Ferill 313. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 313 . mál.


942. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 74/1984, um tóbaksvarnir.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Við 2. gr. C-liður orðist svo: 3. mgr. orðast svo:
                  Með auglýsingum er í lögum þessum m.a. átt við:
        1.    hvers konar tilkynningar til almennings eða sérstakra markhópa, þar á meðal útstillingar í gluggum verslana, hvers konar skilti og svipaðan búnað,
        2.    alla notkun hefðbundinna tóbaksvörumerkja (heita og auðkenna) eða hluta þeirra; undanskildar eru þó vörur sem framleiddar eru undir slíkum merkjum, enda gilda auglýsingatakmarkanir laganna um þær að öðru leyti,
        3.    hvers konar umfjöllun í fjölmiðlum um einstakar vörutegundir nema ljóst sé að hún miði beinlínis að því að koma á framfæri upplýsingum sem draga úr skaðsemi tóbaksneyslu,
        4.    dreifingu vörusýna til neytenda.
    Við 3. gr.
         
    
    Í stað orðanna „17 ára“ 1. og 3. málsl. 1. efnismgr. komi: 18 ára.
         
    
    4. efnismgr. orðist svo:
                            Ekki er heimilt að selja sígarettur í minna magni en heilum 20 stykkja pökkum.
    Við 5. gr.
         
    
    Í stað orðanna „félags- og tómstundastarfa“ í 1. tölul. komi: félags-, íþrótta- og tómstundastarfa.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Forstöðumenn allra annarra opinberra stofnana en um getur í 1. mgr. skulu í samráði við starfsfólk gera áætlun um bann við reykingum innan viðkomandi stofnunar sem kemur til framkvæmda eigi síðar en fyrir lok ársins 2000. Innan sérhverrar stofnunar skal þó heimilt að gera ráð fyrir afdrepi þar sem reykingar eru heimilaðar.
    Við 6. gr. C-liður orðist svo: 2. mgr. orðast svo:
                  Fræðsla um áhrif tóbaksneyslu og leiðir til að draga úr henni skal veitt á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum.
    Við 7. gr. Í stað orðanna „0,4%“ í 1. efnismgr. komi: 0,7%.
    Við 8. gr.
         
    
    Í stað orðanna „Siglingamálastofnun ríkisins“ í 1. efnismgr. komi: Siglingastofnun Íslands.
         
    
    Í stað orðanna „II. kafla“ í 1. efnismgr. komi: III. kafla.
    Við 10. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Þó skal 5. efnismgr. 3. gr. ekki öðlast gildi fyrr en 1. febrúar 1997.