Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 11:33:29 (2876)

1997-01-30 11:33:29# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[11:33]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki verið að heimila veðsetningu á kvóta. Það stendur mjög skýrt í 1. málsliðnum. Hins vegar stendur í 2. málslið að hafi skip verið veðsett þá megi ekki færa aflahlutdeildina af til þess að þeir sem hafa tekið lán (ÁE: Kvóta er alltaf úthlutað á skip.) geti staðið í skilum. Þetta er mjög einfalt og hv. þm. segir að lítið hafi breyst. Það er ekki svo að mínu mati. Textinn er orðinn það skýr að ég féllst á að hleypa honum áfram og er mjög ánægð með að það náðist þannig niðurstaða í þetta mál.