Ferill 65. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 65 . mál.


869. Skýrsla



um útbreiðslu fíkniefna og þróun ofbeldis, samkvæmt beiðni.

(Lögð fyrir Alþingi á 120. löggjafarþingi 1995–96.)



Inngangur.
    Forsætisráðuneytið fór þess bréflega á leit við embætti lögreglustjórans í Reykjavík hinn 29. janúar sl. að það hlutaðist til um gerð skýrslu um útbreiðslu fíkniefna og þróun ofbeldis, en beiðni um slíka skýrslu hafði þá borist forsætisráðherra frá nokkrum alþingismönnum.
    Í skýrslubeiðni alþingismannanna er að finna mikinn fjölda spurninga og hefur embætti lögreglustjóra reynt eftir fremsta megni að veita við þeim greinargóð svör á þeim skamma tíma sem ætlaður er til gerðar svo yfirgripsmikillar skýrslu. Það olli nokkrum vandkvæðum við gerð skýrslunnar að upplýsingar, sem beðið er um eða eru nauðsynlegar til að hægt sé að veita viðhlítandi svör við einstökum spurningum, eru misjafnlega aðgengilegar og í sumum tilvikum ekki fyrir hendi. Kunna einhver svaranna að bera því vitni.
    Forsætisráðuneytið hefur ekki breytt að efni til svörum lögreglustjóraembættisins við einstökum spurningum. Hins vegar eru svör við spurningum nr. 21, 24 og 25 samin af nefnd sem ríkisstjórnin ákvað nýlega að skipa til að samræma störf ráðuneytanna á sviði fíkniefnamála, en spurningarnar varða m.a. stefnumótun ríkisstjórnar.
    Við gerð skýrslunnar leitaði embætti lögreglustjóra eftir samstarfi við ýmsa aðila er málið varðar og búa yfir gagnlegum upplýsingum, en meðal þeirra má nefna Fangelsismálastofnun ríkisins, Félagsmálastofnun Reykjavíkur, Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, embætti landlæknis, dómsmálaráðuneytið, Rannsóknarlögreglu ríkisins, Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála, ríkistollstjóraembættið, slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, dr. Helga Gunnlaugsson, lektor við Háskóla Íslands, og Þórodd Bjarnason, Norræna sakfræðiráðinu. Karl Steinar Valsson, afbrotafræðingur hjá embætti lögreglustjóra, hafði umsjón með gerð skýrslunnar.
    Færir forsætisráðuneytið þeim er komu að gerð skýrslunnar þakkir fyrir liðsinni þeirra.

I.


Útbreiðsla fíkniefna.



1.    Hvernig hefur þróun fíkniefnaneyslu verið hér á landi sl. fimm ár og hvernig má ætla að hún dreifist eftir aldurshópum, kyni og tegundum fíkniefna?
    Fíkniefnaneytendum hefur verið að fjölga og aldur neytenda hefur lækkað. Þetta er skoðun lögreglumanna sem vinna að fíkniefnamálum og kemur fram í ársskýrslu ávana- og fíkniefnadeildar árið 1994 og hefur verið ítrekað á árinu 1995. Sama skoðun kemur fram í ársskýrslu SÁÁ árið 1995.
    Hafa verður hugfast þegar verið er að meta stöðu fíkniefnamála að upplýsingar eru bundnar við þá einstaklinga sem lögreglan og meðferðarstofnanir hafa afskipti af. Víst er að fleiri eru í neyslu og dreifingu fíkniefna, sem ekki er nein vitneskja um hjá opinberum aðilum.
    Við mat á ástandi í fíkniefnamálum er oftast tekið mið af magni fíkniefna sem lagt er hald á af lögreglu- og tollyfirvöldum. Vissulega eru það sterkar vísbendingar um stöðu þessara mála, en varast ber að draga of sterkar ályktanir af því eingöngu. Aukið magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á undanfarið er áhyggjuefni og gefur vísbendingu um aukin umsvif á þessu sviði.
    Þau efni sem hafa verið ráðandi á fíkniefnamarkaðnum undanfarin fimm ár eru einkum hass og amfetamín, en síðan hafa komið tímabil þar sem mikið hefur borið á öðrum efnum, þá fremur í stuttan tíma. Dæmi um þau efni eru kókaín, LSD og E-töflur. Flest þessara efna eru seld hér á landi í dag þótt það sé einkum í lokuðum hópum. Mikil dreifing og neysla hefur t.d. verið undanfarin tvö ár á E-töflum, sérstaklega meðal fólks á aldrinum 16 til 20 ára.
    Ekki er unnt að svara því hvernig aldursdreifingu þeirra, sem höfð voru afskipti af undanfarin fimm ár, er háttað, þar sem gögn um það eru ekki aðgengileg. Hins vegar má sjá á meðfylgjandi töflum slíkar upplýsingar fyrir árið 1995. Að baki þessum tölum eru allir sem fengu dóm eða sátt í fíkniefnamálum á árinu 1995. Alls eru það 226 einstaklingar, 213 karlar og 13 konur. Fjölmennasti einstaki aldurshópurinn er 20 til 24 ára.

Dómar í fíkniefnamálum.
    Hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot er 10 ár, en enginn dómur hefur fallið sem hefur falið í sér hámarksrefsingu. Ef litið er á dómaþróun má sjá að fyrir innflutning á 1 kílói af hassi má vænta 3 mánaða fangelsisvistar og 5 mánaða fangelsisvistar fyrir 200 gramma innflutning af amfetamíni.
    Í töflunum hér á eftir má sjá fjölda þeirra einstaklinga sem hlotið hafa dóma vegna fíkniefnamála á árinu 1995. Einungis örfá þessara mála eru frá árinu 1993 eða 1994 en velflest eru framin, rannsökuð og dæmd á árinu 1995. Má því segja að vel hafi tekist til við að hraða meðferð þessara mála hjá lögreglu og dómskerfi og ber að hafa það í huga þegar metið er hvort brotum hafi fjölgað. Nokkrir einstaklingar komu oftar en einu sinni við sögu vegna fíkniefnabrota.

Dómar í fíkniefnamálum 1995.


Aldur                         

Hass

Amfetamín

Hass/amfetamín

E-töflur

LSD

Marijúana

Samtals


< 15 ára                    
0
0 0 0 0 0 0
15–19 ára               
9
5 2 1 1 0 18
20–24 ára               
14
11 11 3 0 0 39
25–29 ára               
2
6 4 2 1 0 15
30 ára >                    
24
12 8 1 1 2 48

Samtals                    
49
34 25 7 3 2 120

Dómar vegna sölu fíkniefna 1995.


Aldur                         

Hass

Amfetamín

Hass/amfetamín

E-töflur

LSD

Marijúana

Samtals


< 15 ára                    
0
0 0 0 0 0 0
15–19 ára               
3
1 0 1 0 0 5
20–24 ára               
2
4 2 2 0 0 10
25–29 ára               
0
3 0 0 0 0 3
30 ára >                    
10
0 2 0 0 0 12

Samtals                    
15
8 4 3 0 0 30

Dómar vegna neyslu fíkniefna 1995.


Aldur                         

Hass

Amfetamín

Hass/amfetamín

E-töflur

LSD

Marijúana

Samtals


< 15 ára                    
0
0 0 0 0 0 0
15–19 ára               
6
4 2 0 1 0 13
20–24 ára               
12
7 9 1 0 0 29
25–29 ára               
2
3 4 2 1 0 12
30 ára >                    
14
12 6 1 1 2 36

Samtals                    
34
26 21 4 3 2 90

    Þeir einstaklingar sem fá sáttir í fíkniefnamálum eru þeir sem höfð eru afskipti af og hafa í fórum sínum litla neysluskammta af efnum. Alls voru það 106 einstaklingar sem fengu sáttir vegna fíkniefnaneyslu árið 1995 og meðalsáttarupphæð var 25 þúsund krónur.

Sáttir í fíkniefnamálum 1995.


Aldur                         

Hass

Amfetamín

Hass/amfetamín

E-töflur

Marijúana

Samtals

Karlar

Konur


< 15 ára                    
0
0 0 0 0 0 0 0
15–19 ára               
28
8 2 1 1 40 36 4
20–24 ára               
25
11 5 2 1 44 42 2
25–29 ára               
2
3 1 0 1 7 6 1
30 ára >                    
10
3 1 0 1 15 14 1

Samtals                    
65
25 9 3 4 106 98 8

2.    Hvert má áætla að umfang neyslunnar sé:
         a) árin 1990–1995 samanborið við árin 1985–1990
         b) miðað við önnur norræn lönd?

    Því miður er erfitt að gera nákvæma úttekt á heildarstærð fíkniefnamarkaðar á Íslandi. Má telja að aðgengi að efnum hafi orðið greiðara og kemur það meðal annars fram í rannsókn á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála sem gerð var 1992 og endurtekin 1994 (sjá spurningu 12 hér á eftir). Því miður er ekki hægt að segja fyrir um það hversu mikil neyslan er, en upplýsingar um aðgengi að efnum gefa vísbendingu um að neytendahópurinn hafi verið að stækka á undanförnum árum. Áætla má aukningu á neyslu fíkniefna með hliðsjón af haldlögðum efnum. Ef árin 1985 til 1990 eru borin saman við síðastliðin fimm ár í þessu tilliti má sjá nokkra breytingu. Finna má aukningu á haldlögðu amfetamíni, meira ber á LSD og nýtt efni, E-töflur, kom á markað og hefur náð mikilli útbreiðslu. Þessi efni eru öll til viðbótar stöðugu framboði á hassi (kannabis) sem hefur verið ráðandi efni á íslenskum fíkniefnamarkaði undanfarinn áratug.
    Ef litið er til hinna norrænu landanna má greina svipaða þróun þar fyrir nokkrum árum og hefur verið að gerast hér á landi. Það sem einkum einkennir Norðurlöndin er mikið framboð og neysla á hassi (kannabis) og amfetamíni. Önnur efni virðast koma tímabundið inn á fíkniefnamarkaðinn, sum ná þar nokkurri festu en önnur ekki. Sömu vandamál eru í öllum löndum þegar verið er að reyna að meta neyslumagn í hverju landi fyrir sig. Það má segja að þær tölur sem einkum hefur verið byggt á og segja vissa sögu eru svonefndar haldlagningartölur frá lögreglu. Sammerkt öllum norrænu löndunum er hversu skipulagður heimur fíkniefnaviðskipta virðist vera orðinn. Sú þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum. Flestir telja að Danmörk gegni lykilhlutverki og stórum hluta af fíkniefnum sem fara á markað á Norðurlöndum sé dreift þaðan.
    Ef reynt er að sjá greinarmuninn á markaði hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum má sjá að heróín virðist hafa mikla útbreiðslu t.d. í Danmörku, en hefur ekki náð neinni fastri útbreiðslu hér á landi. Danir tala um að þau vandamál sem fylgja heróínneyslu séu sérstaklega alvarleg og reyna að sporna gegn frekari útbreiðslu þess efnis.
    Viðskipti með fíkniefni eru mun skipulagðari hér á landi nú en áður. Það er hægt að vænta mikils hagnaðar af þessum viðskiptum og verð efna, t.d. í Hollandi, er svo lágt samanborið við íslenskan markað að ekki þarf mikla fjármuni til að hafa af viðskiptunum umtalsverðan hagnað.
    Hinu má ekki gleyma að efnin hafa einnig breyst mikið á undanförnum árum. Til dæmis hefur magn THC (tetrahýdrókannabínól) sem er vímugefandi efnið í kannabis aukist verulega. Fyrir kannabisplöntur sem ræktaðar eru utan dyra er THC-magn um 5% og hefur hækkað úr því að vera 2%. Hins vegar er THC-magnið almennt mun hærra í þeim plöntum sem ræktaðar eru innan dyra (oft við sérstakar aðstæður) og hefur mælst allt að 24%. Mikil aukning hefur verið á kannabisefnum með háu THC-innihaldi, sem bendir til aukinnar ræktunar innan dyra. (Skýrsla Sameinuðu Þjóðanna 1995 um ástand í fíkniefnamálum – International Narcotics Control Board – Vienna). Það sem þessar staðreyndir segja okkur er að fíkniefnasala hefur ekki eingöngu aukist að magni til heldur er samsetning þeirra, þ.e. efnisblanda þeirra, mun skaðlegri nú en áður var.

3.    Hversu mikið má áætla að flutt hafi verið inn af ólöglegum fíkniefnum sl. 10 ár, hvert er verðmæti þeirra og hve mikið hefur verið gert upptækt á því tímabili?
    Mjög erfitt er að segja til um magn þeirra fíkniefna sem flutt hafa verið til landsins. Erlend lögreglulið hafa oft notað þá viðmiðun að hald sé lagt á um 10% þeirra efna sem koma inn í landið. Ekki er víst að sú tala sé raunhæf hér á landi, en mikilsvert er að afla vitneskju um hvesu mikið af fíkniefnum er á markaði hér á landi.

Yfirlit yfir haldlögð fíkniefni sl. 10 ár.


