandi rafmagnstæki þar sem þyngd segir lítið um innihald eða gæði.
    Í frumvarpi þessu er lagt til að síðasttalda leiðin, þ.e. að breyta vörugjaldi í magngjald, verði farin í þeim tilvikum þar sem það er unnt. Þannig verði þyngd eða rúmmál vöru, mælt í kílógrömmum eða lítrum, gjaldstofn vörugjalds í stað þess að gjaldið sé reiknað af verðmæti vörunnar. Lagt er til að magngjald verði lagt á sælgæti, drykkjarvörur, sykur og fleiri matvæli og að gjaldið reiknist sem krónur á hvert kílógramm eða á hvern lítra vörunnar, í stað verðgjalds sem nú er lagt á sem hlutfall af verði. Er fjárhæð gjaldsins miðuð við það að gjöld á þessar vörur lækki að jafnaði. Þá verður magngjald einnig látið koma í stað verðgjalds á hjólbarða og einangrunarefni.
    Gert er ráð fyrir að vörugjald verði áfram lagt á sem verðgjald, þ.e. tiltekið hlutfall af verðmæti vörunnar, ef ekki er unnt að leggja á magngjald. Gjaldstofn innfluttrar vöru verður í þeim tilvikum tollverð að viðbættum tollum en án áætlaðrar heildsöluálagningar, en gjaldstofn innlendrar framleiðsluvöru verður verksmiðjuverð hennar.

5.     Magngjöld.
    Eins og fram hefur komið varð sú leið fyrir valinu að taka upp magngjöld á flestar þær vörur, þar sem því verður við komið. Með magngjöldum er komist hjá erfiðleikum við að finna sambærilegan gjaldstofn fyrir innlenda og erlenda framleiðslu. Magngjöld hafa einnig þann kost að þau eru einföld í framkvæmd og fela ekki í sér möguleika á undanskotum með röngum verðupplýsingum sem talið er að hætta sé á ef verðgjöld eru há. Ókostur við magngjöld er að þau geta raskað verðhlutföllum ef verðmunur er mikill á sams konar vörum og gjöldin eru há í hlutfalli við verð. Leggjast þau þá af meiri þunga á ódýra vöru en dýra. Var því leitast við að halda magngjöldum eins lágum og unnt var.
    Röskun verðhlutfalla er ekki einskorðuð við magngjöld. Augljóst er að álagning gjalda á heildsöluverð en þó einkum á verksmiðjuverð og innflutningsverð getur haft mjög mismunandi áhrif á lokaverð vöru eftir því hvernig verðlagningu hennar er háttað. Þannig hafa innlendir framleiðendur talið að núverandi kerfi fæli í sér mismunun innlendrar framleiðslu og innflutnings innlendu framleiðslunni í óhag. Þær upplýsingar, sem fram komu við undirbúning þessa frumvarps, renna stoðum undir þessa skoðun. Kemur þetta m.a. fram í því að við breytingu í magngjöld lækkar álagning á innlenda vöru meira en á erlenda sem bendir til þess að heildsöluálagning hafi í reynd verið meiri en þau 25% sem gjaldtökukerfið gerði ráð fyrir.
    Magngjöld eins og lagt er til í frumvarpi þessu að tekin verði upp eru engin nýjung, hvorki hér á landi né erlendis. Magngjöldum var beitt í talsverðum mæli áður fyrr og hafa þau lengi verið þekkt í tollakerfum ýmissa landa. Með tollalagabreytingum hér og víða erlendis í kjölfar WTO-samningsins á síðasta ári varð mikil aukning magngjalda. Má segja að þau séu ríkjandi gjaldform fyrir tolla á landbúnaðarvörum og matvörum í mörgum ríkjum Vestur-Evrópu.
    Magngjöld eru ekki einungis notuð sem hluti af tollum. Segja má að þar sem skattar eru lagðir á vörur umfram virðisaukaskatt sé algengast að það sé gert í formi magngjalda og er svo í einhverjum mæli í öllum ríkjum Vestur-Evrópu. Þannig leggja t.d. öll ríki ESB vörugjöld í því formi á vissar vörutegundir eins og áfengi, tóbak og olíuvörur og í reynd á sykur. Til viðbótar við það leggja einstök lönd vörugjöld á aðrar vörur, fyrst og fremst sykurvörur, sætindi og drykkjarvörur, í formi magngjalda en sem hlutfallsgjald þegar um er að ræða aðrar iðnaðarvörur.
    Hér á landi eru þegar lögð magngjöld á bensín og áfengi auk þess sem tollar á landbúnaðarvörur eru að hluta til í formi magngjalda.
    Fjárhæð magngjaldanna, eins og tillaga er gerð um í frumvarpi þessu var ákveðin með hliðsjón af meðaltali þeirra gjalda sem leggjast á viðkomandi vöru samkvæmt núverandi fyrirkomulagi og með tilliti til þess að heildarálagning minnkaði. Var það gert bæði með það í huga að raska verðhlutföllum sem minnst ódýrari vöru í óhag og með það almenna sjónarmið að æskilegt sé að draga úr sértækri neysluskattlagningu. Í því efni eru þó einnig þau sjónarmið til staðar að slík skattlagning sé réttlætanleg og æskileg í þeim tilgangi að beina neyslu frá vörum sem taldar eru óhollar og skaðlegar fyrir neytendur eða umhverfið. Sérstök skattlagning sykurvöru, sætinda og gosdrykkja hefur t.d. verið studd slíkum rökum. Hér á eftir fer yfirlit yfir helstu vöruflokka sem lagt er til að magngjöld verði lögð á:

