Ferill 445. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 445 . mál.


1090. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, GMS, PHB, SighB, VS, EOK, SP).

    Við 3. gr.
         
    
    Á eftir a-lið komi nýr stafliður er orðist svo: Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Aðilum sem skráðir hafa verið sérstakri skráningu skv. 5. gr.
         
    
    Orðin „ef um framleiðanda er að ræða, en hjá tollstjóra ef um innflytjanda er að ræða“ í b-lið falli brott.
    Á eftir 3. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Við lögin bætist ný grein sem verður 5. gr. laganna og orðast svo:
                  Aðilar sem flytja inn eða kaupa innan lands gjaldskyldar vörur til heildsölu geta fengið sérstaka skráningu hjá skattstjóra. Skilyrði slíkrar skráningar eru:
         1.    Að aðili hafi heildsöluleyfi.
         2.    Að aðili haldi sérstakt birgðabókhald yfir þær vörur sem vegna skráningarinnar lúta sérreglum um uppgjör vörugjalds í samræmi við reglur sem ríkisskattstjóri setur.
                  Aðila, sem fengið hefur sérstaka skráningu, er heimilt að flytja gjaldskyldar vörur inn til landsins eða kaupa gjaldskyldar vörur innan lands af framleiðanda eða af öðrum sérstaklega skráðum aðila án þess að skylda stofnist til greiðslu vörugjalds, sbr. 4. mgr. 9. gr.
                  Innlendum framleiðendum og aðilum sem fengið hafa sérstaka skráningu er heimil sala eða afhending á gjaldskyldum vörum án vörugjalds til aðila sem skráðir eru samkvæmt þessari grein.
                  Þegar aðili, sem fengið hefur sérstaka skráningu, kaupir gjaldskyldar vörur án vörugjalds skal tilgreina á sölureikningum það magn eða það verð sem myndar gjaldstofn vörugjalds.
    Við 5. gr. (er verði 6. gr.).
         
    
    Við 5. efnismgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Ríkisskattstjóri skal gefa út reglur um mat til verðs samkvæmt þessari málsgrein.
         
    
    6. efnismgr. falli brott.
    Við 6. gr. (er verði 7. gr.). Greinin orðist svo:
                  7. gr. laganna, er verður 8. gr., orðast svo:
                  Tollstjórar skulu reikna vörugjald af gjaldskyldum vörum sem aðilar, aðrir en þeir sem skráðir hafa verið skv. 5. gr., flytja til landsins.
    Við 7. gr. (er verði 8. gr.). Í stað 2. og 3. efnismgr. komi fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Innflytjendur sem flytja vörur til landsins til endursölu, aðrir en þeir sem jafnframt eru skráðir skv. 5. gr., skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs vörugjald af gjaldskyldum vörum sem voru tollafgreiddar á uppgjörstímabilinu. Aðilar, sem flytja gjaldskylda vöru til landsins til eigin nota, skulu greiða vörugjald við tollafgreiðslu.
                  Innlendir framleiðendur skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs vörugjald af gjaldskyldum vörum sem voru seldar eða afhentar á tímabilinu. Þó skal ekki greiða vörugjald af vörum sem voru seldar án vörugjalds til skráðra aðila skv. 5. gr.
                  Aðilar, sem skráðir eru skv. 5. gr., skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils ótilkvaddir greiða innheimtumanni ríkissjóðs vörugjald af þeim vörum sem þeir hafa keypt eða fengið tollafgreiddar á tímabilinu eða voru til staðar í birgðum í upphafi uppgjörstímabils en eru ekki til staðar í birgðum við lok uppgjörstímabils samkvæmt birgðabókhaldi. Þó skal hvorki greiða vörugjald af þeim vörum sem vörugjald hefur þegar verið greitt af né af vörum sem voru seldar án vörugjalds til annarra skráðra aðila skv. 5. gr.
                  Gjaldskyldir aðilar skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. skulu eigi síðar en á gjalddaga hvers uppgjörstímabils skila vörugjaldsskýrslu í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður vegna vara sem greiða ber vörugjald af á uppgjörstímabilinu. Jafnframt skal tilgreina í skýrslunni sölu á gjaldskyldum vörum án vörugjalds til aðila sem eru skráðir skv. 5. gr. Skattstjóri skal áætla vörugjald af viðskiptum þeirra aðila sem ekki skila skýrslu innan tilskilins tíma, senda enga skýrslu eða ef skýrslu eða fylgigögnum er ábótavant. Skattstjóri skal tilkynna innheimtumanni og gjaldskyldum aðila um áætlanir og leiðréttingar sem gerðar hafa verið.
    Við 9. gr. (er verði 10. gr.). Í stað 1. málsl. 1. efnismgr. komi tveir nýir málsliðir er orðist svo: Heimilt er að kæra álagningu vörugjalds innan þrjátíu daga frá gjalddaga gjaldsins. Kæru skal beint til þess tollstjóra eða þess skattstjóra sem annaðist álagningu gjaldsins.
    Við 10. gr. (er verði 11. gr.). Greinin orðist svo:
                  10. gr. laganna, sem verður 12. gr., orðast svo:
                  Að því leyti sem eigi er ákveðið í lögum þessum um gjaldskyldu, álagningu, tilhögun bókhalds, eftirlit, viðurlög og aðra framkvæmd varðandi vörugjald skulu gilda, eftir því sem við geta átt, ákvæði tollalaga og laga um virðisaukaskatt.
    Á eftir 10. gr. komi ný grein (er verði 12. gr.), svohljóðandi:
                  Í stað orðanna „3. gr.“ tvívegis í síðari málslið 1. mgr. 11. gr. laganna, er verður 13. gr. þeirra, kemur: viðauka I.
    Við 11. gr. (er verði 13. gr.). Eftirfarandi breytingar verði á viðauka I:
         