Haldlögð efni          
1985
1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995
Hass/gr                    
8906
10383 14916 19170 9321 6760 5167 20650 17699 20235 10933
Marijúana/gr          
574
273 236 55 48 74 94 332 86 93 305
Hassolía                    
0
0 963 105 4 0 8 0 42 0 0
Kannabisplön/stk.     
27
0 16 31 13 15 40 36 53 109 221
Amfetamín/gr          
970
0 365 640 198 199 1563 1638 3375 783 5146
Kókaín/gr               
24
1698 534 100 747 206 206 1295 14 317 143
LSD/stk.                    
2223
8 0 6 694 58 5 91 69 369 11
Heróín/gr               
0
2 0 0 0 0 0 0 0 2 0
Sveppir/gr               
0
0 0 0 0 0 91 144 743 813 158
E-töflur/stk.               
0
0 0 0 0 0 0 8 1 22 1820
Lyf/Sterar/stk.          
0
0 0 0 0 0 4196 357 1235 16232 47644

    Í töflunni hér að framan má sjá yfirlit yfir haldlögð fíkniefni frá árinu 1985. Af þessari töflu má sjá aukningu á haldlögðu amfetamíni. Ef tekið er mið af svonefndu götuverði á amfetamíni þá er verðmæti þess magns sem lagt var hald á árið 1995 um 20 milljónir króna og þeirra 10 kílóa, sem lagt var hald á af hassi, um 15 milljónir. Sala á E-töflum hefur verið mjög mikil; ein slík tafla er seld á 3 til 5 þúsund krónur og því er götuverðmæti þeirra 1820 taflna sem lagt var hald á um 6 til 9 milljónir. Þá er vert að benda sérstaklega á að mikil aukning hefur orðið á ræktun kannabisplantna hér á landi á undanförnum árum. Eins og hér kemur fram var lagt hald á 221 slíka plöntu á síðasta ári sem er mikil aukning frá fyrri árum. Ekki er hægt að áætla verðmæti slíkra plantna, m.a. þar sem þær voru á mjög misjöfnu ræktunarstigi þegar lagt var hald á þær.
    Að samanlögðu sést að götuverðmæti þeirra efna, sem lagt var hald á árið 1995 er um 40 milljónir kr. ef eingöngu eru skoðuð þau efni sem mest eru í dreifingu um þessar mundir, þ.e.a.s. hass, amfetamín og E-töflur. Því miður virðist sem sú þróun sem varð á árinu 1995 haldi áfram því á fyrstu tveimur mánuðum ársins 1996 hefur verið lagt hald á 1620 grömm af amfetamíni, auk þess sem hald var lagt á 808 töflur af pressuðu amfetamíni. Þá hefur verið lagt hald á 364 grömm af hassi, 34 E-töflur, 223 skammta af LSD og 31 gramm af kókaíni. Það sem er hvað alvarlegast er hversu mikið framboð virðist vera á amfetamíni og LSD.
    Þá skulum við skoða verðmæti þeirra fíkniefna sem lögreglan hefur lagt hald á síðustu 10 ár. Til einföldunar er tekið mið af götuverðmæti þessara efna eins og það er haustið 1995. Tekið skal fram að fíkniefni eins og amfetamín og kókaín eru oft drýgð mjög fyrir sölu. Þegar lögreglan hefur lagt hald á þessi efni eru þau hins vegar oft ódrýgð og því væri hægt að auka verðgildi þeirra nokkuð til viðbótar því sem hér er nefnt.

Áætlað verðmæti haldlagðra fíkniefna 1985 til 1995.


Heiti fíkniefna          heildarmagn               götuverðmæti          
verðmæti alls

Hass                                   144,140 kg               1500 fyrir gr.          
216 milljónir

Amfetamín                    14, 877 kg               4000 fyrir gr.          
59,5 milljónir

Kókaín                              3,594 kg               15.000 fyrir gr.          
53,9 milljónir

E-töflur                         1851 töflur               3500 fyrir töflu          
6,4 milljónir

Hassolía                         1122 gr.               4000 fyrir gr.          
4,5 milljónir

LSD                                   3534 stk.               2000 fyrir töflu          
7,0 milljónir

Marijúana                    2170 gr.               1500 fyrir gr.          
3,2 milljónir


                                                                     samtals
350,5 milljónir


4.    Hve mikill hefur upptækur hagnaður af sölu ávana- og fíkniefna verið árin 1990–1995 samanborið við árin 1985–1990. Að hve miklu leyti hefur honum verið ráðstafað til forvarna í fíkniefnamálum?
    Mjög sjaldgæft er að lagt sé hald á fjármuni við rannsóknir fíkniefnamála og fjárhæðir því óverulegar. Ekki reyndist unnt að fá nákvæmt yfirlit vegna þessa innan þeirra tímamarka sem skýrslugerð þessari voru sett. Fjármunir, sem lagt er hald á vegna þessara mála, renna í ríkissjóð.

5.    Er hægt að áætla hve margir hafa beðið varanlegt heilsutjón af ávana- og fíkniefnaneyslu sl. 10 ár?
    Í raun er ekki hægt að áætla hve margir hafi beðið varanlegt heilsutjón af völdum áfengis- og fíkniefnaneyslu sl. 10 ár. Kemur þar ýmislegt til og má nefna þrennt í því sambandi. Í fyrsta lagi eru heilbrigðisstéttir ekki sammála um hvenær áfengisneysla, sem er stór hluti ávana- og fíkniefnaneyslu, sé orðin að vandamáli. Á sama hátt er umdeilt hvenær telja megi að slík neysla hafi haft varanlegan skaða í för með sér. Loks eru efalaust skiptar skoðanir um hvernig skilgreina eigi varanlegan skaða. Í þessu sambandi má benda á að í ársskýrslu SÁÁ fyrir árið 1994 segir á bls. 12: „Heilbrigðisstéttir eru ekki sammála um hvernig og hvenær á að greina einhvern áfengissjúkan. Það hefur því verið erfitt að meta tíðni eða líkurnar á því hér á Íslandi sem annars staðar hversu margir yrðu áfengissjúkir. Oft hafa þær tölur sem birst hafa í hverju landi miklu fremur sagt til um viðhorf ráðamanna og heilbrigðisstétta til vandans fremur en að þær segðu til um hversu vímuefnavandinn væri stór í viðkomandi landi.“ Í ljósi framangreinds verður að taka öllum tölulegum upplýsingum með fyrirvara.
    Í öðru lagi er varanlegt heilsutjón af völdum ávana- og fíkniefnaneyslu í raun ekki skráð sérstaklega í tölfræðiyfirlitum sjúkrahúsa. Slíka skráningu er eingöngu að finna í sjúkraskrám sjúklinganna á viðkomandi stofnunum.
    Í þriðja lagi virðist vera einhver hópur manna sem sjaldan eða aldrei notfærir sér þjónustu heilbrigðiskerfisins þó að flest bendi til að ávana- og fíkniefnaneysla þeirra sé komin úr böndum, a.m.k. tímabundið.
    Um þriðjungur sjúklinga hjá SÁÁ 1994 var að koma þangað í fyrsta skipti eða 647 einstaklingar. Heildarfjöldi sjúklinga var 1615 þetta ár. Tölur frá SÁÁ gefa til kynna að um 2/3 hlutar sjúklinga séu ekki að koma þangað í fyrsta sinn. Ekki er óeðlilegt að álykta að einhver hluti þess hóps hafi þegar beðið varanlegt heilsutjón vegna neyslu sinnar á ávana- og fíkniefnum. Reyndar segir í nefndri ársskýrslu að „... þannig viðhorf eru ríkjandi í þjóðfélaginu, að ætla má að nær allir sem lenda í einhverju heilsutjóni eða í langvinnum vanda vegna vímuefnaneyslu fari í meðferð fyrr eða síðar.“
    Á Ríkisspítölunum er ein af fimm skorum geðdeildar tileinkuð sjúkdómsmeðferð vegna ávana- og fíkniefnavanda. Á þessari deild voru árið 1994 einir 539 einstaklingar lagðir inn en alls dvöldu á sömu skor 718 einstaklingar. Þetta hlutfall gefur vísbendingu um hve stór hluti sjúklinga er lagður inn oftar en einu sinni á ári. Alls voru 396 bráðalegur á Ríkisspítölum árið 1994 vegna ávana- og fíkniefnaneyslu. Þá er allnokkur starfsemi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur vegna sömu mála.
    Með hliðsjón af öllu framangreindu má telja líklegt að um allstóran hóp sé að ræða sem beðið hefur varanlegt heilsutjón vegna ávana- og fíkniefnaneyslu sl. 10 ár. Vert er að minna á að ofangreindar upplýsingar varða aðeins árið 1994. Sem fyrr segir verður ekki slegið föstu hver sú tala nákvæmlega er, en óhætt að fullyrða að þessi hópur skiptir a.m.k. nokkrum hundruðum.

6.    Hvaða breytingar hafa orðið á fjölda innlagna á meðferðarstofnanir vegna ávana- og fíkniefnaneyslu árin 1990–1995 samanborið við árin 1985–1990, skipt eftir aldri og kyni?
    Tölur um innlagnir á tímabilinu 1985 til 1990 benda til þess að árlega hafi innlagnir verið um 2.800 til 3.300, en síðustu ár hefur sú tala haldist nær óbreytt með smávægilegum sveiflum þó. Þetta er ekki óeðlileg þróun í ljósi þess að meðferðarúrræðum fyrir sjúklinga sem flestir hafa nýtt sér hefur fjölgað smám saman. Hins vegar virðist ýmislegt benda til þess að í kjölfar aukinnar vímuefnaneyslu meðal ungs fólks og í ljósi aukinnar áherslu SÁÁ á að veita ungu fólki og ekki síst konum meðferð vegna vímuefnavanda megi búast við að þessi tala hækki eitthvað. Ekki er óeðlilegt að ætla að nokkuð tímabundnar sveiflur séu á fjölda innlagna hjá sjúkrastofnunum, m.a. vegna tímabundinna sveiflna og breytinga á neysluvenjum ávana- og fíkniefnaneytenda, ásamt því að stöðugt er verið að brydda upp á nýjungum í meðferð sjúklinga með vímuefnavanda, t.d. með aukinni áherslu á göngudeildarmeðferð með ýmsu sniði, sem og með starfsemi annarra stofnana á þessu sviði.
    Samkvæmt gögnum landlæknisembættisins hefur hlutur kvenna farið mjög vaxandi hvað innlagnir varðar á sjúkrastofnanir sem veita meðferð vegna ávana- og fíkniefnavanda. Þannig hefur hlutur þeirra sem eru yngri en 20 ára og koma til meðferðar hjá SÁÁ tvöfaldast á sl. tveimur 5 ára tímabilum. Þó er þetta sérstaklega áberandi hvað nýliða í meðferð hjá SÁÁ varðar, en þar jókst hlutur kvenna, yngri en 20 ára, úr 7,2% í 21,8% og hlutur sama aldurshóps karla úr 7,2% í 15,4% frá 1984 til 1995. Almennt hefur hlutur kvenna í meðferð hjá SÁÁ aukist úr 20% við upphafið í 26% árið 1994.

7.    Hversu mörg dauðsföll og afbrot má rekja til fíkniefnaneyslu árlega sl. 10 ár?
    Aðeins er hægt að rekja fáein dauðsföll beinlínis til ofneyslu ávana- og fíkniefna sl. ár (t.d. 3 skráð dauðsföll vegna áfengisneyslu 1989). Hins vegar er rétt að benda á að hér er um fyrstu skráðu dánarorsök að ræða samkvæmt alþjóðlegu dánarmeinaskránni sem í gildi er á Íslandi. Þannig er óhætt að telja að nokkru fleiri dauðsföll megi rekja til ávana- og fíkniefnaneyslu, t.d. vegna slysa í tengslum við vélknúin ökutæki, lyfjaeitranir og vegna sjálfsáverka. Hins vegar verður ekki séð að beinlínis megi rekja nema fáein dauðsföll árlega til áfengisneyslu. Það hefur komið fram í rannsóknum á vegum Lögreglunnar í Reykjavík að þeir sem neyta fíkniefna hafa sterka tilhneigingu til sjálfsvíga. Alls höfðu 30% þeirra sem handteknir voru vegna fíkniefnamála fyrstu 4 mánuði ársins 1995 gert tilraun til sjálfsvígs. Hins vegar eru ekki tiltækar upplýsingar um það hversu mörg slík sjálfsvíg eru framin á hverju ári.

8.    Hvað má áætla að fíkniefnaneysla kosti í beinum fjármunum:
         a) ríki og sveitarfélög?
         b) einstakling sem neytir slíkra efna daglega?

    Því miður liggja ekki fyrir nægjanlegar rannsóknir á þessum málum til að geta sagt til um heildarkostnað samfélagsins vegna fíkniefnaneyslu. Hægt er þó að sjá af þeim gögnum sem koma fram í þessari skýrslu að hér er um verulegar fjárhæðir að ræða sem skipta hundruðum milljóna. Mikill kostnaður liggur í rekstri lögreglu, tollaeftirlits og heilsugæslu. Þá er ótalið fjármagn vegna tjóna sem verða við ýmsa afbrotastarfsemi vegna fjármögnunar fíkniefnaneyslu. Samkvæmt rannsókn sem gerð var á vegum embættis lögreglustjórans í Reykjavík 1995 kom í ljós að um 20% þeirra sem lögreglan hefur afskipti af vegna fíkniefnamála hafa reglubundna vinnu en aðrir eru annaðhvort í tímabundnum störfum eða engum. Þar af voru 42% á ýmsum bótum frá hinu opinbera. Erfitt er að fullyrða um kostnað hjá hverjum neytanda. Fer það eftir því magni sem neytt er og einnig tegundum fíkniefna. Út frá niðurstöðum áðurgreindrar rannsóknar má draga upp mynd af „meðalneytanda“. Hugmyndin þar að baki er að reyna að átta sig á neyslusamsetningunni á hverjum tíma. Hann neytir að mestu leyti hass en einnig nokkurs amfetamíns. Þessi meðalneytandi okkar neytir fíkniefna fyrir um 500 þúsund kr. á ári eða um 40 þúsund kr. að meðaltali á mánuði ef tekið er mið af markaðsverði fíkniefna. Hluta þess fjármagns sem menn hafa til neyslu afla þeir með sölu þýfis (20%) og með sölu fíkniefna (26%), en mest virðist greitt með beinum fjármunum. Af þessum niðurstöðum má sjá að ástandinu hér á landi svipar mjög til þess sem gerist erlendis.
    Ef við höfum í huga eingöngu þá sem hlutu dóma og sáttir vegna fíkniefnamála á árinu 1995 má áætla að þeir 226 einstaklingar sem þeim tengdust hafi varið um 100 milljónum króna til fíkniefnaviðskipta. Ítreka verður fyrirvara með þessar tölur.