Kaffi og te.
    Óbrennt kaffi, 32 kr./kg.
    Brennt kaffi, 40 kr./kg.
    Te, 40 kr./kg.
    Ýmislegt til lögunar á seyði, 80 kr./kg.
    Núverandi gjald svarar til um 25 kr. á kg af kaffi og 50 kr. á kg af tei. Til samanburðar má geta þess að í Danmörku eru vörugjöld á kaffi og te 50 til 60 kr. á kg.

Efni með kakói til framleiðslu á drykkjarvörum.
    Gjald þetta er svipað og nú, 15 kr./kg.

Safar, gosdrykkir, óáfeng vín.
    9 kr./l.
    Núverandi gjald á gosdrykki er að jafnaði um 12 kr./l, en nokkru hærra á safa. Lækkun á gosdrykki yrði því nálægt 30% en nokkuð meiri á söfum. Í Danmörku eru gjöld á svaladrykki 9–10 kr./l og í Noregi 11–12 kr./l.

Sykur.
    30 kr./kg.
    Núverandi gjald er að jafnaði um 15 kr. á kg. Hækkunin skilar sér ekki nema að hluta sem tekjur þar sem gjaldið er endurgreitt af vörum sem notaðar eru í gjaldskylda framleiðslu. Í Danmörku eins og í ESB er lagður tollur á sykur við innflutning til bandalagsins og innan þess eru lögð gjöld á sykurframleiðslu. Sykur er þannig gjaldlagður beint og það gjald skilar sér líka í framleiðslu sem sykur er notaður í þar sem gjaldið er ekki endurgreitt vegna sölu innan lands. Tollar ESB á sykur eru 40–50 kr. á kg. Gjald á sykur í Noregi er um 40 kr. á kg.

Sælgæti.
    65 kr./kg.

Ís og mjólkurdrykkir.
    9 kr./l.
    Gjald á innflutt sælgæti svarar til að jafnaði um 64 kr. á kg en er talið vera nálægt 90 kr. á kg á innlenda framleiðslu. Lækkun á innlenda framleiðslu yrði því um 1 / 3 en nokkru minni á erlenda framleiðslu. Gjöld á samsvarandi vöru í Danmörku eru um 145 kr. á kg af sælgæti og um 35 kr. á kg af ís. Í Noregi er gjald á sælgæti um 125 kr. á kg.

