Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 12:13:32 (2894)

1997-01-30 12:13:32# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[12:13]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta rýrir alls ekki eignarrétt þjóðarinnar á auðlindinni. Fyrst hv. þm. er að vitna í grg. þá langar mig að lesa örlítið upp úr henni varðandi nákvæmlega þetta atriði, en þar segir, með leyfi forseta:

,,Af reglu 4. mgr. 3. gr. frv. leiðir í fyrsta lagi að óheimilt er að veðsetja slík réttindi sem hér um ræðir [þ.e. kvótann] þótt aðilaskipti geti orðið að þeim með öðrum hætti samkvæmt ákvæðum laga og reglugerða. Þau geta með öðrum orðum ekki verið sjálfstætt andlag veðréttar.``

Þetta er heila málið. Kvótinn getur ekki verið sjálfstætt andlag veðréttar. Það er ekki hægt að veðsetja kvótann.