9.    Hversu oft hefur verið gripið til þess ráðs að nota tálbeitur við rannsókn fíkniefnamála og telja sérfræðingar það álitlegan kost til að upplýsa fíkniefnamál?
    Sú rannsóknaraðferð að fylgjast með manni þegar hann kaupir fíkniefni og grípa inn í þá atburðarás er vel þekkt bæði hérlendis og erlendis og hefur gefist mjög vel. Erlend lögreglulið nota jafnan mikið þá aðferð að láta lögreglumenn leyna starfi sínu og kaupa fíkniefni og handtaka síðan seljanda. Sú aðferð hefur ekki verið tíðkuð hér á landi. Fámenni okkar gerir það að verkum að flestir lögreglumenn sem vinna að fíkniefnamálum er þekktir meðal þeirra sem stunda þessi viðskipti. Af þessum sökum eru rannsóknarmenn hér á landi mun háðari veitendum upplýsinga en erlendir starfsfélagar.
    Fjallað var um þessa rannsóknaraðferð í hæstaréttardómi 21. maí 1993 (dómur 67/1993), þar sem vinnuaðferðir lögreglu vegna notkunar tálbeitu við fíkniefnarannsóknir voru staðfestar.

10.    Hvernig er háttað sérþjálfun starfsfólks á sviði fíkniefnamála og má ætla að toll- og löggæsla hafi á að skipa fullkomnum tækjabúnaði til að takast á við fíkniefnavandann?
        Hversu margir starfa að fíkniefnamálum og hver er áætluð mannaflaþörf í þeim málaflokki á næstu árum?


Tollgæslumálefni.
    Við embætti ríkistollstjóra starfa nú 23 starfsmenn, þar af 8 hjá Tollgæslu Íslands sem hefur með höndum tollaeftirlit. Það eru einkum starfsmenn Tollgæslu Íslands sem vinna að fíkniefnamálum. Flestir eru þeir tollgæslumenn, sem numið hafa við Tollskóla ríkisins, en þar hefur verið kennt til verka varðandi fíkniefnamál. Tollgæslumenn þessir eru allir með langa og víðtæka starfsreynslu af alhliða tollgæslustörfum, sem gagnast þeim einnig á sviði fíkniefnamála.
    Tollgæsla Íslands við embætti ríkistollstjóra hefur einn leitarhund í sinni þjónustu, en auk þess eru gegnumlýsingartæki sem staðsett eru á Tollpóststofunni. Þá hefur tollgæslan á Keflavíkurflugvelli einnig gegnumlýsingartæki og tvo leitarhunda. Umræddur búnaður að meðtöldum hundunum er ekki fullkominn og kannski ekki heldur fullnægjandi en gagnast þó vel við leit að fíkniefnum. Ekki þykir ástæða til þess að nefna undir þessum lið tækjabúnað eins og bifreiðar, farsíma, talstöðvar o.þ.h. Könnun á mannaflaþörf í fíkniefnamálum á komandi árum hefur ekki verið gerð.

Löggæslumálefni.
    Alls eru það 18 til 19 starfsmenn sem koma að rannsóknum fíkniefnamála hjá Lögreglunni í Reykjavík sem fer með landsumboð í slíkum rannsóknum. Fjöldi lögreglumanna hefur því aukist nokkuð undanfarin ár en 9 starfsmenn sinntu þessum málum 1986. Auk þess eru nokkrir lögreglumenn í tímabundnum verkefnum hjá öðrum lögregluembættum við rannsóknir fíkniefnamála.
    Fræðsla og þjálfun lögreglumanna á þessu sviði er fyrst og fremst í formi starfsþjálfunar í ávana- og fíkniefnadeild. Allir lögreglumenn fá vissa þjálfun í námi sínu í Lögregluskóla ríkisins en engin sérstök námskeið í sérhæfðum rannsóknum eru fyrir hendi. Þá hafa nokkrir lögreglumenn sótt námskeið erlendis í rannsóknum þessara mála.
    Ekki liggur fyrir nein áætlun um starfsmannafjölda við ávana- og fíkniefnarannsóknir. Í því sambandi má benda á að umtalsverðar breytingar eru fyrirsjáanlegar á allri rannsóknarvinnu á vegum lögregluembætta í landinu ef tekið er mið af frumvarpi að lögreglulögum sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram nýverið.
    Fíkniefnaviðskipti hér á landi eru nú mun skipulegri en áður hefur þekkst. Af þeim sökum hefur orðið mun erfiðara og flóknara að stunda þessar rannsóknir sem sífellt kalla á endurnýjun tækja og tæknibúnaðar. Slíkum kaupum eru þó veruleg takmörk sett með fjárveitingum sem til löggæslumála renna.

11.    Hversu margir dómar hafa fallið vegna fíkniefnabrota síðustu fimm ár?
        Hversu margir dómar hafa kveðið á um fangelsisvist á sama tíma?
        Hversu margir dómar hafa kveðið á um önnur úrræði og þá hver?
        Hversu margir sektardómar hafa verið felldir og hversu hátt hlutfall sekta hefur innheimst?

    Á meðfylgjandi töflu má sjá dóma flokkaða eftir árum og tegundum viðurlaga. Sú venja hefur skapast í fullnustutölfræði að flokka brotaþola í nokkra aðalbrotaflokka (sjá ársskýrslu Fangelsismálastofnunar). Ef um brotasamsteypu er að ræða er dómþoli flokkaður í þann brotaflokk þar sem þyngst refsing liggur við broti. Þetta þýðir í raun að fleiri eru dæmdir fyrir fíkniefnabrot en hér kemur fram, en hafa ekki í sama dómi verið dæmdir fyrir önnur brot sem þyngri refsing hefur legið við. Til frekari skýringar má vísa í upplýsingar þær sem koma fram við spurningu 1 hér að framan. Í meðfylgjandi töflu eru hins vegar þeir dómar sem koma til Fangelsismálastofnunar til fullnustu samkvæmt áðurgreindri greiningu.
    Ekki hefur verið kannaður fjöldi þeirra sem brotið hafa fíkniefnalöggjöfina og undirgengist viðurlagaákvörðun.

Uppkveðnir dómar.
         

Óskb.


         

Óskb.

Óskb.

/skb.

Skb.

Ekki


Ár:     

Óskb.

/sekt

/skb.

/sekt

Skb.

/sekt

Sekt

refsing

Annað

Samtals



1991     
15
6 2 0 8 3 1 0 0 35
1992     
22
5 3 2 10 2 3 2 0 49
1993     
21
2 2 0 10 0 2 0 0 37
1994     
41
0 3 0 7 1 20 5 0 77
1995     
25
1 4 0 9 2 34 2 0 77

    Alls eru það því 84 dómar þar sem einnig var kveðið á um sektargreiðslu og nam hún alls 6.048.000 kr. vegna fíkniefnamála. Sektarrefsingar eru framsendar lögreglustjórum til fullnustu. Lögreglustjóraembættið í Reykjavík fékk langstærstan hluta þeirra sekta til fullnustu eða 4.508.000 krónur.
    Innheimta sekta vegna fíkniefnamála er ekki sérstaklega sundurgreind hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík. Almennt getur innheimta sekta tekið 3 til 5 ár. Sektir lægri en 20 þúsund króna fyrnast á 3 árum en sektir hærri en það á 5 árum. Ferill innheimtu stendur oft yfir allan fyrningartímann, en almennt innheimtast um 70% sekta.

12.    Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á tengslum fíkniefnabrota og annarra afbrota?
    Mjög skiptar skoðanir eru meðal fræðimanna um á hvern hátt fíkniefnabrot tengjast öðrum afbrotum. Flestir þessara fræðimanna eru erlendir, því ekki hafa átt sér stað margar rannsóknir hér á landi. Það sem fræðimenn virðast almennt sammála um er að tengslin séu fyrir hendi, en um orsakasamhengið er ekki full sátt. Þá er átt við hvort það sé fíkniefnaneysla sem leiði menn til afbrota eða svonefnt afbrotalíferni sem sé hvati til neyslu fíkniefna. Fjölmargar erlendar rannsóknir sýna mikla neyslu afbrotamanna á fíkniefnum. Hins vegar er ekki hægt að líta fram hjá því að opinberir aðilar hafa ekki vitneskju um alla afbrotamenn og því er ekki hægt að alhæfa um þessi mál. Það eru margir afbrotamenn sem ekki nota fíkniefni og margir fíkniefnaneytendur sem ekki eru í afbrotum.
     Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála gerði rannsókn árið 1995 sem bar nafnið ESPAD 1995. Rannsóknin var lögð fyrir 100.000 nemendur í 22 Evrópulöndum. Allir 10. bekkir á Íslandi tóku þátt í þessari könnun. Þar var meðal annars spurt um vímuefnaneyslu, afbrot og ofbeldi. Hins vegar var ekki fjallað sérstaklega um tengsl fíkniefnabrota og annarra afbrota.
    Helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis og varpa ljósi á þessi tengsl eru eftirfarandi:
1.     Psychological characteristics of juvenile alcohol and drug users (Jón Friðrik Sigurðsson, Gísli Guðjónsson, Journal of Adolescene 1996).
2.     Rannsókn á áfengis- og fíkniefnaneysla fanga fyrir afplánun (Jón Friðrik Sigurðsson – Fangelsismálastofnun, 1994).
3.     Rannsókn á vímuefnaneyslu evrópskra skólanema 1995 (Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála, óútgefin).     
4.     Rán í Reykjavík (Guðmundur Guðjónsson, Karl Steinar Valsson – Lögreglan í Reykjavík, 1995).
5.     Staða fíkniefnamála 1995 (Karl Steinar Valsson – Lögreglan í Reykjavík, 1995).

13.    Eru fíkniefnaneytendur líklegri en aðrir til að fremja afbrot? Ef svo er, hvaða afbrot helst?
    Með neyslu sinni á fíkniefnum brjóta menn lög landsins. Hvort fíkniefnaneytendur séu líklegri en almennir borgarar til að brjóta aðrar reglur samfélagsins er erfitt að svara. Það er ljóst að mikið fjármagn þarf til að neyta fíkniefna. Sumir sem neyta þessara efna hafa ekki launaða vinnu og því má spyrja hvernig hægt sé að vera í neyslu dýrra efna og hafa ekki neina launaða vinnu. Af þeim ástæðum hefur verið bent á að neytendur fíkniefna neyðist til að fremja afbrot til að fullnægja fíkn sinni. Þau afbrot sem helst hefur verið bent á í þessu sambandi eru auðgunarbrot ýmisskonar. Þá er það jafnt útgáfa ávísana sem innbrot og þjófnaðir af ýmsu tagi. Þetta fólk er þá helst að leita eftir hlutum sem auðvelt er að koma í verð. Ef tekið er mið af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið virðist sem neysla fíkniefna sé hvati að frekari brotastarfsemi. Rétt er að geta þess að aukning hefur einnig verið á framboði fíkniefna sem oft tengjast ofbeldisverkum. Er hér einkum átt við amfetamín. Geta má þess að ekki hafa verið gerðar athuganir á umfangi viðskipta með þýfi sem sjálfsagt gæti varpað nokkru ljósi á heildarmynd fíkniefnaviðskipta.
    Því miður er erfitt að segja til um það hversu veigamikil fíkniefnaneyslan ein er í afbrotalíferni einstaklinga. Hafa verður í huga ýmsar aðrar breytingar sem orðið hafa í þjóðfélaginu á undanförnum árum. Heildstæðar rannsóknir hafa ekki verið gerðar hér á landi sem taka til þessara mála.
    Í rannsókn sem Jón Friðrik Sigurðsson sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun gerði á árunum 1991–1993 og náði til 344 fanga sem voru í afplánun kom í ljós að 64% aðspurðra höfðu verið undir áhrifum áfengis þegar afbrot var framið er nú sætti afplánun. Þá sögðust 33% hafa verið undir áhrifum fíkniefna og 22% undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. Langflestir (95%) þeirra sem voru að afplána dóma fyrir ofbeldisbrot sögðust hafa verið undir áhrifum áfengis á þeim tíma.

14.    Hvaða reynsla hefur orðið af lögleiðingu fíkniefna, t.d. í Hollandi, með tilliti til afbrotamálefna?
    Það hafa alltaf heyrst raddir um það að ein þeirra leiða sem hugsanlegar séu til að berjast gegn útbreiðslu fíkniefna sé að lögleiða öll eða sum þeirra. Ekki er hægt að segja að sú umræða sé á alvarlegu stigi hér á landi. Í fyrsta lagi er ekki hægt að segja að vilji sé til að sporna gegn útbreiðslu fíkniefna með því að auðvelda framboð þeirra. Í öðru lagi værum við að líta fram hjá þeim hliðarverkunum sem læknisfræðin hefur talið sannað að séu samfara neyslu þessara efna. Bent hefur verið á þau rök að samhliða því að veita greiðan aðgang að fíkniefnum muni söluverð þeirra lækka og því muni neytendur þurfa minni fjármuni til neyslunnar. Það muni því fækka afbrotum þannig að lögleiðing hefði góð áhrif á afbrotamálin einnig. Það hefur hins vegar ekki verið hægt að sjá að samfara lögleiðingu fíkniefna í Hollandi hafi afbrotum fækkað. Auk þess hefur greiður aðgangur að slíkum efnum skapað nokkra erfiðleika fyrir nágrannalöndin, sem fylgt hafa annarri stefnu. Viðskipti með fíkniefni hafa aukist mikið í Hollandi og afbrotum fjölgað. Afbrot eru nær hvergi fleiri í Evrópu og þá sérstaklega í Amsterdam. Ef við lítum á afbrot í nokkrum höfuðborgum Evrópu árið 1993 þá er tíðni þeirra eftirfarandi miðað við 100 þúsund íbúa (Ársskýrsla Interpol, 1993).

                         Grófar
Borg          Morð     Nauðgun     líkamsárásir     Þjófnaðir     Fíkniefnabrot


Reykjavík     0,91     9,9     3,4     3,3     163
Kaupmannahöfn     2,79     15     283     17     2196
Ósló          2,53     17     67     9,7     735
Stokkhólmur     5,48     28     53     15,3     655
Helsinki     2,22     13     41     8,4     230
Amsterdam     40     35     227     16,4     7

    Telja má að þessar tölur tali sínu máli um afleiðingar aukinnar fíkniefnaneyslu. Afbrot eru greinilega algengust í þeim löndum þar sem neysla efna er mest. Þá er ekki vafi á því að frjálsræði í Hollandi hefur gert öðrum nágrannalöndum erfitt um vik vegna mikils flæðis efna frá Hollandi, auk þess sem hollensk yfirvöld hafa verið sökuð um að vera fremur treg til samstarfs um rannsóknir á afleiðingum lögleiðingar fíkniefna.
    Samkvæmt könnun Evrópuráðsins 1990 á neyslu fíkniefna kom í ljós að neysla 15 til 16 ára einstaklinga hefur aukist um helming í Hollandi á árunum 1984 til 1988–89. Þá höfðu allt að 80% hollenskra 14 ára unglinga prófað kannabisefni árið 1992. Sölustöðum á kannabis hefur fjölgað úr 30 árið 1980 í 1500 árið 1992 sem segir sína sögu um aukið framboð og eftirspurn. Reynt hefur verið að aðgreina hvaða fíkniefni eru til sölu á kaffihúsum, en reynslan hefur sýnt að þar er hægt að kaupa nær öll fíkniefni.

