Ferill 285. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 285 . mál.


944. Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á þjóðminjalögum, nr. 88 29. maí 1989, með síðari breytingum.

Frá menntamálanefnd.



    Við 2. gr.
    Í stað orðsins „skilaferli“ í 2. mgr. d-liðar (53. gr.) komi: skil.
    3. mgr. f-liðar (55. gr.) orðist svo:
                  Við mat á gildi menningarminja, er hér um ræðir, svo og um meiri háttar álitaefni, skal Þjóðminjasafn Íslands hafa samráð við forstöðumenn þeirra stofnana hér á landi er einkum varðveita þess konar muni sem mál snýst um hverju sinni. Þar skal m.a. kalla til forstöðumann Listasafns Íslands um myndlistarverk, Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi um handrit, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns um bækur og handrit og Þjóðskjalasafns Íslands um skjöl. Ef þörf gerist skal og leitað álits sérfróðra manna er eigi starfa við stofnanir þær er hér um ræðir.