Ferill 252. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 252 . mál.


984. Breytingartillögur



við frv. til l. um spilliefnagjald.

Frá umhverfisnefnd.



    Við 1. gr.
         
    
    Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                            Umhverfisráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála sem lög þessi fjalla um.
         
    
    Á eftir orðunum „kostnaði við söfnun“ í 2. mgr. komi: móttöku.
    Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Með vörum sem geta orðið að spilliefnum er í lögum þessum átt við vörur, efni og umbúðir þeirra sem haft geta mengandi eða óæskileg áhrif á umhverfi, sbr. 6. gr. Þessi skilgreining á við hvort sem efnin eru hrein eða hluti af öðrum efnum eða vörum.
    Við 3. gr.
         
    
    Í stað orðsins „Ráðherra“ í 1. málsl. komi: Umhverfisráðherra.
         
    
    Í stað orðsins „sex“ í 2. málsl. komi: sjö.
         
    
    3. málsl. orðist svo: Ráðherra skipar tvo nefndarmenn án tilnefningar, annan þeirra formann.
         
    
    Síðasti málsliður greinarinnar falli brott.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
                            Spilliefnanefnd fer með stjórn spilliefnagjalds.
    Við 4. gr.
         
    
    Á eftir orðinu „söfnun“ í 1. mgr. komi: móttöku.
         
    
    2. mgr. orðist svo:
                            Fyrirtækjum og atvinnugreinum er heimilt að semja um ráðstafanir til að fyrirbyggja mengun af völdum spilliefna, enda þjóni það markmiðum laganna. Er viðkomandi vara þá undanþegin gjaldtöku samkvæmt lögum þessum. Ráðherra skal staðfesta slíka samninga að fengnum umsögnum spilliefnanefndar og Hollustuverndar ríkisins.
    Við 5. gr.
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Spilliefnagjald er gjald sem lagt er á vörur sem geta orðið að spilliefnum. Spilliefnagjald skal standa undir óhjákvæmilegum kostnaði af móttöku spilliefna, meðhöndlun þeirra, flutningi frá söfnunarstöðvum til eyðingarstöðva, endurnýtingu og eyðingu, enda hafi verið greitt sérstakt gjald af vörunum skv. 6. gr. Jafnframt skal spilliefnagjaldi varið til greiðslu kostnaðar við framkvæmd laga þessara.
         
    
    Í stað orðanna „að fengnum“ í síðari málslið 2. mgr. og 5. mgr. komi: samkvæmt.
         
    
    3. mgr. falli brott.

Prentað upp.

    Við 6. gr.    
         
    
    Í stað orðanna „að fenginni“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: samkvæmt.
         
    
    Í stað orðanna „Að fengnum“ í 3. málsl. 3. mgr. komi: Samkvæmt.
    Við 7. gr.
         
    
    Í stað orðanna „sem geta orðið að spilliefnum“ í 1. mgr. 1. tölul. komi: sem falla undir lög þessi.
         
    
    2. tölul. orðist svo: Öllum sem framleiða vörur hérlendis sem falla undir lögin.
                            Spilliefnagjald af innlendum framleiðsluvörum reiknast við sölu eða afhendingu gjaldskyldrar vöru frá framleiðanda og skiptir þá ekki máli hvenær eða með hvaða hætti greiðsla kaupanda fer fram. Hvert uppgjörstímabil er einn mánuður. Spilliefnagjaldi af innlendri framleiðslu ásamt framleiðsluskýrslu í því formi sem spilliefnanefnd ákveður skal skila eigi síðar en á gjalddaga. Gjalddagi er fimmtándi dagur næsta mánaðar eftir lok uppgjörstímabils vegna sölu eða afhendingar á því tímabili. Beri gjalddaga upp á helgidag eða annan almennan frídag færist gjalddagi á næsta virkan dag þar á eftir.
                            Aðilum, sem keypt hafa hráefni eða efni til gjaldskyldrar framleiðslu sinnar og greitt af því spilliefnagjald, er heimilt að draga það frá við endanleg skil gjaldsins.
    Á eftir 7. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Ef spilliefnagjald er ekki greitt á tilskildum tíma skal aðili sæta álagi til viðbótar spilliefnagjaldi. Sama gildir ef skýrslu skv. 2. tölul. 7. gr. hefur ekki verið skilað.
                  Álag skv. 1. mgr. skal vera sem hér segir:
          1.    1% á þá upphæð sem vangreidd er fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 10%.
          2.    Sé spilliefnagjald ekki greitt innan eins mánaðar frá gjalddaga skal greiða af því dráttarvexti, sbr. vaxtalög, nr. 25/1987, með síðari breytingum.
    Í stað orðanna „að fengnum“ í 1. og 2. mgr. 9. gr. (er verði 10. gr.) komi: samkvæmt.
    Á eftir 10. gr. (er verði 11. gr.) komi ný grein er orðist svo:
                  Endurskoða skal lög þessi innan fimm ára frá því að þau öðlast gildi. Þó skal endurskoða ákvæði 3. gr. að tveimur árum liðnum frá gildistöku laganna.
    Við 11. gr. (er verði 13. gr.) bætist: en koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 1997.
    Við ákvæði til bráðabirgða:
         
    
    1. mgr. orðist svo:
                            Þrátt fyrir ákvæði 11. gr. skal skipa spilliefnanefnd svo fljótt sem því verður við komið eftir gildistöku laga þessara og skal hún hefja undirbúning við framkvæmd þeirra.
         
    
    Í stað orðanna „15. júní 1996“ í 2. mgr. komi: 1. desember 1996.