Ferill 451. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 451 . mál.


1068. Breytingartillögur



við frv. til lögreglulaga.

Frá allsherjarnefnd.



    Við 6. gr. Við bætist ný málsgrein, 3. mgr., og orðist svo:
                  Lögreglustjórar fara með yfirstjórn leitar- og björgunaraðgerða á landi. Um björgun sem heyrir undir skipulag almannavarna gilda sérstök lög. Ráðherra setur reglur um samstarf lögreglu og björgunarsveita.
    Við 8. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Greinin orðist svo:
                       1. Lögregla annast rannsókn brota í samráði við ákærendur.
                       2. Rannsókn brots skal að jafnaði hefja í því umdæmi þar sem það er framið, sbr. þó ákvæði a- og b-liða 2. mgr. 5. gr.
                       3. Dómsmálaráðherra setur nánari reglur um í hvaða umdæmi brot skuli rannsakað, hvernig stjórn rannsóknar skuli háttað, hvenær brot skuli rannsakað undir stjórn ríkislögreglustjóra skv. a-lið 2. mgr. 5. gr. og hvenær lögreglustjórum sé rétt að leita aðstoðar ríkislögreglustjóra við rannsókn skv. b-lið 2. mgr. 5. gr.
                       4. Við embætti lögreglustjórans í Reykjavík skal starfrækt tæknideild sem sinni vettvangsrannsóknum og öðrum slíkum rannsóknum. Tæknideildin skal þjóna öllum lögregluumdæmum og setur dómsmálaráðherra nánari reglur um starfrækslu hennar.
         
    
    Fyrirsögn greinarinnar verði: Lögreglurannsóknir.
    Við 9. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
         
    
    Orðið „eða“ í 2. mgr. falli brott.
         
    
    4. mgr. orðist svo:
                            Ríkistollstjóri, tollstjórar, löglærðir fulltrúar þeirra og tollverðir fara með lögregluvald á sínu starfssviði og þegar þeir annast eða aðstoða við löggæslu.
    Við 10. gr. Í stað tilvitnunar til „39. gr.“ komi: 38. gr.
    Við 18. gr. Í stað orðanna „er heimilt“ komi: ber.
    Við 20. gr. Í stað orðanna „geta lögreglumenn“ komi: getur lögregla.
    Við 22. gr. Síðari málsliður 1. mgr. orðist svo: Tekur þetta til upplýsinga um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga sem varða starfshætti lögreglu og fyrirhugaðar lögregluaðgerðir og annarra upplýsinga sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, starfsreglum lögreglu eða eðli máls.
    Við 28. gr. Í stað orðanna „a-, b- og c-liða 2. mgr. 39. gr.“ í 4. mgr. komi: 2. mgr. 38. gr.
    Við 32. gr. Greinin orðist svo:
                  1. Heimilt er að fela lögreglumanni að vinna fyrir sanngjarnt endurgjald aukastörf í þágu ríkisins, enda valdi það ekki vanrækslu á þeim störfum er stöðu hans fylgja.
                  2. Áður en lögreglumaður hyggst, samhliða starfi sínu, taka við launuðu starfi í þjónustu annars aðila, ganga í stjórn atvinnufyrirtækis eða stofna til atvinnurekstrar ber honum að skýra lögreglustjóra frá því. Innan tveggja vikna skal lögreglumanni skýrt frá því ef áðurnefnd starfsemi telst ósamrýmanleg stöðu hans og honum bannað að hafa hana með höndum. Bera má slíkt bann undir ríkislögreglustjóra.
                  3. Rétt er að banna starfsmanni slíka starfsemi sem í 2. mgr. segir ef það er síðar leitt í ljós að hún megi ekki saman fara starfi hans í þjónustu ríkisins.
                  4. Við mat á því hvort starfsemi teljist ósamrýmanleg lögreglustarfi skal horft til þess hvort ástæða er til að ætla að aukastarfið valdi vanrækslu á þeim störfum sem stöðu hans fylgja, ástæða er til að ætla að það brjóti á einhvern hátt í bága við lögreglustarfið eða það geti með öðrum hætti hamlað því að viðkomandi geti sinnt lögreglustarfinu forsvaranlega.
                  5. Dómsmálaráðherra setur almennar reglur um hvaða aukastörf teljist heimil.
    Við 35. gr. Greinin orðist svo:
                  Berist kæra á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans, eða vakni grunur um slíkt brot, skal lögreglustjóri þegar í stað tilkynna ríkissaksóknara um ætlað brot. Ríkissaksóknari stýrir rannsókn málsins.
    Við 37. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Forseti Íslands skipar skólastjóra Lögregluskóla ríkisins. Hann skal fullnægja sömu skilyrðum fyrir skipan í embætti og lögreglustjórar og hafa staðgóða þekkingu á lögreglumálefnum.
    Við 38. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 2. mgr.:
         
    
    Í stað orðanna „sætt opinberri refsingu“ í a-lið komi: hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum.
         
    
    B-liður orðist svo: vera andlega og líkamlega heilbrigð og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis.
         
    
    Orðin „grunnskólaprófi og“ í c-lið falli brott.
         
    
    Í stað orðsins „kröfun“ í d-lið komi: kröfum.
    Við 43. gr. Við bætist fimm nýjar málsgreinar sem orðist svo:
                  11. Í stað orðsins „lögreglumönnum“ í 4. mgr. 52. gr. laga um loftferðir, nr. 34/1964, kemur: lögreglu.
                  12. Í stað orðsins „lögreglumönnum“ í 3. mgr. 24. gr. og 1. mgr. 29. gr. laga um aðför, nr. 90/1989, kemur: lögreglu.
                  13. Í stað orðsins „lögreglumönnum“ í 1. mgr. 32. gr. laga um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990, kemur: lögreglu.
                  14. Í stað orðsins „lögreglumönnum“ í 3. mgr. 36. gr. og 2. mgr. 60. gr. laga um nauðungarsölu, nr. 90/1991, kemur: lögreglu.
                  15. Í stað orðanna „lögreglumenn liðsinna við aðför skulu þeir að jafnaði vera óeinkennisklæddir“ í 3. mgr. 75. gr. barnalaga, nr. 20/1992, kemur: lögregla liðsinnir við aðför skal hún að jafnaði vera óeinkennisklædd.
    Við bætist nýr kafli, X. kafli, Ákvæði til bráðabirgða, með einni grein, 44. gr., er orðist svo:

Niðurlagning Rannsóknarlögreglu ríkisins.


                  1. Starfsmenn Rannsóknarlögreglu ríkisins skulu við skipun í nýtt starf njóta áunninna réttinda sinna.
                  2. Dómsmálaráðherra skipar nefnd fimm manna til ráðgjafar og eftirlits með niðurlagningu Rannsóknarlögreglu ríkisins og skipun starfsmanna hennar í stöður við embætti ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans í Reykjavík og önnur embætti. Ráðherra skipar einn fulltrúa í nefndina án tilnefningar. Eftirtaldir aðilar skulu tilnefna hina fjóra: starfsmenn Rannsóknarlögreglu ríkisins, Landssamband lögreglumanna, Stéttarfélag lögfræðinga í ríkisþjónustu og Sýslumannafélag Íslands.