Ferill 470. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 470 . mál.


1141. Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu tveggja samninga við Færeyjar um fiskveiðimál.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Helga Ágústsson, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, Árna Kolbeinsson, ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðuneytisins, Kristin F. Árnason, skrifstofustjóra viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og Tómas H. Heiðar frá utanríkisráðuneytinu. Þá óskaði nefndin eftir umsögn sjávarútvegsnefndar um málið og er hún birt sem fylgiskjal með nefndaráliti um 527. mál (þskj. 1140).
    Mál þetta tengist samningaviðræðum Íslands við Færeyjar, Noreg og Rússland um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum og vísast til þskj. 1140 um málsmeðferð.
    Bent er á að ekki er þörf á að breyta 1. gr. samnings milli Íslands og Færeyja um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1996 frá 2. febrúar 1996 sem kveður á um hámarksaflahlutdeild landanna úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1996. Nægilegt var að skiptast á orðsendingum milli landanna um ákvörðun um aflahlutdeild í stofninum fyrir árið 1996, en það var gert 6. maí 1996, sbr. fskj. IV á þskj. 1010.
    Nefndin leggur áherslu á mikilvægi samstarfs og góðra samskipta Færeyinga og Íslendinga á sviði sjávarútvegs, sem og á öðrum sviðum, og leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 31. maí 1996.



Geir H. Haarde,

Össur Skarphéðinsson.

Tómas Ingi Olrich.


form., frsm.



Siv Friðleifsdóttir.

Gunnlaugur M. Sigmundsson.

Árni M. Mathiesen.



Hjörleifur Guttormsson.

Ásta R. Jóhannesdóttir.

Vilhjálmur Egilsson.