Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 11:34:16 (2877)

1997-01-30 11:34:16# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[11:34]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Siv Friðleifsdóttir er greinilega hreykin eins og formaður þingflokks framsóknarmanna af þeirri breytingu sem þeir telja sig hafa náð fram í þessu efni sem er engin breyting. Hv. þm. heldur því aftur og aftur fram að ekki sé verið að veðsetja kvótann, en kvótum er úthlutað á skip og þar með er verið að veðsetja kvóta. Þingmaðurinn verður bara að horfast í augu við það hvað hún hefur verið að samþykkja og ég verð að segja að mér finnst nú lítið leggjast fyrir hv. þm. sem hafði stór orð uppi í þessu efni fyrir nokkrum mánuðum síðan.