15.    Hvert er talið aðgengi unglinga á aldrinum 14 til 20 ára að fíkniefnum?
    Við skoðun á aðgengi unglinga á fíkniefnum er hægt að byggja á tveimur rannsóknum. Reikna má með að meiri hluti þeirra sem hér um ræðir sæki skóla og því eru niðurstöður sem komið hafa fram í rannsóknum á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála mjög mikilvægar. Því er síðan ekki að leyna að hluti unglinga á þessum aldri sækir ekki skóla og er því ekki í úrtaki Rannsóknarstofnunar. Því er nauðsynlegt að leggja einnig til grundvallar þær niðurstöður sem komu fram í rannsókn á vegum Lögreglustjórans í Reykjavík 1995.
    Helstu niðurstöður úr rannsókn lögreglunnar voru þær að 72% aðspurðra gátu útvegað sér hass, 62% amfetamín, 36% marijúana og LSD og 32% E-töflur. Tæpur helmingur (43,2%) þeirra sem tóku þátt í rannsókninni voru á aldrinum 16 til 20 ára. Geta verður þess að þátttakendur í rannsókn lögreglu voru þeir sem höfð höfðu verið afskipti af vegna fíkniefnamála. Rannsókn á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála Ungt fólk 92. Þar var spurt: Ef þú ættir handbært fé og vildir útvega þér eftirtalin efni heldurðu að þér tækist það á 2–3 dögum?

Niðurstöður voru: (hlutfall (%) þeirra sem geta útvegað eftirfarandi efni.)

     Ef þú ættir handbært fé og vildir útvega þér eftirtalin efni heldurðu að þér tækist það á 2–3 dögum?

                    9. bekkur     10. bekkur     Framhaldsskóli
     Bjór     
66,9
82,1 96,5
     Létt vín     
58,6
75,9 97,8
     Sterkt vín     
58,6
76,4 95,5
     Hass     
9,4
18,1 35,4
     Önnur fíkniefni     
8,0
13,3 20,1
    (Vikmörk innan við 1%)

    Niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk 92 og Vímuefnaneysla framhaldsskólanema 1994.

     Ef þú ættir handbært fé og vildir útvega þér eftirtalin efni heldurðu að þér tækist það á 2–3 dögum?

              
1992 1994
               Áfengi
95,9 97,1
               Hass
35,1 44,1
               Amfetamín
18,1 22,8
               Alsæla/E-töflur
xxx 13,7
               Kókaín
11,5 9,9
               Krakk
6,2 5,1
               LSD
9,0 14,8
               Heróín
7,5 6,5
              (Vikmörk á bilinu 1–2%)

    Af þessum niðurstöðum má greina breytingar á aðgengi fíkniefna fyrir aldurshópinn 16 til 20 ára. Hér koma fram upplýsingar sem ber saman við gögn lögregluyfirvalda um framboð efna og stöðu á fíkniefnamarkaði. Það sést t.d. á E-pillum. Það var fyrst lagt hald á slíkar töflur 1992 og þá í mjög litlu magni. Hins vegar sést að tveimur árum síðar er mikið framboð á þessum efnum og reyndar vekur einnig athygli aukið framboð á LSD.

        Hvaða úrræðum er helst að beita til að hindra aðgengi að fíkniefnum?
    Hafa ber í huga að fíkniefni eru söluvara sem lýtur lögmálum framboðs og eftirspurnar. Því þarf að vinna á tvennum vígstöðvum til að breyta því ástandi sem ríkir í dag. Draga þarf úr eftirspurn eftir fíkniefnum, sem helst verður gert með markvissum forvörnum. Þá þarf einnig að hefta framboð þessara efna með aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda.
    Erlendis hafa verið reyndar ýmsar aðferðir við forvarnir. Er þar fyrst að nefna DARE-fræðsluefnið sem hefur verið notað í mörg ár í Bandaríkjunum og skilað miklum árangri. Tveir lögreglumenn frá Lögreglunni í Reykjavík fóru í aprílmánuði l996 til þess að kynna sér þetta efni í Bandaríkjunum. Til er meira af slíku fræðsluefni og má t.d. nefna Lions Quest kennsluefnið „Að ná tökum á tilverunni“ sem hefur verið kennt hér á landi síðan 1990. Verkefnið er samvinna milli menntamálaráðuneytisins og Lionshreyfingarinnar, en frumútgáfan er bandarísk. Efnið er ætlað 12 til 14 ára unglingum og foreldrabók fylgir námsefninu. Alls hafa 800 kennarar sótt Lions Quest-námskeið og kynningar. Efnið hefur verið kennt í 60 til 70 skólum, þar af flestum á höfuðborgarsvæðinu. Í Læknablaðinu 1994 er greint frá rannsókn á vímuefnanotkun unglinga, áhrifaþáttum og áhrifum fræðslu. Rannsóknin, sem gerð var af Þórarni Gíslasyni, Aldísi Yngvadóttur og Bryndísi Benediksdóttur, náði til 566 nemenda sem voru 12–13 ára árið 1989 og aftur til 500 þeirra þremur árum síðar eða 1992. Rannsóknin leiðir í ljós að vímuefnanotkun í öllum myndum eykst fremur meðal íslenskra ungmenna og færist neðar í aldurshópinn. Ekki kom fram marktækur munur á vímuefnaneyslu þeirra 280 unglinga sem fengið höfðu Lions Quest-námsefnið miðað við samanburðarhópinn.
    Auk þess er boðið upp á ýmislegt annað námsefni í fíkniefnavörnum á vegum Námsgagnastofnunar. Mestallt forvarnarefni sem nú er notað á það sameiginlegt að lögð er mikil áhersla á fræðslu sem höfða á til ákveðins aldurshóps.
    Lögreglu- og tollyfirvöldum verður að vera kleift að vinna að rannsóknum þessara mála. Slíkar rannsóknir eru tímafrekar þar sem fíkniefnainnflytjendur eru mjög varir um sig. Innflutningsleiðir fyrir fíkniefni til landsins eru því miður mjög margar. Aukin ferðalög til og frá landinu bæði sjó- og flugleiðis hafa gert yfirvöldum erfitt um vik. Auk þess er magn fíkniefna í flestum tilvikum ekki mikið, sem gerir möguleika til að fela þau mjög mikla. Því er ljóst að góður tækja- og tæknibúnaður er nauðsynlegur til að yfirvöldum eigi að auðnast að vinna skipulega í sínu starfi.

16.    Er til þess vitað eða ástæða til að ætla að vændi sé stundað á Íslandi?
        Hefur verið kannað eða er ástæða til að ætla að fíkniefnaneytendur fjármagni neyslu sína með vændi?
17.    Hvað má áætla um umfang slíks?
        Er það bundið við einstaklinga eða er um skipulagða starfsemi að ræða?

    Ekki liggja fyrir traustar upplýsingar um vændi sem stundað er hér á landi. Það hefur komið fram að vændi er stundað í einhverjum mæli. Einn dómur hefur gengið hér á landi. En í því var karlmaður dæmdur fyrir að hafa á árinu 1988 og til 2. febrúar 1989 í ávinningsskyni margsinnis haft milligöngu um að fólk hefði holdlegar samfarir og í þessu skyni haft á sínum snærum fimm stúlkur. Var talið varða við 1. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
    Lengi hefur verið orðrómur um að vændi sé stundað meðal kvenna sem eru í neyslu fíkniefna. Það hefur verið staðfest í viðtölum lögreglu við sömu konur. Ekki er hægt á þessu stigi að fullyrða að hér sé um skipulagða starfsemi að ræða, heldur sé fremur um að ræða fáa einstaklinga sem stunda þessa starfsemi til að standa undir kostnaði vegna fíkniefnaneyslu.
    Telja verður fremur ólíklegt að skipuleg starfsemi geti viðgengist í einhverjum mæli án þess að vitneskja þar að lútandi berist lögreglu eða öðrum yfirvöldum. Fámennið hér á landi og hið einlita samfélag gefur visst aðhald hvað þessi mál varðar. Þó aðstæður hafi skapast á nokkrum veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu mánuðum sem vekja ákveðnar grunsemdir hafa ekki komið fram kærur um að skipulögð vændisstarfsemi sé þar rekin.

18.    Hefur krakk-kókaín verið gert upptækt hér á landi?
        Er talin ástæða til að óttast að það nái útbreiðslu hér?
        Til hvaða úrræða hefur verið gripið til að sporna við því að slíkt efni nái útbreiðslu?

    Krakk-kókaín hefur ekki verið gert upptækt hér á landi en menn sem handteknir hafa verið vegna fíkniefnamála hafa viðurkennt neyslu efnis. Ekki hefur þó komið fram hvort sú neysla fór fram hér á landi eða erlendis. Erfitt er að spá fyrir um það hvort krakk- kókaín geti náð útbreiðslu hér á landi. Útbreiðsla þess efnis hefur einkum verið í Bandaríkjunum, en hún hefur ekki verið mikil í Evrópu. Ástæða er til að óttast að sökum minni neyslu fíkniefna í Bandaríkjunum á síðustu árum, einkum á kókaíni, sé hugsanlegt að framleiðendur þess efnis horfi til markaðar í Evrópu. Það er því miður ekki hægt að útiloka að krakk-kókaín geti komið inn á markað hérlendis. Ekki hefur verið gripið til sérstakra aðgerða hér á landi vegna krakk-kókaíns heldur hefur það verið meðhöndlað ásamt öðrum fíkniefnum.

19.    Hversu útbreidd má ætla að neysla alsælu sé hér á landi?
        Hversu oft og í hve miklu magni hefur efnið verið gert upptækt hér á landi?

    Neysla E-taflna eða alsælu hefur aukist hér á landi sl. 3 til 4 ár. Það hefur einkum borið á slíkri neyslu hjá fólki á aldrinum 16 til 20 ára. Neysla þessa efnis hefur einkum verið hjá einstaklingum sem hafa ekki áður komið við sögu fíkniefnamála. Samkvæmt gögnum lögreglu hefur dreifing m.a. átt sér stað í framhaldsskólum og á veitingahúsum. Í rannsókn Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála var ekki spurt um neyslu E-taflna 1992 en árið 1994 höfðu 2,5% framhaldskólanema neytt þess efnis. Eins og kemur fram í svari við spurningu 3 hér að framan var fyrst lagt hald á E-töflur árið 1992 og var einungis lagt hald á örfáar töflur þar til síðasta ár, en þá var lagt hald á 1.820 töflur.

20.    Hefur verið gripið til aðgerða til að uppfræða þá hópa sem helst neyta þess og helstu áhættuhópa um afleiðingar neyslunnar?
    Erfitt er að koma markvissri fræðslu til þeirra sem eru í neyslu fíkniefna. Það er gert ef þeir leita sér aðstoðar hjá meðferðaraðilum eða snúa sér til þeirra sem sinna forvörnum. Á vegum nokurra aðila er þó reynt að ná til áhættuhópa og má þar nefna Reykjavíkurborg (útideild, Mótorsmiðjan), Rauða krossinn (Rauðakrosshúsið), Vímulausa æsku (ráðgjöf fyrir foreldra) o.fl. Landlæknisembættið hóf samstarf við félag framhaldsskóla um sérstakt fræðsluátak vorið 1995. Um síðustu áramót var sett á laggirnar umfangsmikið verkefni til þess að ná til áhættuhóps vegna neyslu E-taflna. Þá hófst samstarfsverkefni menntamálaráðuneytisins og Félags framhaldsskóla og fleiri aðila undir heitinu Jafningjafræðsla. Verkefnið stendur til vorsins 1996 og verður þá metið.

