Ferill 344. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 344 . mál.


1007. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Indriða H. Þorláksson, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneyti, Sigurð Þórðarson ríkisendurskoðanda og Lárus Ögmundsson, lögfræðing Ríkisendurskoðunar. Þá fékk nefndin sendar umsagnir um málið frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Lögmannafélagi Íslands, Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Samtökum iðnaðarins og Verslunarráði Íslands.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Orðin „sem og öðrum sköttum sem lokunarheimild fylgir lögum samkvæmt“ í 1. tölul. 3. efnismgr. 1. gr. falli brott.

Alþingi, 18. maí 1996.



Vilhjálmur Egilsson,

Ágúst Einarsson.

Valgerður Sverrisdóttir.


form., frsm.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Pétur H. Blöndal.

Einar Oddur Kristjánsson.



Sólveig Pétursdóttir.

Steingrímur J. Sigfússon.

Jón Baldvin Hannibalsson.