Ferill 71. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 71 . mál.


1085. Nefndarálit



um till. til þál. um skipun nefndar um menningar- og tómstundastarf fatlaðra.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið sendar umsagnir um hana frá fræðslustjóra Vesturlandsumdæmis, fræðslustjóra Austurlandsumdæmis, fræðslustjóra Suðurlandsumdæmis, Ferðafélögum hf., Geðhjálp, Þroskaþjálfaskóla Íslands, Félagi íslenskra leikskólakennara, Öryrkjabandalagi Íslands, Félagi sérkennara, Félagi þroskaþjálfa, svæðisstjórn málefna fatlaðra Suðurlandi, svæðisstjórn málefna fatlaðra Austurlandi, svæðisstjórn málefna fatlaðra Reykjavík, svæðisstjórn málefna fatlaðra Vestfjörðum, svæðisráði Reykjaness, Félagi framkvæmdastjóra svæðisskrifstofa í málefnum fatlaðra, Þroskahjálp, Sólheimum í Grímsnesi, Sálfræðingafélagi Íslands, menntamálaráðuneyti og félagsmálaráðuneyti.
    Þar sem fyrir liggur að á vegum félagsmálaráðuneytisins hefur nýlega hafið störf nefnd sem hefur það verkefni að endurskoða lögin um málefni fatlaðra, nr. 59/1992, leggur nefndin til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Tillögugreinin orðist svo:
                  Alþingi ályktar að fela félagsmálaráðherra að láta kanna á hvern hátt fatlaðir geti notið sumarleyfa, tómstunda, lista og menningarlífs á sama hátt og aðrir í þjóðfélaginu og gera tillögur um úrbætur. Tryggt verði að fulltrúar frá samtökum sveitarfélaga, svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra, Öryrkjabandalaginu og Þroskahjálp komi að málinu.
    Fyrirsögn tillögunnar verði: Till. til þál. um menningar- og tómstundastarf fatlaðra.

    Svanfríður Jónasdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 28. maí 1996.



Kristín Ástgeirsdóttir,

Siv Friðleifsdóttir.

Arnbjörg Sveinsdóttir.


form., frsm.



Pétur H. Blöndal.

Einar K. Guðfinnsson.

Magnús Stefánsson.



Rannveig Guðmundsdóttir.

Kristján Pálsson.

Bryndís Hlöðversdóttir.