Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 11:36:49 (2880)

1997-01-30 11:36:49# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[11:36]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er mjög athyglisvert að hv. þm. treystir sér ekki til að svara þessari spurningu. Veikir það 1. gr. fiskveiðistjórnarlaganna að banna allt framsal? Hv. þm. treystir sér ekki til að svara því. Hvernig getur hún þá fullyrt að takmarkað bann við framsali veiki 1. gr. fiskveiðistjórnarlaganna? Hvaða orsakasamhengi er þar á milli? Það kemur einfaldlega í ljós að það er ekkert rökrænt samhengi á milli fullyrðinga hv. þm. og raunveruleikans í þessu frv. Hv. þm. vill ekki svara því hvort bann við öllum viðskiptum með aflaheimildir veiki 1. gr. fiskveiðistjórnarlaganna en hann fullyrðir að takmarkað bann við viðskiptum veiki 1. gr. fiskveiðistjórnarlaganna. Og það vantar af hálfu hv. þm. að sýna fram á orsakasamhengi þarna á milli.