Ferill 297. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 297 . mál.


928. Breytingartillögur



við frv. til l. um fjárreiður ríkisins.

Frá sérnefnd.



    Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Ríkisaðilar eru æðsta stjórn ríkisins og þeir sem hafa með höndum starfsemi sem lögum samkvæmt lýtur ákvörðunarvaldi stjórnvalda eða eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkisins.
    Við 3. gr. Á eftir orðunum „Til hans teljast“ í upphafi 1. tölul. komi: æðsta stjórn ríkisins.
    Við 7. gr. Á eftir orðinu „ríkisreikning“ komi: næstliðins reikningsárs.
    Við 8. gr. Við c-lið 2. tölul. b-liðar bætist: þar með talið vegna rekstrar og framkvæmda.
    Við 9. gr. Í stað orðsins „lögþvingaðar“ í 2. tölul. komi: lögákveðnar.
    Við 13. gr. Í stað orðanna „eftir ráðuneytum“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: á æðstu stjórn ríkisins og ráðuneyti.
    Við 16. gr. Skammstöfunin „a.m.k.“ falli brott.
    Við 17. gr. Í stað orðanna „úr ársreikningum“ komi: og samandregin útgáfa ársreikninga.
    Við 20. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Í stað fyrri málsliðar 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Allar stofnanir A-hluta skulu gera ársreikning og eignaskrá innan tveggja mánaða frá lokum reikningsárs. Alþingi og stofnanir þess skulu senda þessar upplýsingar til ríkisbókhalds en aðrar stofnanir A-hluta til ríkisbókhalds, viðkomandi ráðuneytis og Ríkisendurskoðunar.
         
    
    Framan við 4. mgr. bætist: Æðstu stjórn ríkisins og.
    Við 22. gr. Síðari málsliður 2. mgr. orðist svo: Skulu þar bæði sýndir álagðir skattar og gjöld og innheimtar tekjur.
    Við 24. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Á eftir orðinu „útgjaldaáformum“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: æðstu stjórnar ríkisins.
         
    
    Í upphafi 2. mgr. komi: Æðstu stjórn ríkisins.
    Við 28. gr. Við 1. mgr. bætist: og greiðslubyrði lána.
    Við 30. gr. Á eftir orðunum „samþykki fjármálaráðuneytis“ komi: og að höfðu samráði við fjárlaganefnd Alþingis.
    Við 33. gr. Fyrri málsliður orðist svo: Valdi ófyrirséð atvik því að greiða þarf úr ríkissjóði án heimildar í fjárlögum er fjármálaráðherra að höfðu samráði við hlutaðeigandi ráðherra og fjárlaganefnd Alþingis heimilt að inna greiðsluna af hendi enda þoli hún ekki bið.
    Við 37. gr. Í stað orðanna „Heimilt er“ í 2. mgr. komi: Að fengu samþykki hlutaðeigandi ráðherra og fjármálaráðherra er heimilt.
    Við 40. gr. Við greinina bætist: og afkomu stofnana.
    Við 44. gr. Greinin orðist svo:
                  Ef þörf krefur skal í frumvarpi til fjáraukalaga leitað eftir heimildum til frekari fjárráðstafana en fjárlög ársins gera ráð fyrir.
    Við 46. gr. Á eftir orðunum „sérstaka skrá“ komi: ásamt skýringum.
    Við 48. gr. Í stað 2. og 3. málsl. komi nýr málsliður er orðist svo: Í henni skulu sitja ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis, ríkisbókari, ríkisendurskoðandi og hagstofustjóri auk tveggja fulltrúa sem fjármálaráðherra skipar eftir tilnefningu.
    Við 50. gr. Í stað tilvísunarinnar „sbr. lög nr. 38/1954“ í 2. mgr. komi: samkvæmt lögum.
    Við 52. gr. Við bætist nýr málsliður, 1. málsl., og orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1997.