21.    Hvernig er fræðslu um fíkniefnamál og afleiðingar fíkniefnaneyslu háttað í:
        a) grunnskólum,

    Í aðalnámskrá grunnskóla frá 1989 eru sérstök ákvæði um fíknivarnir í grunnskólum. Með fíknivörnum er átt við allt starf í skólum sem miðar að því að koma í veg fyrir að börn og unglingar neyti ávana- og fíkniefna. Með ávana- og fíkniefnum er átt við áfengi, tóbak og önnur efni sem valda ávana eða fíkn. Á viðmiðunarstundaskrá fyrir grunnskóla eru ekki sérstakir tímar tilgreindir til fíknivarna, en skólar hafa nokkrar stundir til ráðstöfunar á viku sem hægt er að nýta m.a. í þessu skyni. Einnig hafa nokkur stór sveitarfélög stuðlað að skipulegri kennslu í fíknivörnum með því að greiða allan eða hluta kennslukostnaðar og bæta við stundum til þessara mála, einkum í 7. og 8. bekk grunnskóla. Milli 50–60% nemenda í þessum árgöngum fá kennslu í námsefninu „Að ná tökum á tilverunni“ (Lions Quest) sem er langviðamesta kennsluefni í fíknivörnum í grunnskólum. Efnið kom fyrst út árið 1990 og hefur notkun þess farið vaxandi undanfarin ár og viðtökur yfirleitt verið jákvæðar hjá kennurum, nemendum og foreldrum. Hver grunnskóli skipuleggur fíknivarnakennsluna og ætlast er til að stefna skólans á þessu sviði eins og öðrum birtist í skólanámskrá skólans.
    Ekki liggur fyrir nákvæm vitneskja um umfang fíknivarnakennslu í grunnskólum eða hvers konar aðferðum er beitt, nema í tengslum við námsefnið „Að ná tökum á tilverunni“. Menntamálaráðuneytið hefur óskað eftir upplýsingum frá grunnskólum um fíknivarnakennsluna og nú er unnið að úrvinnslu úr þeirri könnun. Fyrir liggja nokkrar skýrslur frá menntamálaráðuneytinu um námsefnið „Að ná tökum á tilverunni“.

         b) framhaldsskólum,
    Könnun sem gerð var á vegum menntamálaráðuneytisins haustið 1995 meðal skólameistara í framhaldsskólum sýnir að í næstum öllum framhaldsskólum fer fram einhver fræðsla um fíkniefni og afleiðingar fíkniefnaneyslu. Misjafnt er hvernig staðið er að umfjöllun um þessi mál, en hún er m.a. tengd kennslu í líffræði, heilbrigðisfræði, félagsfræði, sálfræði og íþróttum. Einnig er um það að ræða að ýmsir utan skólans séu fengnir til að fjalla um fíkniefnamál á skólatíma.
    Í gildandi námskrá fyrir framhaldskóla er ekki fjallað sérstaklega um fíkniefni og afleiðingar fíkniefnaneyslu, en endurskoðun námskrárinnar stendur fyrir dyrum.
    Á vorönn 1996 hefur á vegum menntamálaráðuneytisins og Félags framhaldsskólanema verið í gangi sérstakt tilraunaverkefni í fíknivörnum, svokölluð jafningjafræðsla. Verkefnið miðar að því að virkja nemendur sjálfa í að breyta viðhorfum til fíkniefnaneyslu og vinna að stefnumörkun fyrir framhaldsskóla í fíknivarnamálum.

         c) félagsmiðstöðvum ungs fólks?
    Félagsmiðstöðvar eru einkum í Reykjavík. Félagsmiðstöðvarnar þar vinna að forvörnum meðal barna og unglinga fyrst og fremst með því að bjóða upp á félags- og tómstundastarf sem unglingar hafa áhuga á og taka virkan þátt í. Fræðsla um afleiðingar notkunar vímuefna er mikilvægur liður í dagskrá félagsmiðstöðva. Starfsfólk miðstöðvanna sinnir fræðslunni auk þess sem það leitar samráðs við fagfólk á ákveðnum sviðum. Markmið forvarnastarfsins er að auka þekkingu á hættunni við að neyta vímuefna, hafa áhrif á viðhorf unglinga gegn ávana- og fíkniefnum, hafa áhrif á atferli þeirra þannig að þeir kjósi að neyta ekki ávana- og fíkniefna. Starfsmenn reyna með þessum hætti að hafa áhrif á lífsstíl unglinganna þannig að þeir kjósi heilbrigðan lífsstíl. Félagsmiðstöðvarnar vinna 1. og 2. stigs forvarnarstarf með því að koma í veg fyrir að unglingar hefji neyslu ávana- og fíkniefna og með því að stöðva neyslu. Í miðstöðvunum gilda skýrar reglur um áfengi og tóbak. Reykingar eru stranglega bannaðar innan sem utan dyra og áfengi og önnur vímuefni eru stranglega bönnuð. Brjóti unglingur þessar reglur er heillavænlegast að skoða aðgerðir út frá því hvað honum er fyrir bestu.

22.    Hefur verið miðlað markvissri fræðslu til foreldra um fíkniefnamál?
        Ef svo er, hvernig og í hve miklum mæli?

    Lögregluyfirvöld sinna öllum þeim beiðnum sem til þeirra berast um fræðslu á sviði vímuvarna, hvort sem um er að ræða grunnskóla, framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar eða foreldra. Lögregluyfirvöld eru stærðar sinna vegna misjafnlega í stakk búin til að sinna forvörnum. Af þeim sökum hafa fulltrúar frá fornvarnardeild lögreglunnar í Reykjavík haldið marga slíka fræðslufundi á landsbyggðinni.
    Þá hafa skólalæknar og skólahjúkrunarfræðingar haldið uppi mikilli fræðslu í skólum. Fleiri koma að forvörnum en því miður hefur ekki verið fyrir að fara einni yfirstjórn á forvarnarmálum sem telja verður skynsamlegt til að mannafli og fé nýtist sem best og samhæfing komi fram í áherslum. Hluta af námsefni Lions Quest er beint til foreldra en eins og áður hefur komið fram er það ekki kennt í öllum skólum landsins. Engin markviss fræðsla er að öðru leyti um fíkniefnamál ætluð foreldrum. Foreldrafélög grunnskóla hafa þó mörg tekið þessi málefni sérstaklega fyrir á fræðslufundum. Einnig hafa ýmsir aðilar sent foreldrum upplýsingaefni. Rétt er að geta þess að verið er að gera heildarúttekt á forvarnarmálum af nefnd sem skipuð var af dómsmálaráðherra í upphafi árs 1996. Vænta má niðurstöðu þeirrar vinnu sumarið 1996 (sjá einnig svar við spurningu 15. hér að framan).

23.    Hafa verið gerðar athuganir á áhrifum fíkniefnaneyslu á fjölskyldur fíkniefnaneytenda?
        Ef svo er, hverjar voru niðurstöður og hvernig á að bregðast við þeim?

    Ein rannsókn er í gangi á vegum Lögreglustjórans í Reykjavík þar sem þessi mál eru könnuð. Vænta má niðurstaðna úr henni á árinu 1996. Erlendar rannsóknir eru margar og flestar komast að þeirri niðurstöðu að neysla fíkniefna hafi mjög slæm áhrif á allt fjölskyldulíf. Á það jafnt við hvort heldur neyslan er hjá foreldrum eða börnum. Oft ríkir mikil upplausn á heimilum þar sem foreldrar eru í neyslu fíkniefna og eru dæmi þessa mjög mörg. Sömu sögu er að segja um áhrif þess á fjölskyldulíf er börn hefja neyslu fíkniefna. Foreldrar standa ráðþrota frammi fyrir vanda sem þeir þekkja lítið til og eiga oft erfitt með að bregðast við. Þegar metið er hvað skynsamlegt sé að gera í forvörnum í fíkniefnamálum verður að taka mið af því að fræðslan má ekki vera bundin við börnin og unglingana heldur þarf einnig að miðla fræðslu til foreldra.

24.    Til hvaða aðgerða hyggst ríkissstjónin grípa til að koma í veg fyrir dreifingu, innflutning og neyslu fíkniefna?
    Ráðuneyti þau sem ávana- og fíkniefnamál heyra undir hafa um langt skeið staðið fyrir margvíslegum aðgerðum til að draga úr og hindra neyslu þessara efna og þar með innflutning og dreifingu.
    Í byrjun þessa árs ákvað dómsmálaráðherra að hrinda af stað átaki í ávana- og fíkniefnavörnum í því skyni að:
—    athuga hvort herða beri viðurlög við dreifingu ávana- og fíkniefna,
—    athuga hvort endurskoða þurfi meðferð ákæruvalds og dómstóla á brotum vegna ávana- og fíkniefna,
—    efla löggæslu og önnur úrræði gegn dreifingu og neyslu ávana- og fíkniefna,
—    efla forvarnir á sviði ávana- og fíkniefna, þar á meðal fræðslu í skólum,
—    bæta úrræði og leita nýrra leiða til að endurhæfa ungmenni sem leiðst hafa út í neyslu ávana- og fíkniefna,
—    skoða meðferðarúrræði fyrir ungmenni sem í tengslum við ávana- og fíkniefnaneyslu hafa leiðst út í afbrot og fengið refsidóma vegna þeirra.
    Verkefnisstjórn átaksins er að störfum og mun skila áliti sínu og tillögum til ráðherra í maímánuði nk.
    Í lok janúar sl. ákvað ríkisstjórnin að tillögu dómsmálaráðherra, menntamálaráðherra, félagsmálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að samræma aðgerðir vegna átaks í ávana- og fíkniefnavörnum. Jafnframt var ákveðið að stofna nefnd ráðuneyta í ávana- og fíkniefnavörnum. Verkefni nefndarinnar er:
    1. Að fylgjast með vinnu sem hvert ráðuneyti hefur með höndum eða kann að setja af stað til að samræma verkefni og aðgerðir þeirra á sviði ávana- og fíkniefnavarna og koma í veg fyrir tvíverknað vegna skörunar á verkefnum milli ráðuneyta.
    2. Að skoða verkaskiptingu milli ráðuneyta á þessu sviði m.t.t. skörunar og gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um framtíðarfyrirkomulag verkaskiptingar.
    3. Að grípa inn í og ákveða í hvaða ráðuneyti verkefni á þessu sviði skuli unnið, komi tvíverknaður í ljós. Nefnd ráðuneytanna mun einnig skila sínum tillögum í maí, m.a. um framtíðarfyrirkomulag verkaskiptingar milli ráðuneyta á þessu sviði.
    Forvarnir á þessu sviði eru í höndum nokkurra ráðuneyta. Á sl. ári var stofnaður sérstakur forvarnasjóður í áfengismálum sem ætlað er að styrkja forvarnaverkefni vegna áfengisvarna aðallega sem og annarra vímuefnavarna. Sjóðurinn hefur 50 m.kr. til ráðstöfunar á þessu ári. Þar af hefur fjárlaganefnd ákveðið ráðstöfun liðlega 20 m.kr. til þessara mála svo sjóðstjórn getur veitt um 29 m.kr. Frestur til að skila umsóknum er nýlega útrunninn og er verið að fara yfir þær.
    Verkefni sem sjóðurinn mun styrkja verða væntanlega bæði á sviði skammtíma- og langtímaforvarna. Í sjóðstjórn eiga sæti fulltrúar þeirra ráðuneyta sem hlut eiga að máli og er stefnt að því að nýta með markvissari hætti þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru til forvarnastarfs á þessu sviði.

25.    Eru áform uppi um að fela einu ráðuneyti ábyrgð þessa málaflokks eða styrkja toll- og löggæslu í þessu skyni?
    Varðandi áform um að fela einu ráðuneyti ábyrgð þessa málaflokks vísast til svars við spurningu 24 um verkefni nefndar fjögurra ráðuneyta sem þessi mál heyra undir. Varðandi áform um að styrkja toll- og löggæslu þá er efling löggæslu meðal þess sem verkefnisstjórnin mun skoða í sinni vinnu sem og hlutverk tollgæslu og samvinna þessara aðila.

II.


Um þróun ofbeldis.



1.    Eru afbrot hlutfallslega tíðari í þéttbýli en dreifbýli?
        Hvaða rannsóknir liggja fyrir um þau mál?

    Engar rannsóknir liggja fyrir um þetta atriði hér á landi. Engum einum aðila hefur verið falið að hafa yfirstjórn tölfræðilegra upplýsinga vegna afbrotamálefna. Unnið er að breytingum á þessu sviði og hefur nú nýverið verið tekin upp samræmd skráning allra lögreglustofnana þannig að hægt verði að greina afbrotatíðni eftir landshlutum í framtíðinni.

3.    Hafa breytingar verið gerðar á löggæsluformi samhliða breytingum í þjóðfélaginu?
        Er svo er, hverjar og hjá hvaða lögregluliðum?

    Meginhlutverk lögreglu er að halda uppi lögum og reglu og koma í veg fyrir að brotið sé gegn þeim. Áherslur í löggæslu hafa sætt nokkrum breytingum sem einkum hafa verið í þá veru að færa lögregluna nær borgurunum. Er sú breyting í samræmi við þróun sem hefur verið erlendis á liðnum áratug. Einn liður slíkra breytinga er opnun lögreglustöðva sem sinna sérstökum hverfaeiningum. Erfitt er að meta þessar breytingar á landsvísu þar sem þær taka einkum til löggæslu á höfuðborgarsvæðinu. Ef litið er til embættis lögreglustjórans í Reykjavík, sem er langfjölmennasta lögreglulið landsins, þá hefur verið unnið að slíkum breytingum síðan 1988. Opnaðar hafa verið lögreglustöðvar og lögreglumenn settir í þjónustuverk í einstökum hverfum. Árangur þess hefur skilað sér í meiri samvinnu lögreglu og borgara og greiðara upplýsingaflæði milli þessara aðila. Fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi löggæslu í landinu koma til með að greiða fyrir upplýsingaflæði til lögreglu verði rannsóknir stundaðar af staðbundnum lögregluliðum. Ekki er hægt að neita því að nokkrar breytingar hafa átt sér stað í þá veru að afbrotastarfsemi sé skipulagðari en áður þekktist. Slík breyting kallar á ný og bætt vinnubrögð lögreglu.

4.    Hvaða úrræðum hefur verið beitt gagnvart ungum afbrotamönnum, hverjir hafa yfirstjórn slíkra úrræða og hvaða árangri hafa þau úrræði skilað?
5.    Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á þessum úrræðum?

    Ef höfð eru afskipti af unglingum yngri en 15 ára er skýrsla vegna þeirra send félagsmálayfirvöldum á viðkomandi stað. Samkvæmt lauslegri könnun virðast þeir flestir vera drengir. Nokkuð er misjafnt eftir umdæmum hvaða úrræði eru tiltæk fyrir félagsmálayfirvöld vegna málefna ungra afbrotamanna. Ef litið er sérstaklega til Reykjavíkur er starfrækt sérstök unglingadeild sem hefur yfirumsjón með þessum málefnum. Til skýringar má gera greinarmun á þeim úrræðum sem beitt er af Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og þeim úrræðum sem aðrir veita. Meðal úrræða Félagsmálastofnunar eru einstaklingsviðtöl, fjölskylduviðtöl, tilsjón, fjárhagsaðstoð veitt af hverfaskrifstofum, unglingaathvarf, vistun á einkaheimili, hópastarf unglinga og ferð með hálendishópi unglingadeildar, hópastarf fyrir þá unglinga sem brotið hafa af sér a.m.k. einu sinni, starfsemi Mótorsmiðjunnar, námskeið fyrir foreldra barna í afbrotum, unglingasambýli, tilsjónarsambýli, vinnuþjálfun og vímuefnahópur. Þá eru ýmis úrræði sem rekin eru af öðrum aðilum en Félagsmálastofnun, meðal þeirra eru rannsóknarvistun, skólavistun, námsráðgjöf, heimavistarskólar, aðstoð sálfræðideilda skóla, aðstoð og ráðgjöf Rauða krossins, starfsemi unglingageðdeildar unglingaráðgjöf o. fl. Eins og sjá má af þessari upptalningu eru ýmis úrræði reynd til að koma í veg fyrir að börn og unglingar haldi áfram á afbrotabrautinni. Engar sérstakar rannsóknir hafa verið gerðar á árangri. Gagnagrunnur er tiltækur svo mögulegt er að rannsaka gögn frekar. Fangelsismálastofnun hefur eingöngu afskipti af ungmennum sem orðin eru sakhæf, þ.e.a.s. 15 ára gömul, og hafa annaðhvort hlotið óskilorðsbundinn fangelsisdóm eða þá að ríkissaksóknari hefur frestað skilorðsbundið að gefa út ákæru á hendur þeim.

