Ferill 437. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 437 . mál.


1132. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá Tómasi Inga Olrich og Árna Johnsen.



    Við 2. gr.
         
    
    Í stað 3. mgr. komi þrjár nýjar málsgreinar er orðist svo:
                            Heildarþorskaflaviðmiðun fyrir krókaleyfisbáta skal vera 13,9% af ákvörðuðum heildarafla eins og hann var á fiskveiðiárinu 1995/1996.
                            Verði þorskafli aukinn skal þorskaflaviðmiðun krókaleyfisbáta taka breytingum sem hér segir:
                   
    Þorskaflahlutdeild þeirra sem veiða í sóknardagakerfi af heildarhækkun leyfilegs aflamagns skal ákvörðuð þannig að hlutfallsleg aukning aflamarks skal margfölduð með stuðlinum 0,2 áður en til úthlutunar kemur. Þetta ákvæði gildir þar til leyfilegur þorskafli hefur náð 250 þús. lestum af óslægðum þorski. Eftir það skal leyfilegur afli hækka um sama hlutfall og leyfilegur heildarafli.
                   
    Þorskaflahlutdeild þeirra sem veiða í aflahámarkskerfi af heildarhækkun leyfilegs aflamagns skal ákvörðuð þannig að hlutfallsleg aukning aflamarks skal margfölduð með stuðlinum 0,4 áður en til úthlutunar kemur. Þetta ákvæði gildir þar til leyfilegur þorskafli hefur náð 250 þúsund lestum af óslægðum þorski. Eftir það skal leyfilegur afli hækka um sama hlutfall og leyfilegur heildarafli.
                            Komi til minnkunar aflamarks skal það minnkað í sömu hlutföllum.
         
    
    Í stað orðanna „21.000 lestum“ í 4., 7. og 9. mgr. komi: 21.500 lestum.
         
    
    Við bætist tvær nýjar málsgreinar er orðist svo:
                            Hlutfallsleg aukning aflamarks frá fiskveiðiárinu 1995/1996 miðað við aflahlutdeild báta minni en 10 brl. í upphafi hvers fiskveiðiárs skal margfölduð með stuðlinum 1,25 áður en til úthlutunar kemur. Þetta ákvæði gildir þar til leyfilegur þorskafli hefur náð 250 þús. lestum af óslægðum þorski. Ákvæðið breytir ekki aflahlutdeild báta undir 10 brl.
                            Komi til minnkunar aflamarks skal það minnkað í sömu hlutföllum.
    Við 4. gr. Við bætist nýr málsliður er orðist svo: Ákvæði til bráðabirgða I og II í lögum nr. 83/1995 falla brott frá og með sama tíma.