Smáfiskaskiljur

Miðvikudaginn 29. janúar 1997, kl. 14:25:15 (2832)

1997-01-29 14:25:15# 121. lþ. 57.4 fundur 207. mál: #A smáfiskaskiljur# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., sjútvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 57. fundur

[14:25]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Vegna fyrirspurnar hv. 4. þm. Reykn. vil ég segja að þær norsku rannsóknir sem fyrir liggja benda ekki til þess að veruleg hætta sé á því að fiskur drepist. Þær rannsóknir sem hér hafa verið gerðar benda ekki til þess að hér sé um alvarlegt vandamál að ræða. Ég þekki ekki þá kanadísku rannsókn sem hv. þm. benti á. Ég ítreka hins vegar það sem kom fram í fyrra svari mínu að ekki er ætlunin að opna alfarið þau stóru friðunarsvæði smáfisks sem ákveðin voru fyrir fáeinum árum. Það verður farið mjög varlega í þær sakir. Umgengnisnefndin bendir réttilega á að hægur vandi er að veiða þorskkvótann utan þeirra svæða. Eigi að síður tel ég að notkun skiljunnar geti bætt stórlega umgengni um fiskimiðin og dregið úr frákasti og þess vegna er það ætlun ráðuneytisins að vinna að framgangi málsins með þeim hætti sem lýst hefur verið.