Ákærufrestanir.
    Á síðustu árum hefur ríkissaksóknari á ári hverju vísað málum 50 til 100 ungmenna á aldrinum 15 til 21 árs til Fangelsismálastofnunar. Eru þau undir umsjón og eftirliti unglingamálafulltrúa stofnunarinnar í 2 ár. Yfirleitt hafa þau gerst sek um auðgunar- og fjárréttindabrot ýmiss konar. Þau eru öll boðuð til stofnunarinnar til viðtals og athugun gerð á högum þeirra og stöðu. Reynt er að aðstoða þau eftir megni og fylgjast með þeim á skilorðstímanum. Athuganir benda til þess að um 5% þeirra ungmenna, sem ákæru er frestað gegn á höfuðborgarsvæðinu, séu seinna dæmd til fangelsisvistar. Þetta þyrfti þó að rannsaka betur ef draga ætti af því víðtækari ályktanir. Rétt er að geta þess að hér er eingöngu um að ræða ungmenni af höfuðborgarsvæðinu. Fangelsismálastofnun er ekki kunnugt um slíka aðstoð við ungmenni úti á landsbyggðinni. Mál þeirra sendir ríkissaksóknari viðkomandi sýslumannsembættum til afgreiðslu. Þar er ákærufrestunin birt fyrir hinum brotlega, en mál hans ekki athuguð nánar eða hann hafður undir sérstöku eftirliti eftir því sem best er vitað.

Málefni ungra fanga.
    Almennt séð er fátítt að ungmenni á aldrinum 16 til 17 ára hljóti óskilorðsbundna fangelsisdóma. Þeim hefur þó farið fjölgandi og skar árið 1995 sig nokkuð úr. Þá afplánaði einn 16 ára unglingur og fimm 17 ára unglingar refsidóma. Einn úr síðarnefnda hópnum afplánaði þrisvar á árinu. Ekki er unnt að segja til um hvort þessi þróun haldi áfram. Fangelsismálastofnun hefur reynt að senda yngri dómþola til vistunar á Kvíabryggju. Þó er ekki æskilegt að safna saman á einn stað mörgum ungmennum í sambærilegri stöðu, sem þar að auki þekkjast innbyrðis og hafa staðið saman í afbrotum. Reynslan hefur auk þess sýnt að sumir dómþolar á þessum aldri eru orðnir svo erfiðir að ekki er unnt að vista þá í opnu fangelsi, meðal annars vegna strokhættu og ofbeldishneigðar. Reynt er að dreifa þeim á fangelsin, en þeir sem hlotið hafa lengstu dómana afplána á Litla Hrauni. Þar stendur þeim m.a. til boða skólaganga á staðnum í Fjölbrautaskóla Suðurlands, vinna og aðstoð sálfræðings, heilbrigðisfólks og annars starfsfólks Fangelsismálastofnunar. Verið er að byggja 630 fermetra vinnu- og íþróttaskála á Litla Hrauni og er reiknað með því að hann verði tekinn í notkun snemma sumars 1996. Önnur aðstaða á Litla Hrauni hefur einnig verið stórbætt. Bæði er að tekið hefur verið í notkun nýtt fangelsi og þá hefur eldra húsnæði annaðhvort verið aflagt sem fangarými eða það endurnýjað. Þá má segja að í fyrsta sinn í íslenskri fangelsissögu sé nú komin á raunveruleg deildaskipting í refsivistarstofnun. Fangar eru því aðgreindir eftir aldri, stöðu, félagslegum aðstæðum o.fl. Ungir kvenfangar eru undantekningarlaust vistaðir í Kópavogsfangelsinu.
    Á árinu 1995 heimilaði Fangelsismálastofnun 56 föngum að ljúka afplánun utan fangelsa, þ.e.a.s. annaðhvort í 6 vikna vímuefnameðferð á sjúkrastofnunum SÁÁ eða á áfangaheimili félagasamtakanna Verndar í Reykjavík og stunda þaðan vinnu eða nám. Lagt verður mat á árangur þessa samstarfs á næstunni. Þá gengu lög um samfélagsþjónustu í stað styttri refsidóma í gildi 1. júlí 1995 og hefur þegar 34 dómþolum verið heimilað að taka út dóma sína með þessum hætti undir eftirliti og umsjón Fangelsismálastofnunar. Þessi úrræði koma að vísu sjaldan erfiðustu ungmennunum að haldi af ástæðum sem að framan greinir.
    Fyrirhugað er samstarf á milli fangelsismálastofnunar og Rauða kross Íslands um að þjálfaðir sjálfboðaliðar á vegum hinna síðarnefndu heimsæki fangelsin reglulega og bjóði föngum upp á vináttu og stuðning á meðan á afplánun stendur. Bundnar eru vonir við að þetta fyrirkomulag muni ekki síst koma yngri föngum að haldi. Unnið er að undirbúningi og reiknað er með að slíkar heimsóknir geti hafist haustið 1996.

6.    Hefur verið gerð rannsókn á því hvort aukið atvinnuleysi hér á landi undanfarin ár hafi tengst fjölgun afbrota? Ef svo er, hvaða afbrotum helst?
        Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á þessum málum?

    Ekki er vitað til að neinar rannsóknir hafi verið gerðar hérlendis sem beinlínis hafi tekið á þessu máli. Erfitt er að segja til um það hvort skýr tengsl séu milli fjölgunar afbrota og aukningar atvinnuleysis. Erlendar rannsóknir hafa ekki verið samdóma í þessum efnum heldur. Segja má að lengi vel hafi það verið fullyrt að hægt væri að benda á skýr tengsl þarna á milli, en með nánari rannsóknum hafi komið í ljós að þessi tengsl séu mun veikari en áður var talið. Það hefur til að mynda ekki haft veruleg áhrif á þróun afbrota þegar uppsveifla er í atvinnulífi og atvinnuleysi minnkar. Vert er að geta þess að sumar þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið á þessu sviði hafa bent til vissra tengsla milli atvinnuleysis og ákveðinna tegunda afbrota, einkum þjófnaðarbrota, en síður til tengsla við ofbeldisverk. Ekki má þó gera lítið úr því hvaða áhrif það kunni að hafa á einstaklinga að alast upp við atvinnuleysi og mikilvægi þeirrar festu í fjölskyldu- og félagslífi sem fylgir fastri atvinnu.

7.    Hvernig er staðið að rannsóknum á ofbeldisverkum?
    Rannsókn ofbeldisverka fer að hætti opinberra mála, þ.e. með hefðbundnum hætti. Hins vegar hefur RLR mælt fyrir um sérstaka meðferð hinna alvarlegri þessara mála með þeim hætti að þau skuli hafa forgang umfram önnur mál og eru í handbók RLR sérstök fyrirmæli um rannsókn þeirra. Lög nr. 31, 1988 sem mæltu fyrir um forgang hvað varðar rannsókn, ákæru og dómsmeðferð sifskapar- og skírlífisbrota fram yfir önnur refsilagabrot, hafa verið felld úr gildi eftir gildistöku laga nr. 19, 1991 um meðferð opinberra mála. Þá ber að geta þess að rannsókn kynferðisbrota er nú með markvissari hætti en áður var og hefur verið tekið upp náið samstarf við neyðarmóttöku slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi að því er varðar skoðun þolenda kynferðisofbeldis.

8.    Hver er tíðni ofbeldisverka hér á landi og samanburður við önnur lönd?
    Lítið fer fyrir rannsóknum af þessu tagi hér á landi og má nefna að samanburður hefur verið þeim annmörkum háður að samræmd skráning á brotum hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi. Sá samanburður sem gerður hefur verið kemur meðal annars fram í svari við spurningu 14 um fíkniefnamál hér að framan. Það hefur einkum verið hvað varðar upplýsingar frá alþjóðalögreglustofnuninni Interpol. Íslendingar hafa ekki látið í té fullgildar upplýsingar um fjölda afbrota eins og önnur ríki hafa gert til þeirra samtaka. (Sjá spurningu 14 um fíkniefnamál hér að framan.)

9.    Hversu margir þeirra sem sitja af sér refsidóma brjóta af sér á nýjan leik?
10.    Hversu háu hlutfalli refsifanga á undanförnum árum hefur verið gert að sitja af sér ítrekaða refsingu?

    Rannsókn sem gerð var árið 1985 á endurkomum í fangelsi hér á landi það ár sýndi að tæplega 60% dómþola komu aftur í fangelsi á 5 ára tímabili frá lausn. Almenna reglan er sú að því yngri sem dómþolar eru við fyrstu inngöngu í fangelsi þeim mun líklegra er að þeir komi aftur.
    Fyrstu niðurstöður úr nýlegri rannsókn sálfræðings Fangelsismálastofnunar sýna að endurkomuhlutfallið er nú undir 50%. Til samanburðar má geta þess að í nágrannalöndunum er þetta hlutfall talið mun hærra og ný finnsk rannsókn sýnir endurkomuhlutfall í finnsk fangelsi vera 79%. Nýleg bresk rannsókn sýnir nánast sama hlutfall, eða 78%.

11.    Hver er meðalaldur refsifanga og meðallengd refsidóma fyrir helstu ofbeldisbrot?
    Meðalaldur refsifanga sem nú afplána dóma fyrir ofbeldisbrot er 35 ár og meðallengd dóms er 345 dagar. Athuga ber að hér er einungis um mjög fáa einstaklinga að ræða (færri en 10 talsins).

12.    Hefur verið gerður samanburður á afbrotamálefnum hérlendis og erlendis?
13.    Er sú þróun sem orðið hefur hérlendis undanfarin ár á einhvern hátt sambærileg þróuninni erlendis?
14.    Hvaða rannsóknir eru tiltækar um þessi mál hér á landi?

    Í nokkrum rannsóknum hefur komið fram samanburður milli einstakra brotaflokka en ekki hefur verið gerð heildstæð úttekt á þessum málum. Með vísan til fyrri svara er það fyrst og fremst skortur á samræmdri skráningu hérlendis sem hefur hamlað þessum samanburði. Þessar rannsóknir hér á landi hafa tekið til rána og fíkniefnamála. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa sýnt að afbrotatíðni er nokkru lægri hér á landi en í nágrannalöndunum þótt svo virðist sem fremur sé aukning á brotastarfsemi hérlendis. Þá aukningu sem verið hefur hér á landi í einstökum brotaflokkum mátti sjá fyrir nokkrum árum annars staðar á Norðurlöndum. Það varðar einkum fjölgun fíkniefnamála, innbrota og þjófnaða. Þá eru væntanlegar niðurstöður úr rannsókn Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála „ESPAD 1995“ sem greint var frá við svari við spurningu 12 um fíkniefnamál. Sú rannsókn tekur þó einungis til 10. bekkjar. Rannsóknir grunnskóla á afbrotamálefnum almennt þyrftu að taka til stærri aldurshóps. Til þess að greina þróun í þessum málum þyrfti að gera langtímarannsóknir en þær hafa ekki verið framkvæmdar hér á landi (sjá einnig svar við spurningu 14 í 1. hluta og spurningu 8 hér að framan).

15.    Hafa verið gerðar kannanir á viðhorfum almennra borgara til afbrota og lögreglumála?
16.    Hafi slíkar rannsóknir verið gerðar, hverjar urðu niðurstöðurnar?

