Tilkynning um dagskrá

Þriðjudaginn 28. janúar 1997, kl. 13:39:29 (2768)

1997-01-28 13:39:29# 121. lþ. 56.91 fundur 162#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur

[13:39]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Að lokinni umræðu um 2. dagskrármálið, Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, fer fram utandagskrárumræða. Málshefjandi er Kristín Halldórsdóttir. Efni umræðunnar er álver á Grundartanga og umhvrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 50. gr. þingskapa. Það er samkomulag um að umræðan geti staðið í allt að tvær klukkustundir. Málshefjandi og ráðherra hafa allt að 10 mínútur. Talsmenn annarra þingflokka allt að sjö mínútur en aðrir þingmenn og ráðherrar fimm mínútur. Málshefjandi og ráðherra hafa allt að fimm mínútur í lok umræðunnar. Mælendaskrá er opin og forseti óskar eftir að þeir sem hyggjast biðja um orðið geri aðstoðarmanni aðvart þannig að raða megi niður á mælendaskrána.

Að lokinni þessari utandagskrárumræðu fer fram önnur utandagskrárumræða. Þar er málshefjandi Hjörleifur Guttormsson og umhvrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa. Efni umræðunnar er breytingar umhvrh. á reglugerð um mengunarvarnir.