Kökur og sætakex.
    40 kr./kg.

Nasl og saltkex
.
    20 kr./kg.

Niðursoðnir ávextir, sultur o.fl.
    12 kr./kg.
    Gjöld þessi eru svipuð álagningu á þessar vörur að jafnaði.

Einangrunarplast, glerull, steinull.

    10 kr./kg.
    Gjald á þessar vörur er nú nokkuð hærra.

Hjólbarðar og gúmmívörur.
    20 kr./kg.
    Gjaldið er svipað og nú er.

6.     Verðgjöld.
    Frumvarpið gerir ráð fyrir að verðgjöldum verði haldið á þeim vöruflokkum í vörugjaldskerfinu sem magngjöld verða ekki lögð á og vörugjald er ekki fellt af. Sú breyting er gerð frá núverandi fyrirkomulagi að gjaldstofninn verður tollverð vöru, þ.e. cif-verð hennar án þess álags sem nú er notað.
    Vörugjöld eru nú í sjö flokkum frá 7,5% til 37,5% þegar 25% álagið er meðtalið. Allar vörur, sem nú eru í lægsta flokknum, verða andlag magngjalda eða falla úr vörugjaldskerfinu. Gert er ráð fyrir að aðrar vörur verði settar í fjögur gjaldþrep, 15%, 20%, 25% og 30%. Hér á eftir fer yfirlit yfir helstu vöruflokka í hverju þrepi og hvaða gjöld eru á þeim nú. Þá eru taldir upp þeir vöruflokkar þar sem vörugjöld verða felld niður.

Verðgjaldsflokkar (núverandi gjald í sviga):
Gjaldflokkur 1,15%
    Rafmagnsvír (13,75)
    Raflagnaefni og lampar (13,75)
    Lampaefni og perur (25)
    Gólfefni, veggklæðingar (13,75)
    Bílavarahlutir, vélar og tæki (13,75)
    Snyrtivörur (13,75)
    Filmur (20)

Gjaldflokkur 2,20%
    Bílavarahlutir (20)
    Eldunarbúnaður (25)
    Frystitæki (25)
    Þvottavélar (25)
    Ofnar (13,75)
    Ritföng (25)

Gjaldflokkur 3,25%
    Mynd- og hljómflutningstæki (25)

Gjaldflokkur 4,30%
    Mynd- og hljómflutningstæki (37,5)
    Útvörp og segulbönd (37,5)
    Byssur og skotfæri (31,25)

Gjald fellt af:
    
Málning og litarvörur (7,5 og 13,75)
    Bárujárn, grindur o.fl. (13,75)
    Veggfóður (13,75)
    Minni rafmagnsvörur til heimilisnota (25)
    Sjampó (13,75)
    Kveikjarar o.fl. (25)