    
    Eftirtalin tollskrárnúmer ásamt viðeigandi fjárhæð falli brott úr gjaldflokki A: 3302.1002, 3916.1001, 3916.2001, 3916.9001, 3917.2101, 3917.2201, 3917.2301, 3917.2901, 3917.3201, 3921.1101, 3921.1201, 3921.1902, 3921.9002, 4504.1005, 4504.9003, 4811.1000, 4823.9005, 6806.1009, 7019.3101, 7019.3901, 7019.9003, 7019.9009.
         
    
    Fjárhæð gjalds (kr./kg) á vörum í eftirtöldum tollskrárnúmerum í gjaldflokki A verði: 0901.1100: 28; 0901.1200: 28; 0901.2101: 35; 0901.2109: 35; 0901.2201: 35; 0901.2209: 35; 0901.9000: 35; 0902.1000: 35; 0902.2000: 35; 0902.3000: 35; 0902.4000: 35; 0903.0000: 35.
         
    
    Eftirtalin tollskrárnúmer ásamt fjárhæð gjalds bætist við gjaldflokk A: 3302.1021 65, 3302.1030 65.
         
    
    Eftirtalin tollskrárnúmer ásamt viðeigandi fjárhæð gjalds falli brott úr gjaldflokki B: 2208.9009, 3302.1021, 3302.1030.
         
    
    Eftirtalin tollskrárnúmer falli brott úr gjaldflokki C: 4407.2101, 4407.2201, 8539.4000, 9007.2100, 9405.9901, 9405.9909.
         
    
    Eftirtalin tollskrárnúmer bætist við gjaldflokk C: 4003.0001, 7615.2000, 9007.2001.
         
    
    Eftirtalin tollskrárnúmer falli brott úr gjaldflokki D: 8476.1100, 8476.1900.
         
    
    Eftirtalin tollskrárnúmer falli brott úr gjaldflokki E: 8519.9100, 8520.3100.
    Við ákvæði til bráðabirgða bætist ný málsgrein er orðist svo:
                  Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. skal fyrsta uppgjörstímabil vörugjalds samkvæmt lögum þessum vera þrír mánuðir, júlí, ágúst og september 1996.