    Nokkrar kannanir hafa verið gerðar á viðhorfum almennings í garð lögreglu auk þess sem viðhorf almennra borgara hafa oft komið fram í fjölmiðlum í tengslum við einstök afbrotamál. Fyrsta könnunin af þessu tagi var gerð af Erlendi Baldurssyni afbrotafræðingi árið 1980. Könnunin fór þannig fram að valdir voru 600 menn af handahófi úr Reykjavík, 250 úr Suður-Múlasýslu og 250 frá Vestmannaeyjum. Allir einstaklingar voru á aldrinum 20 til 69 ára. Helstu niðurstöður voru að almenningur taldi að samskipti við lögreglu í heimasýslu eða bæjarfélagi væru góð, einungis 5,6% töldu þau slæm. Mjög fáir eða 6,5% vilja draga úr löggæslu en flestir vildu auka hana eða töldu hana hæfilega. Fimmta hverjum manni í úrtakinu fannst þó kostnaðurinn við löggæslu of mikill, en rúmlega helmingi fannst hann annaðhvort vera hæfilegur eða mega vera meiri. Þá taldi helmingur að lögbrotum og óspektum myndi fækka ef löggæslan yrði aukin, en rúmlega þriðji hver taldi að svo yrði ekki. Fólki fannst að lögreglan ætti að leggja mesta áherslu á að koma í veg fyrir afbrot, á umferðareftirlit og almenna aðstoð við almenning. Þeir eiginleikar sem flestir telja mest áberandi í fari lögreglunnar eru vingjarnleiki, drambsemi og tillitssemi. Hlutfallslega mun fleiri nefndu jákvæðu eiginleikana sem gefnir voru upp, heldur en þá neikvæðu. Þá voru þeir líka mun fleiri sem sögðust bera mikla virðingu fyrir lögreglunni heldur en þeir sem ekki gera það. Þá voru það tæp 70% þeirra sem samskipti höfðu haft við lögreglu árið fyrir rannsóknina sem sögðu þau hafa verið annaðhvort alltaf góð eða yfirleitt góð, en 7,3% sögðu að þau hefðu annaðhvort alltaf verið slæm eða yfirleitt slæm. Nokkur gagnrýni kom fram á lögreglu, einkum frá yngri þátttakendum í könnuninni. Sú gagnrýni var meðal annars í þá veru að lögreglan handtæki fólk oftar en ástæða væri til og hún tæki ekki nægjanlegt tillit til almennings. Þá virðast fleiri vera óánægðir með viðbrögð lögreglunnar í afbrotamálum heldur en „almennum málum“.
    Þá hefur dr. Helgi Gunnlaugsson lektor við Háskóla Íslands staðið fyrir tveimur könnunum á afstöðu Íslendinga til afbrota í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Fyrri athugunin var gerð árið 1989 og sú síðari árið 1994. Fram kemur að árið 1994 álitu mun fleiri afbrot vera mikið vandamál á Íslandi en árið 1989. Til dæmis taldi um þriðjungur afbrot vera mikið vandamál á Íslandi árið 1994 en ekki nema um 12% árið 1989. Þessar niðurstöður eru síðan bornar saman við þróun afbrota hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík fyrir svipað tímabil og fram kemur að málafjöldi breyttist ekki ýkja mikið á þessu tímabili nema innbrotum fjölgaði. Hins vegar sýnir greining á fjölda afbrotafrétta í fjölmiðlum að talsvert meira er fjallað um afbrot nú en á níunda áratugnum. Yfir 80% aðspurðra í viðhorfskönnuninni töldu refsingar á Íslandi of vægar árið 1994 en rúm 70% árið 1989. Flestir nefndu fíkniefnaneyslu sem mest vandamál afbrota í báðum könnunum, 40% árið 1989 og 31% 1994. Afstaða til ofbeldisbrota hafði þó breyst einna mest en mun fleiri nefndu ofbeldisbrot 1994 en fimm árum áður. Mikill meiri hluti aðspurðra, eða um 75% í báðum könnunum, taldi að vímuefnaneysla og erfiðar heimilisaðstæður séu mikilvægustu ástæður þess að fólk leiðist út í afbrot á Íslandi en mun færri nefna vægar refsingar eða efnahagslega erfiðleika sem mikilvægustu áhrifaþættina.
    Í apríl 1994 gerði ÍM Gallup könnun fyrir dómsmálaráðuneytið, Fangelsismálastofnun ríkisins og Lögregluna í Reykjavík. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þætti er snúa að lögreglu- og fangelsismálum, afbrotum og refsingum. Könnunin var símaviðtalskönnun og voru þátttakendur 1950 einstaklingar af öllu landinu á aldrinum 12 til 24 ára. Í þessari könnun voru menn spurðir um hversu örugga þeir teldu sig vera í sinni heimabyggð og síðan að næturlagi í Reykjavík. Þá kom í ljós að 6,7% höfðu sætt líkamlegu ofbeldi á sl. 12 mánuðum fyrir könnunina. Hlutfall karla var nokkru hærra (9,2%) en kvenna (4,0%). Algengast var að fólk á aldrinum 16 til 19 ára væri beitt ofbeldi. Ef litið er á búsetu kom í ljós að hlutfall þeirra sem beittir voru ofbeldi var hærra á Vestfjörðum (11,4%), Suðurlandi (8,6%) og Suðurnesjum (8,3%) en í Reykjavík (7,7%) en lægst var þetta hlutfall á Norðurlandi vestra (3,4%).
    Þá hefur Lögreglan í Reykjavík einnig gert slíkar rannsóknir í einstökum hverfum í tengslum við sérstök lögregluverkefni. Ein slík var gerð meðal íbúa í Árbæ og Austurbæ Reykjavíkur í desember 1994. Íbúar voru beðnir að forgangsraða verkefnum lögreglu eftir mikilvægi þeirra. Niðurstaðan var sú að 46% þáttakenda töldu að fíkniefnamál ættu að hafa forgang en síðan fylgdu umferðarmál með áherslu á öryggi yngstu vegfarendanna. Þá kom í ljós að íbúar lögðu mikla áherslu á forvarnarstarf og framkomu lögreglu. Reynslan af samskiptum við lögreglu voru í 82% tilvika góð en í 4% tilvika slæm. Aðspurðir um úrlausnir lögreglu töldu 59% þær vera góðar en 6% slæmar. Að lokum töldu 80% að auka mætti löggæsluna en enginn vildi minnka hana.
    Þá var gerð könnun meðal íbúa í Vesturbæ Reykjavíkur sumarið 1995 þar sem spurningalisti var sendur á 900 heimili. Endurheimtur voru 314 eða 35%. Þar kom fram að 16,9% svarenda höfðu orðið fórnarlömb afbrota árið 1994. Algengast var að það væri vegna innbrota og þjófnaða (6,3%), en nokkuð vegna skemmdarverka (5,6%) og 1% vegna líkamsárása. Íbúar voru spurðir hvað þeir teldu vera helstu vandamál í sínu hverfi og voru það innbrot og þjófnaðir (30,5%), umferðarmál (16,3%) og ofbeldisverk 2,0%. Þá voru þeir spurðir hvernig þeir teldu lögreglu rækja skyldustörf sín og töldu 23,4% það gert mjög vel, 38,3% vel, en 3,3% illa. Ekki er vitað til þess að aðrar stofnanir eða embætti hafi gert rannsóknir á þessu sviði.

17.    Hvernig er háttað vinnu í forvarnarmálum og þeim úrræðum sem fyrir hendi eru í afbrotamálum?
18.    Hvar fer heildarstjórnun slíkra úrræða fram og eru þau samhæfð í öllum byggðarlögum?

    Forvarnarmál eru undir umsjón nokkurra embætta og stofnana og hefur það sætt gagnrýni að ekki skuli vera ein samræmd stjórnun á þessum málum. Bent er á svör við spurningu 15, 21 og 22 um fíkniefnamál hér að framan. Eins og áður er getið sætir heildarskipulag í forvarnarmálum nú endurskoðun af nefnd sem ríkisstjórnin ákvað að skipa að tillögu dóms- og kirkjumálaráðherra og starfar á vegum þess ráðuneytis. Bent er á að um áratug og þar til á síðasta ári starfaði á vegum forsætisráðuneytis sérstök samstarfsnefnd ráðuneyta um fíkniefni, en í þeirri nefnd áttu sæti fulltrúar félagsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og dóms- og kirkjumálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Hlutverk nefndarinnar var m.a. að samræma störf ráðuneyta og stofnana að fíkniefnavörnum.

19.    Hver er kyn- og aldursdreifing þolenda og gerenda ofbeldisbrota, þar með talin kynferðisbrot?
    Að því er hin alvarlegustu brot varðar, þ.e. manndráp af ásetningi er aldursdreifingin frá 15 ára til 51 árs. Meðalaldur karla er 28,0 ár og kvenna 34,6 ár. Samsvarandi tölur fyrir brotaþola eru 35,1 ár fyrir karla en 32,7 ár fyrir konur. Um kynferðisbrot er það að segja að meðalaldur gerenda fyrir öll slík brot er 34 ár, en fyrir nauðganir 29 ár. Aldur þolenda er fyrir öll brot 19 ár en nauðganir 26 ár. Miðað er við mál frá áunum 1988 til 1994. Það ber þó að árétta að tölur þessar eru frá starfssvæði RLR (stjórnsýsluumdæmi).

20.    Hvernig hefur ofbeldi breyst á undanförnum árum með tilliti til alvarleika og þess hvar því er beitt?
21.    Hvaða aðferðum er algengast að beitt sé við ofbeldisverk og hverjar eru helstu orsakir ofbeldis?

    Hér liggja fáar rannsóknir til grundvallar. Hins vegar virðist sem ofbeldi sé nú oftar beitt af litlu tilefni og af meinfýsi. Spörk eru algeng og virðist sem þeim sé beint að viðkvæmum stöðum svo sem höfði. Nokkrar greinar hafa verið skrifaðar um þessi mál af lögreglu og öðrum. Það er ekki hægt að segja að ofbeldi hafi aukist, en hins vegar hafa aðferðir og áverkamynstur breyst. Varasamt er að draga ályktanir um raunverulega fjölgun eða fækkun ofbeldisverka án þess að fyrir liggi ítarlegar rannsóknir þar sem tekið er tillit til allra gagna. Slíkar rannsóknir liggja ekki fyrir hér á landi nema að mjög takmörkuðu leyti. Meðal þess sem hafa verður í huga er:
    1) heildarfjöldi ofbeldisbrota: bæði þeirra sem tilkynnt eru til lögreglu og eins þeirra sem koma til slysadeilda.
    2) skipting m.t.t. alvarleika: bæði lagalegar og læknisfræðilegar skilgreiningar.
    3) sundurgreining afbrota: aðferð, tilefni, eðli, kyn og aldur aðila.
    Mjög er brýnt að gera stöðugar og ítarlegar rannsóknir á þeim atriðum sem leiða til ofbeldis, svo að hægt sé að segja til um þróun og gera viðeigandi ráðstafanir. Ofbeldi er háð mörgum atriðum og getur ástand manns, aðstæður og ýmsir samverkandi þættir leitt til ofbeldis. Meðal áhættuþátta eru:
    1. Ölvunarsástand. Áfengi er sennilega helsti ofbeldishvetjandi vímugjafinn og reynsla þess leiðir oft af sér ofbeldisháttsemi, auk þess sem ölvaðir einstaklingar eru einnig ákjósanleg fórnarlömb ofbeldismanna og annarra misindismanna.
    2. Fíkniefni. Önnur fíkniefni en áfengi eru ekki eingöngu ofbeldishvetjandi heldur verða neytendur oft haldnir ofsóknarbrjálæði sem m.a. lýsir sér í því að menn vopnast sér til varnar gegn ímynduðum andstæðingum og það eykur líkur á alvarlegu ofbeldi.
    3. Þrengsli. Þrengsli geta skapað ertandi umhverfi og leitt til ofbeldisverka.
    4. Ofbeldismyndir eða leikir. Til eru dæmi um það hjá lögregluyfirvöldum að tiltekin ofbeldisverk megi rekja til áhorfs ofbeldismynda. Hefur komið fram bein vísan til tiltekins verknaðar, en einnig er hugsanlegt að mikið áhorf á ofbeldi geti með tímanum rýrt virðingu og jákvætt hugarfar í garð annarra. Nokkuð skiptar skoðanir eru meðal fræðimanna um þessi mál, enda mörg sjónarmið sem þessu tengjast og erfitt að einangra orsaka- og áhrifaþætti.
    5. Ofbeldisumræða í fjölmiðlum. Í rannsókn sem dr. Helgi Gunnlaugsson lektor við Háskóla Íslands gerði kom fram mikil breyting á umfjöllun um þessi efni á árunum frá 1989 til 1993. Ef tekið væri mið af umfjöllun fjölmiðla einni saman mætti halda að mikil aukning hefði orðið á beitingu ofbeldis á þessu tímabili. Hins vegar var einnig kannað umfang mála hjá lögregluyfirvöldum sem gaf ekki til kynna miklar breytingar. Mikil og hasarkennd umfjöllun fjölmiðla getur alið á ótta og óöryggi borgaranna meira en góðu hófi gegnir.
    6. Aðgengi að vopnum. Aðgengi að vopnum, eða öðrum hlutum sem hægt er að beita sem vopnum, getur ráðið miklu um það hvort ofbeldi verði smávægilegt eða alvarlegt. Alvarleiki ofbeldis ræðst oft af því hvar það á sér stað og hvaða hluta er hægt að grípa til. Flest alvarlegustu tilvikin eiga sér stað í heimahúsum. Þar er greiðastur aðgangur að vopnum, t.d. hnífum, sem eru langalgengustu morðvopnin á Íslandi.

Hefur ofbeldi aukist?
    Ef horft er til þeirra þátta sem oft virðast vera samfara beitingu ofbeldis og nefndir hafa verið hér að framan væri eðlilegt að telja að ofbeldi hljóti að hafa aukist mikið. Það á einkum við þar sem heildarfjöldi tilkynntra ofbeldisverka til lögreglu hefur aukist. En aukning á tilkynntum brotum til lögreglu þarf ekki að fela í sér að um raunfjölgun sé að ræða. Skipulagsbreytingar og meiri nálægð lögreglu við borgara getur leitt til þess að hærra hlutfall brota er kært til lögreglu en áður var. Til að fá gleggri mynd af stöðu ofbeldisbrota er mjög gagnlegt að skoða upplýsingar frá slysadeildum því þangað leitar meiri hluti þeirra sem skaða hljóta við ofbeldisbrot. Í þessu sambandi er gott að skoða sérstaklega yfirlit sem fylgir spurningu 26 hér á eftir frá slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Yfirlit slysadeildar sýnir mjög litla fjölgun mála frá 1975 ef tekið er tillit til íbúafjölda.
    Ýmsir samverkandi þættir hafa breytt mynstri ofbeldis. Aukin áfengis- og fíkniefnaneysla hefur vegið þar þungt og aukið alvarleika verknaða þótt ekki sé alltaf um fjölgun tilvika að ræða. Þá er þó ekki síður alvarleg þróun sem þar kemur fram. Oft er þar um að ræða tilefnislausar árásir. Við skoðun á lögregluskýrslum kemur skýrt fram að áfengi er án nokkurs vafa helsti ofbeldisverkandi vímugjafinn sem þekkist, auk þess sem hátt hlutfall þeirra sem verða fórnarlömb ofbeldis er einnig undir áhrifum áfengis. Drykkjuvenjur Íslendinga eru að mestu leyti bundnar við helgar, og ofbeldi er einnig mest á þeim tíma. Ekki er hægt að sjá hversu áfengisneyslan ein sér á mikinn þátt í ofbeldisbrotum, en ljóst er að meiri hluti líkamsmeiðinga á Íslandi gerist í framhaldi af deilum ölvaðs fólks. Þessar niðurstöður eru samt ekki einhlítar því t.d. árið 1988 voru framin 6 manndráp á Íslandi. Ári síðar var bjór lögleiddur og jókst áfengissalan um 23% að vínandamagni. Það ár var ekkert manndráp framið á Íslandi, en alvarlegum ofbeldisverkum, svo sem ránum, fjölgaði gífurlega og fleiri þurfti að leggja á spítala vegna ofbeldisáverka.
    Áfengis- og vímuefnaneysla virðist skapa umhverfi sem eykur mjög líkur á ofbeldisverkum. Aukin neysla er greinanleg á efnum sem eru ofbeldishvetjandi og skapa einnig ótta til að beita ofbeldi að tilefnislausu. Það hefur aukist að menn geta síður gefið skýringu á þeim verkum sem þeir fremja. Í rannsókn á þessum málum sem Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, gerði árið 1992 hafa þessir áhrifaþættir komið skýrt fram. Auk þess vakti athygli mjög mikið áfengismagn í blóði (yfir 2 prómill) og hátt hlutfall kókaíns eða amfetamíns í blóði sem talið var á mörkum eitrunar. Þá kom einnig fram, ef borin eru saman árin 1985 og 1992 að hlutfall líkamsmeiðinga í heimahúsum hefur hækkað úr 14,5% í 27%, árásir á almannafæri standa nánast í stað (fjölgaði úr 21% í 22%) og þeim fækkaði mikið inni á veitingahúsum, úr 44,9% í 24,5%. Ef litið er á aðdraganda átaka fjölgaði þeim tilvikum þar sem deilur voru milli manna, úr 25,2% í 57,7% en fyrirvaralausar árásir höfðu svipað hlutfall eða frá 34% í 34,4%. Árásarmenn voru í 95% tilvika karlmenn, og hélst það óbreytt milli þessara ára. Kyn þolenda breyttist aðeins að því leyti að hlutur karla jókst úr 74% í 78,7%. Ef litið er á beitingu ofbeldis fjölgaði mjög tilvikum þar sem slegið var og sparkað (úr 4,2% í 8,5%) eða sparkað í liggjandi mann (2,3% í 7,1%).

