Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 285 . mál.


943. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á þjóðminjalögum, nr. 88 29. maí 1989, með síðari breytingum.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund frá menntamálaráðuneyti Árna Gunnarsson skrifstofustjóra og Þórunni J. Hafstein skrifstofustjóra. Þá hafa nefndinni borist umsagnir frá Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Félagi íslenskra fornleifafræðinga, Þjóðminjasafni Íslands, Þjóðskjalasafni Íslands, Listasafni Íslands og Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
    Frumvarpið er m.a. byggt á tilskipun Evrópusambandsins sem hefur að geyma reglur um skil menningarminja sem fluttar hafa verið ólöglega frá yfirráðasvæði aðildarríkis og tilskipun um útflutning menningarminja. Þá er einnig að finna í frumvarpinu stefnumörkun varðandi útflutning menningarminja sem hafa sérstakt gildi fyrir íslenska þjóðmenningu og almennt bann við innflutningi erlendra menningarminja fari sá flutningur fram í andstöðu við löggjöf í því ríki sem minjarnar eru fluttar frá. Í núgildandi lögum er ekki að finna skýrar reglur um útflutning eða innflutning menningarminja en ljóst er að mikilvægt er að skýrar lagareglur gildi á þessu sviði.
    Menntamálanefnd mælir með því að frumvarpið verði samþykkt með nokkrum orðalagsbreytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Svanfríður Jónasdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi Þjóðvaka og er samþykk því sem fram kemur í áliti þessu.

Alþingi, 9. maí 1996.



Sigríður A. Þórðardóttir,

Hjálmar Árnason.

Lúðvík Bergvinsson.


form., frsm.



Arnbjörg Sveinsdóttir.

Ólafur Örn Haraldsson.

Guðný Guðbjörnsdóttir.



Sigríður Jóhannesdóttir.

Katrín Fjeldsted.

Árni Johnsen.