Ferill 233. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 233 . mál.


871. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um einkaleyfi, nr. 17/1991, með síðari breytingum, lögum um vörumerki, nr. 47/1968, með síðari breytingum, og lögum um hönnunarvernd, nr. 48/1993.

Frá iðnaðarnefnd.



    Á eftir 12. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
         
    
    (13. gr.)
                            Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
                   a.         Í stað 2. og 3. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Enn fremur skal umsækjandi afhenda þýðingu á umsókninni að því marki sem ákveðið er í reglugerð.
                   b.     3. mgr. orðast svo:
                                 Hafi umsækjandi greitt þau gjöld, sem krafist er, innan þess frests sem um getur í 1. og 2. mgr. má leggja inn tilskilda þýðingu innan tveggja mánaða viðbótarfrests gegn því að greitt sé ákveðið viðbótargjald áður en sá frestur rennur út.
         
    
    (14. gr.)
                            3. mgr. 33. gr. laganna orðast svo:
                            Þótt umsókn hafi ekki verið yfirfærð koma ákvæði 22. gr. til framkvæmda um leið og umsækjandi hefur uppfyllt skyldur sínar skv. 31. gr. með því að leggja inn þýðingu á umsókninni til einkaleyfayfirvalda.
    Við 25. gr. Í stað orðanna „eftir 1. janúar 1996“ í efnismálsgrein komi: eftir 1. júní 1996.
    Við 28. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1996.