7.     Áhrif á tekjur og verðlag.
    Á árinu 1995 námu tekjur af vörugjöldum rúmlega 2,8 milljörðum kr. Þar af fengust um 2 milljarðar kr. af innflutningi en af innlendri framleiðslu var skilað tæplega 900 m.kr. Gjaldstofn vörugjalda við innflutning að frátöldum aðföngum til innlendrar gjaldskyldrar framleiðslu var um 11 milljarðar kr. og álögð gjöld um 2 milljarðar kr. þannig að meðalgjaldið var um 18%. Gjaldstofn innlendrar framleiðslu var um 6,3 milljarðar kr. og álögð gjöld um 900 m.kr. og meðalgjaldið var um 14,3%.
    Með þeim breytingum sem í frumvarpinu felast lækka vörugjöld nokkuð. Áætlað er að tekjur af innflutningi lækki um nálægt 80 m.kr. og verði tæplega 2 milljarðar kr. sem svarar til þess að gjaldið sé um 17,6%, reiknað á sama stofn og áður. Tekjur af innlendri framleiðslu lækka meira, eða um 270 m.kr. og verða því um 630 m.kr., eða sem svarar 10% af sama stofni og áður. Sé tekið tillit til þess sem fellt er úr kerfinu er þetta hlutfall um 12,7%.
    Í heild er áætlað að tekjur ríkissjóðs af vörugjaldinu sjálfu lækki um 350 m.kr. Því til viðbótar lækkar virðisaukaskattur af þessum vörum um rúmlega 100 m.kr., þannig að tekjutapið í heild verður um 450 m.kr.
    Lækkun vörugjalda í samræmi við framangreint ætti að leiða til lækkunar á þeim vörum sem um er að ræða. Skili lækkunin sér að fullu út í verðlag er áætlað að verð á þeim ætti að lækka um nálægt 1,5%. Lækkun á innfluttum vörum er þó minni eða um 0,6%, en um 3,7% á innlendri framleiðslu um 3,7%. Lækkunin verður misjöfn eftir vörutegundum, mest á þeim vörum sem falla út úr kerfinu.
    Í eftirfarandi töflu er gerð grein fyrir vörugjöldum, breytingum á þeim, áhrifum á tekjur og verðlag. Tölurnar eru miðaðar við innflutning og reiknuð gjöld af honum og sýna því smávægileg frávik frá þeim innheimtutölum sem nefndar hafa verið.
Magn, Gjaldstofn, Vörugjald Tekjur, Tekju- Áætl. verð-
Vöruflokkur tonn/stk. m.kr. 1995, m.kr. áætlaðar breyting breyting
Innflutningur:
Kaffi, te o.fl. 2.146 807 61 82 21 2,5%
Aðrar drykkjarvörur og efni til þeirra 3.845 790 170 129 -41 -4,3%
Sykur og kandís 12.486 516 187 375 187 26,6%
Sælgæti 1.951 550 124 126 2 0,3%
Kökur, kex og nasl 1.932 395 73 69 -4 -0,9%
Niðursoðnir ávextir, súpur o.fl. 2.272 303 23 28 5 1,5%
Málningarvörur 1.310 374 31 0 -31 -7,7%
Byggingarvörur o.fl. 3.154 818 106 96 -10 -1,1%
Raflagnaefni, lampar, perur o.fl. 1.497 1.739 265 261 -4 -0,2%
Hreinlætistæki, vaskar o.fl. 444 153 21 23 2 1,1%
Gólfefni, veggfóður o.fl. 10.700 1.289 180 192 12 0,8%
Bílavörur, rafgeymar, járn og gler 1.141 383 61 46 -15 -3,3%
Dekk og slöngur 2.826 714 57 57 -1 -0,1%
Vélar og hlutar í ökutæki stk. 1.757 303 303 0 0,0%
Heimilistæki stk. 1.927 580 483 -98 -3,9%
Snyrtivörur 1.042 824 113 108 -5 -0,6%
Filmurúllur o.fl. 74 107 21 16 -5 -4,2%
Byssur 114 43 13 13 -1 -1,0%
Ritföng 72 99 25 20 -5 -4,0%
Pípur og kveikjarar 16 14 3 0 -3 -20,0%
Samtals innflutningur 47.023 13.601 2.419 2.424 6 0,0%
Endurgreidd aðföng, áætlað -13.784 -2.520 -380 -468 -88
Samtals innflutt, nettó 33.238 11.081 2.039 1.956 -82 -0,6%
Innlend framleiðsla: tonn/þús .
Kaffi 667 217 13 27 14 6,0%
Öl og gosdrykkir 46.800 3.186 573 421 -152 -4,0%
Sælgæti og ís 5.100 1.433 210 164 -46 -2,8%
Kex og nasl 425 109 17 15 -2 -1,7%
Sultur og grautar 425 50 3 5 2 4,0%
Málning, sápur o.fl. 1.273 81 0 -81 -6,0%
Samtals innlent 6.268 898 632 -266 -3,7%
Samtals innflutt og innlent 17.349 2.937 2.738 -349 -1,6%
Virðisaukaskattur -107
Samtals tekjubreyting -456

