Ferill 423. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 423 . mál.


1046. Nefndarálit



um frv. til l. um þjónustusamninga og hagræðingu í ríkisrekstri.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Halldór Árnason, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneyti, Sigurð Þórðarson ríkisendurskoðanda og Lárus Ögmundsson og Láru Sverrisdóttur, lögfræðinga Ríkisendurskoðunar. Þá fékk nefndin sendar umsagnir um málið frá Bandalagi háskólamanna, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Neytendasamtökunum, Ríkisendurskoðun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði afgreitt með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þinskjali. Í þeim felst fyrst og fremst að kveðið verði með beinum hætti á um réttarstöðu samningsaðila og neytenda þjónustunnar, sem og að Ríkisendurskoðun verði gert að hafa sams konar eftirlit með þeim aðilum sem gera þjónustusamninga við ríkið og stofnunin hefur gagnvart ríkisaðilum almennt.

Alþingi, 22. maí 1996.



Vilhjálmur Egilsson,

Valgerður Sverrisdóttir.

Einar Oddur Kristjánsson.


form., frsm.



Pétur H. Blöndal.

Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Kristján Pálsson.