22.    Hvernig hefur þróunin orðið á sl. 10 árum á fjölda kynferðisbrota og aldri gerenda og þolenda?
    Hér er vísað til svars við spurningu 19 hér að framan að því er varðar aldur gerenda og þolenda, en hann virðist ekki hafa breyst að neinu marki. Að því er varðar frekari svör við þessari spurningu má vísa til ítarlegs svars RLR 9. desember 1993 við fyrirspurn frá Önnu Ólafsdóttur Björnsson nr. 251 á 117. löggjarfarþingi (224. mál), um ýmis mál er varða kynferðisbrot. Auk þess er verið að semja svör við fyrirspurn vegna sifskapar- og kynferðisbrota á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sem birt verður bráðlega.

23.    Hve margir dómar hafa fallið vegna kynferðisbrota sl. 10. ár?
        Hversu margir dómar hafa kveðið á um fangavist?
        Hversu margir dómar hafa kveðið á um önnur úrræði og þá hver?
        Hversu margir sektardómar hafa verið felldir og hversu hátt hlutfall sekta hefur innheimst?


         

Óskb.


         

Óskb.

Óskb.

/skb.

Skb.

Ekki


Ár:     

Óskb.

/sekt

/skb.

/sekt

Skb.

/sekt

Sekt

refsing

Annað

Samtals



1986     
4
0 6 0 1 0 0 0 0 11
1987     
4
1 4 0 2 0 0 0 0 11
1988     
9
0 0 0 3 0 0 0 0 12
1989     
4
0 3 0 4 0 0 1 0 12
1990     
11
0 4 0 6 0 1 0 0 22
1991     
8
0 4 0 9 0 0 0 0 21
1992     
10
0 1 0 3 0 0 0 0 14
1993     
16
0 1 0 5 0 1 0 0 23
1994     
11
0 6 0 8 2 0 0 1 28
1995     
16
0 4 0 3 0 1 1 0 25

    Eins og kemur fram í þessari töflu hér að ofan þá hefur verið kveðið á um sektargreiðslu í 6 dómum samtals 424.000 krónur. Um innheimtuhlutfall vísast til svars við spurningu 11 um fíkniefnamál hér að framan.

24.    Hvernig er búið að þolendum kynferðisbrota og eru áform um að herða refsingu fyrir kynferðisbrot?
    Umtalsverðar breytingar voru gerðar á ákvæðum hegningarlaga í kjölfar skýrslu nauðgunarmálanefndar sem birt var 1989. Þær breytingar voru meðal annars til þess ætlaðar að bæta aðstöðu fórnarlamba kynferðisafbrota. Ekki er hægt að sjá að á annan hátt sé búið að þolendum hér á landi en þekkist í nágrannalöndum okkar. Ekki eru uppi nein áform um að gera frekari breytingar á þessum kafla hegningarlaga í þá veru að þyngja refsingar.

25.    Hvaða breytingar urðu með nýjum skaðabótalögum í sambandi við rétt fórnarlamba ofbeldis til skaðabóta?
        Hefur hann rýrnað?

    Engar breytingar urðu á rétti fórnarlamba ofbeldis til skaðabóta við gildistöku laga nr. 50/1993. Sú breyting varð með gildistöku laganna að ríkissjóður ábyrgist greiðslu til fórnarlamba á sérstaklega tilgreindum bótum.

26.    Hvaða breytingar hafa orðið á áverkum af völdum ofbeldis sem meðhöndlaðir hafa verið á sjúkrahúsum síðustu 20 ár, sundurliðaðar eftir árum, varðandi eftirfarandi:
        a) heildarfjölda mála,
        b) fjölda innlagna,
        c) alvarleika miðað við læknisfræðilegu staðlana AIS og ISS, óskað er tölulegra upplýsinga ásamt helstu útskýringum á læknisfræðilegu mati,
        d) kyn og aldursskiptingu ofbeldisþola?

    Á meðfylgjandi töflu má sjá fjölda þeirra sem leitað hafa til slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur síðan 1975 vegna ofbeldis sem þeir hafa verið beittir.

Ár          

Karlar

Konur

Samtals

Íbúafjöldi

Hlutfall í %

Fjöldi innlagna

Karlar

Konur



1975     
1045

486

1531

84856

1,80

52

42

10


1976     
1135

495

1630

84493

1,93

59

44

15


1977     
1218

571

1789

83887

2,13

49

38

11


1978     
1334

597

1931

83376

2,32

54

36

18


1979     
1159

496

1655

83536

1,98

55

34

21


1980     
981

465

1446

83766

1,73

41

29

12


1981     
811

357

1168

84593

1,38

55

41

14


1982     
916

364

1280

86092

1,49

46

30

16


1983     
905

370

1275

87309

1,46

59

45

14


1984     
1075

385

1460

88745

1,65

59

51

8


1985     
982

384

1366

89868

1,52

57

43

14


1986     
980

380

1360

91497

1,49

46

36

10


1987     
1229

463

1692

93425

1,81

46

31

15


1988     
1479

549

2028

95811

2,12

74

56

18


1989     
1640

580

2220

96708

2,30

86

64

22


1990     
1466

561

2027

97569

2,08

78

56

22


1991     
1471

521

1992

99623

2,00

76

57

19


1992     
1474

564

2038

100850

2,02

80

54

26


1993     
1186

475

1661

101824

1,63

59

47

12


1994     
1410

556

1966

103020

1,91

122

62

60



    Athyglisvert er að sjá að hlutfall þeirra sem leita til slysadeildar vegna ofbeldis hefur ekki aukist svo marktækt sé síðan 1975 ef tekið er tillit til íbúafjölda í Reykjavík. Í reynd er það mjög sérstakt miðað við þær aðstæður sem skapast hafa hér undanfarin ár og eru taldar hvatar að ofbeldisverkum. Því miður er ekki fyrir að fara upplýsingum hliðstæðum þessum frá öðrum stöðum á landinu.
    Á skurðlæknaþingi 1993 birtu þrír læknar á slysa- og bæklunardeild Borgarspítala (Sjúkrahús Reykjavíkur), þeir Björn Zoëga, Brynjólfur Mogensen og Helgi Sigvaldason, niðurstöður rannsóknar þeirra á áverkum eftir ofbeldi í Reykjavík. Við rannsókn þeirra kom í ljós að tíðni innlagna eftir ofbeldi hafði tvöfaldast á árunum 1974 til 1991 en heildartíðni ofbeldis var á þessu tímabili breytileg. Þessi aukning á innlögnum var einkum á síðari hluta tímabilsins. Fjölgun innlagna getur hugsanlega skýrst af breyttu áverkamynstri. Alvarleiki áverkanna virðist ekki hafa aukist miðað við AIS- og ISS-staðla. Innlögnum vegna andlitsáverka hefur fækkað en brotum, kviðarhols- og kynfæraáverkum hefur fjölgað. AIS og ISS eru aðþjóðlegir staðar sem notaðir eru við alvarleikaflokkun áverka. Ekki reyndist unnt að fá nánari útskýringar á læknisfræðilegu stöðlunum á þeim tíma sem var til skýrslugerðarinnar.
    Ef litið er á fjölda þeirra sem lagðir eru inn á slysadeild, sem jafnan eru þeir sem hljóta alvarlegustu áverkana, þá hefur hlutfall kvenna hækkað mjög, og eru þær nú nær helmingur þeirra sem inn eru lagðar. Árið 1975 voru það aðeins 2% þeirra kvenna sem komu á slysadeild vegna ofbeldisáverka sem varð að leggja inn en árið 1994 voru þær 10%. Það sem skekkir þessa mynd nokkuð er að árið 1994 var byrjað að skrá sem innlagnir komur kvenna sem leita til neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota. Hlutfall karla hefur hins vegar hækkað minna og er reyndar ekki hæst fyrir árið 1994 ef litið er á þetta 20 ára tímabil. Þessar upplýsingar eru því í raun staðfesting þess að ofbeldi hafi ekki aukist til muna heldur form þess breyst að nokkru marki.
    Ef litið er á aldursdreifingu þeirra sem leituðu til slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur kemur fram að það hafa orðið breytingar síðan 1975. Hjá körlum hefur aldurinn heldur lækkað og er stærsti hópur þeirra sem aðstoðar leita nú 15 til 19 ára (32,5% en var áður 17,9%). Árið 1975 var fjölmennasti hópur karla 20 til 24 ára (20,6%). Þessi aldurshópur (20–24 ára) er enn fjölmennur (22%) þannig að helsta breyting hjá körlum er að fjölgað hefur í aldurshópnum 15 til 19 ára meðal þeirra sem leita til slysadeildar.
    Á meðfylgjandi töflu má sjá samanburð milli áranna 1975 og 1994 að því er varðar aldursskiptingu og kyn þeirra sem leituðu til slysadeildar vegna ofbeldisáverka.

         

1975

1994

    
Aldur

Karlar – hlutfall

Konur – hlutfall

Aldur

Karlar – hlutfall

Konur – hlutfall



         
0–4 ára
4,00% 8,90% 0–4 ára 3,30% 8,50%
         
5–9 ára
10,80% 7,70% 5–9 ára 2,80% 1,80%
         
10–14 ára
11,50% 12,10% 10–14 ára 7,00% 8,60%
         
15–19 ára
18,00% 13,30% 15–19 ára 23,50% 16,40%
         
20–24 ára
20,70% 13,60% 20–24 ára 22,20% 21,00%
         
25–29 ára
10,00% 11,60% 25–29 ára 14,00% 10,10%
         
30–34 ára
7,50% 8,20% 30–34 ára 8,10% 7,70%
         
35–39 ára
4,70% 7,60% 35–39 ára 6,60% 8,60%
         
40–44 ára
4,90% 4,50% 40–44 ára 5,00% 5,60%
         
45–49 ára
2,30% 5,60% 45–49 ára 2,30% 4,00%
         
50–54 ára
1,80% 1,40% 50–54 ára 2,50% 4,30%
         
55–59 ára
1,60% 3,10% 55–59 ára 1,10% 1,60%
         
60–64 ára
0,80% 1,00% 60–64 ára 0,80% 0,72%
         
65–69 ára
0,80% 0,10% 65–69 ára 0,30% 0,20%
         
70–74 ára
0,50% 0,20% 70–74 ára 0,25% 0,50%
         
75–79 ára
1,00% 0,60% 75–79 ára 0,25% 0,36%
         
80 og eldri
0,00% 0,00% 80 og eldri 0,00% 0,00%

Heildarfjöldi
1045
486 1410 556

    Aldursdreifing kvenna er með nokkuð öðrum hætti. Þótt þær séu einnig flestar á aldrinum 15 til 19 ára (13,3% til 16,4%) og 20 til 24 ára (13,6% til 21.0%) er samt fjölmennur hópur kvenna í eldri aldurshópum. Sem dæmi má nefna að árið 1975 voru 7,6% þeirra kvenna sem leituðu til slysadeildar vegna ofbeldis á aldrinum 35 til 39 ára en árið 1994 voru það 8,6% kvenna.
    Í heild má sjá að þótt heldur sé þróun í þá átt að aldur kvenna færist í svipuð aldursskeið og karla, er enn töluverður munur á. Enn eru fleiri konur sem leita til slysadeildar í eldri aldurshópum. Telja verður líklegt að þar vegi þungt að algengast er að konur verði fyrir sínum áverkum á heimilum en karlar á götum úti. Í þessu sambandi má benda á að verið er að gera ítarlega rannsókn á umfangi og eðli heimilisofbeldis á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sem væntanlega verður tilbúin á vormánuðum 1996.
    Á undanförnum árum hefur færst mjög í vöxt að líkamsmeiðingar væru tilkynntar til lögreglu, á sama tíma og ekki er að sjá að fleiri hljóti ofbeldisáverka skv. gögnum Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þetta vekur athygli og bendir til þess að fjölgun tilvika samkvæmt lögregluskýrslum komi til af því að fólk tilkynni mun frekar slík ofbeldisverk en áður. Hér kunna að vera ýmsar skýringar að baki, svo sem að fólk sættir sig síður við ofbeldi en áður. Hugsanlega má að einhverju leyti rekja skýringuna til meira forvarnarstarfs lögreglu og breyttra áherslna og starfshátta, enn fremur að meiri fjölmiðlaumfjöllun um ofbeldi hvetji fólk frekar til að tilkynna slík brot. Þá vekur athygli að fjölgun tilvika samkvæmt lögregluskýrslum liggur í minni háttar málum, en ekki þeim alvarlegri, þó svo að árásarmunstur hafi nokkuð breyst á undanförnum árum. Þetta styður einmitt þá tilgátu að fólk leiti frekar en áður til lögreglu vegna ofbeldisverka, án þess þó að um raunverulega fjölgun ofbeldistilvika sé að ræða.