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í þessari grein eru lagðar til smávægilegar breytingar á orðalagi 2. gr. laganna. Auk þess er kveðið á um að sala á gjaldskyldri vöru til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli teljist sala úr landi í skilningi laganna. Þessu ákvæði er fyrst og fremst ætlað að tryggja samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda gagnvart erlendum framleiðendum vegna vörukaupa varnarliðsins. Loks er lagt til að fellt verði brott ákvæði um að ákvæði tollalaga gildi um úrskurðarvald í ágreiningsmálum um tollflokkun vara.

Um 2. gr.


    Í greininni er kveðið á um breytingu á gjaldstofni vörugjalds. Gert er ráð fyrir að vörugjald reiknist með tvenns konar hætti, annars vegar sem tiltekin fjárhæð vegna tiltekins magns af vöru, ákvarðað eftir þyngd eða rúmmáli hennar, mælt í kílógrömmum eða lítrum (magngjald), en hins vegar sem tiltekið hlutfall af verðmæti hennar (verðgjald). Hér er um að ræða verulega breytingu frá núgildandi lögum, en í dag er vörugjald einungis innheimt sem verðgjald. Gert er ráð fyrir að gjaldflokkum verðgjalds verði fækkað úr sjö í fjóra og að gjaldið verði 15, 20, 25 og 30% af gjaldstofni.

Um 3. gr.


    Í þessari grein er lagt til að skylda til að greiða vörugjald af innlendri framleiðslu vöru hvíli eingöngu á framleiðanda hennar. Er það í samræmi við þá tilhögun að gjaldið leggist ætíð á við sölu frá framleiðanda.
    Sú breyting er gerð á 2. mgr. að aðilum, sem flytja til landsins vörur í atvinnurekstri, verður gert skylt að skrá starfsemi sína hjá tollstjóra á sama hátt og innlendum aðilum er skylt að gera samkvæmt núgildandi lögum. Telja verður breytingu þessa eðlilega með hliðsjón af því að innflytjendur munu greiða vörugjald á ákveðnum uppgjörstímabilum, sbr. 7. gr., en ekki við tollafgreiðslu eins og samkvæmt núgildandi lögum.

Um 4. gr.


    Lagt er til að gjaldstofn vörugjalds af innfluttum vörum verði tollverð þeirra að viðbættum tollum. Hins vegar verði 25% áætlaðri heildsöluálagningu ekki bætt við gjaldstofn eins og gert er samkvæmt núgildandi lögum. Þetta er í samræmi við þá breytingu að gjaldið verði ákvarðað af verði vörunnar við sölu frá framleiðanda, í stað heildsöluverðs. Með þessu er komið til móts við athugasemdir ESA vegna mismununar við álagningu vörugjalds á innfluttar vörur og innlendar framleiðsluvörur og tryggt að jafnræði ríki á milli innlendra og erlendra framleiðenda.

Um 5. gr.


    Í þessari grein er lagt til að gjaldstofn vörugjalds sem ákvarðast af verðmæti innlendrar framleiðsluvöru verði söluverð frá framleiðanda hennar. Þetta felur í sér verulega breytingu frá núgildandi lögum þar sem nú er miðað við heildsöluverð, þ.e. það verð sem greitt er eða greiða ber við sölu vörunnar til smásala.
    Í mörgum tilvikum kann að vera erfitt að ákvarða gjaldstofn vörugjalds með þessum hætti. Þannig getur framleiðandi vöru jafnframt selt vöruna í heildsölu eða smásölu. Því er kveðið á um hvernig ákvarða skuli gjaldstofn í slíkum tilvikum. Þannig skal fyrst ákvarða gjaldstofn út frá almennu gangverði við sölu á sömu eða sams konar vöru frá framleiðendum, en ef slíkt almennt gangverð liggur ekki fyrir skal gjaldstofn vera söluverð frá framleiðanda á sömu eða sams konar vöru í sambærilegum viðskiptum við óháða aðila. Þá er skattyfirvöldum heimilt að ákvarða gjaldstofn vörugjalds með fyrrgreindum hætti ef framleiðandi og kaupandi eru háðir hvor öðrum í skilningi 2. mgr. 8. gr. tollalaga, nr. 55/1987.

