Túlkaþjónusta fyrir heyrnarlausa

Miðvikudaginn 29. janúar 1997, kl. 13:45:51 (2817)

1997-01-29 13:45:51# 121. lþ. 57.1 fundur 194. mál: #A túlkaþjónusta fyrir heyrnarlausa# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur

[13:45]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Vandinn er m.a. sá að þarna þarf að koma til samvinna ráðuneyta. Ég tel að það hefði verið athugandi að setja Samskiptamiðstöðina undir félmrn. og þá hefði þetta verið auðveldara viðfangs. Það var ekki mér að kenna að sú skipan var ekki valin. Það er ekki sama staða og var fyrir tveimur árum í þessu máli því það hefur verið unnið að málinu og fyrir liggur nefndarálit sem unnið verður eftir. Það er minn vilji að reyna að finna viðunandi frambúðarlausn á þessu máli. En ég er ekki með tiltækar skýrari tillögur um það á þessu stigi en raun ber vitni.

Ég endurtek að þetta mál er ekki nægilega vel leyst og ég vil vinna að lausn þess.