Um 6. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 7. gr.


    Í þessari grein er kveðið á um uppgjörstímabil vörugjalds. Lagt er til að uppgjörstímabil og gjalddagar þeirra verði hin sömu, hvort sem vara er innflutt eða framleidd hér á landi. Með þessu móti er brugðist við athugasemdum ESA við núgildandi lög, þess efnis að mismunandi greiðslufrestur á vörugjaldi af innfluttum vörum og innlendum framleiðsluvörum feli í sér mismunun. Gert er ráð fyrir að uppgjörstímabil allra gjaldskyldra aðila verði tveir mánuðir og gjalddagi fimmtándi dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Þó verður aðilum, sem flytja inn vörur til eigin nota, gert skylt að greiða vörugjald við tollafgreiðslu. Jafnframt er gert ráð fyrir að uppgjörstímabil færist til frá því sem nú er, þannig að t.d. desember og janúar myndi eitt uppgjörstímabil í stað janúar og febrúar áður.

Um 8. gr.


    Með ákvæðinu er gjaldanda heimilað, við skil á vörugjaldi í ríkissjóð, að draga frá innheimtu gjaldi af sölu það vörugjald sem hann hefur sannanlega greitt við kaup á hráefni og efnivöru til gjaldskyldrar framleiðslu eða sölu á viðkomandi uppgjörstímabili. Ekki er heimilt að draga frá vörugjald af aðföngum sem ekki varða beinlínis og eingöngu framleiðslu og sölu á gjaldskyldri vöru, þó svo að aðföngin varði reksturinn að öðru leyti. Uppgjör vörugjalds yrði samkvæmt þessu að vissu leyti með samsvarandi hætti og í virðisaukaskatti.

Um 9. gr.


    Í þessari grein er kveðið á um málsmeðferð vegna ágreinings um álagningu vörugjalds. Lagt er til að frestir verði samræmdir, en að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir breytingum frá núverandi framkvæmd.

Um 10. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 11. gr.


    Greinin þarfnast ekki frekari skýringa.

Um 12. gr.


    Greinin þarfnast ekki skýringa.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 97/1987,


um vörugjald, með síðari breytingum.


    Í frumvarpi þessu er lagt til að gjaldstofni vörugjalds af ýmsum vörum verði breytt og magngjald tekið upp fyrir flestar vörur þar sem því verður við komið. Jafnframt verði breytt álagningarhlutfalli vörugjalds af þeim vörum sem bera vörugjald í formi verðgjalds. Auk þess er lagt til að greiðslufrestur vegna vörugjalds af innfluttum vörum og innlendum framleiðsluvörum verði samræmdur með því að lengja greiðslufrest á vörugjaldi af innfluttum vörum en stytta greiðslufrest á gjaldi af innlendum framleiðsluvörum. Gert er ráð fyrir að uppgjörstímabil allra gjaldskyldra aðila verði tveir mánuðir og gjalddagi 15. dagur annars mánaðar eftir lok upppgjörstímabils.
    Frumvarpið hefur ekki í för með sér breytingu á fyrirkomulagi við álagningu og innheimtu vörugjalds. Þó verður að gera lítils háttar breytingar á hugbúnaði álagningaraðila. Gera verður ráð fyrir að kostnaður af þeim breytingum verði óverulegur.